Feykir - 21.08.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Uppkaup framleiðsluréttar í Sauðfé:
Gengur best í Skagafirði
Stefnir í flatan niöurskurö
í Húnavatnssýslum
Vigdís heilsar Skagafirði á föstudag
Það hefur varla farið fram hjá Skagfirðingum undanfarið að von er á forsetanum frú Vigdísi
Finnbogadóttur í heimsókn í héraðið um næstu helgi. Væntanlega munu fánarþá blakta við
hún á hverri stöng, að minnsta kosti hefur verið nóg að gera á Saumastofunni á Hofsósi í
sumar við að sauma íslenska fánann. Þær voru einmitt önnum kafnar við fánasauminn þegar
útsendari Feykis var á ferð á Hofsósi í síðustu viku, saumakonurnar Guðbjörg Guðnadóttir,
Svanhildur Guðjónsdóttir og Halldóra Márusdóttir.
Ófeigur Gestsson bæjarstjóri um gjaldþrot Serkja:
„Óhressir með aö fjárhagsleg
endurskipulagning tókst ekki"
Útlit er fyrir að niðurskurður í
sauðfjárrækt sem nýlegur
búvörusamningur felur í sér,
eigi sér stað í Húnavatns-
sýslum með flatri skerðingu;
þar sem bændur hafa ekki haft
áhuga fyrir sölu fullvirðisréttar.
I Skagafirði hefur hinsvegar
gengið nokkuð vel að kaupa
upp þau 12% sem skerðingin
nemur. í dag liggur fyrirsala
á 8-9%, en í Húnavatnssýslum
virðist ekki falt nema lítið brot
af þeim kvóta sem stjórnvöld
óskuðu eftir.
„Menn sýndu þessu mjög
lítinn áhuga til að byrja með í
vor, en það hefur ræst úr
framar vonum. Við eigum
fundi með forráðamönnum
búnaðarfélaga í hverjum
hreppi núna í vikunni og þá
ætti að ráðast hvort takist að
Steinullin:
11 milljónatap
fyrri hluta árs
Steinullarverksmiðjan var
rekin með 11 milljóna tapi
fyrstu sex mánuði ársinsí stað
20 milljóna króna hagnaðar
sömu mánuði í fyrra. Aætlanir
gerðu ráð fyrir 18 milljóna
tapi það sem af er þessu ári, en
þess vænst að reksturinn verði
í jafnvægi um áramót.
Ástæður útkomunnarfyrri
hluta árs er mestmegnis
óhagstæð gengisþróun sem
menn þóttust sjá fyrir í
upphafi árs. Söluaukning
hefur orðið milli ára, er 9%
meiri nú en fyrstu sex mánuði
í fyrra. Útflutningur hefur
aukist um fjórðung og sala
innanlands um 3%.
kaupa upp eitthvað meira en
þessi 8-9%. Maður á svo sem
ekki von á að það verði mikið
meira. Dæmi verður þá gert
upp á þann hátt að ríkið
kaupir það sem upp á vantar
og því deilt á framleiðenduma
á svæðinu”, sagði Víkingur
Gunnarsson hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar. Ekki
hefur verið tekið saman hve
mikið var selt úr hverjum
hreppi en mestu munaði um
sölu á öllum framleiðslurétti
tveggja býla í Akrahreppi, á
Silfrastöðum og Keldulandi,
300-400 ærgilda á hvorum
stað.
Vestur-Húnvetningar sleppa
með 9,6% skeðingu þar sem
svæðið var metið mjög
heppilegt til sauðfjárræktar.
Bændur þar vestra hafa sýnt
sölu fullvirðisréttar nánast
engan áhuga. Aðeins selst
um 1% af þeim 3300 fjár sem
stefnt var á. ,,Menn hefa frest
fram að mánaðamótum að
gera samninga og fá þá 600
krónur fyrir kílóið. En upp
úr því fæst eingungis 450
krónur fyrir þaðsem þvingað
verður fram með flatri
skerðingu. Það blasir við að
til þess kemur þar sem menn
sýna þessu engan áhuga”,
sagði Gunnar Þórarinsson
raðunautur Búnaðarsambands
V,- Hún.
Guðbjartur Guðmundsson
raðunautur Búnaðarsambands
A.-Hún. var nýkominn úr
fríi. Hann sagði að menn
hefðu spurst fyrir, en væntan-
lega gerðist eitthvað á næstu
tveim vikum. Hann vildi
engu spá um hversu gírugir
menn yiðu að selja framleiðslu-
rétt upp í 12% skerðinguna.
,,Við erum ákaflega óhressir
með að okkur skyldi ekki hafa
tekist að Ijúka þeirri fjárhags-
legu endurskipulagningu sem
stefnt var að í Serkjum. Það
strandað á Iðnlánasjóði, sem
var eini aðilinn sem neitaði
þátttöku í þessu verkefni er
beindist að niðurfellingu skulda,
skuldbreytingu og hlutafjár-
aukningu”, segir Ófeigur
Gestsson stjórnarformaður
pappírspokaverksmiðjunnar
Serkja sem var úrskurðuð
gjaldþrota í byrjun mánaðarins.
Þeir sem koma til með að
verða helstu kröfuhafar í
þrotabú Serkja eru Iðnlána-
sjóður, Iðnþróunarsjóðut',
Byggðasjóður og Blönduós-
bær sem hefur yfirtekið lán
Búnaðarbanka til Serkja.
Fyrsti skiptafundur hefur
verið ákveðinn 11. nóvember
nk. Bústjóri þrotabúsins
hefur verið skipaður Þorsteinn
Hjaltason lögfræðingur á
Akureyri.
Þreifingar hafa staðið
nokkuð lengi um stofnun nýs
fyrirtækis upp úr rústum
Serkja, er mundi framleiða
innkaupapoka úr pappír. Að
sögn Ófeigs er óljóst hvað úr
því verður, þar sem svar
liggur ekki enn fyrir frá
nokkrum aðilum. Fyrirsjáan-
legt er að Blönduósbær mun
tapa umtalsverðum fjármunum
við gjaldþrotið. Þar sem
skammt er liðið kröfulýsingar-
frests er ekki vitað hve stórt
það verður.
Samkvæmt ársreikningi
voru skuldir Serkja tæpar 96
milljónir um síðustu áramót,
þar af um 68 milljónir
skammtímaskuldir. Serkir
voru stofnaðir árið 1986 af
nokkrum einstaklingum og
fyrirtækjum á Blönduósi,
með þátttöku Byggðastofn-
unar. Stofnhlutafé fyrirtæk-
isins var 30 milljónir.
—KTen?i!! hjDI— Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði
Aöalgötu 26 Sauðárkróki RÉTTINGAR • SPRAUTUN
ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA ^^DKIbilflvcrhlffdi Q 1J—i * 1 SAOOtlHÍD*/ oi?» iioi SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141
BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
SlMI: 95-35519» BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019