Feykir


Feykir - 21.08.1991, Qupperneq 6

Feykir - 21.08.1991, Qupperneq 6
6 FEYKIR 28/1991 Bikarkeppni FRÍII. deild: UMSS upp í fyrstu deild USAH féll í þá þriðju Frjálsíþróttalið UMSS vann glæsilegan sigur í Bikarkeppni FRÍ 2. deild sem fram fór á Varmárvelli í Mosfellsbæ helgina 10.-11. ágúst s.l. UMSS sigraði í deildinni með 144 stigum, á eftirþeim urðu UMSK með 126 stig. Þessi tvö lið keppa því í fyrstu deild að ári. Eins og gefur að skilja voru þetta góðir dagar hjá frjálsíþróttaliði UMSS. íþrótta- fólkið náði góðum árangri í sínum greinum og liðsheildin var sterk. Stemmningin í liðinu var góð og allt gekk upp, þó svo að smávægileg meiðsli hrjáðu einstaka kepp- endur. Klappliðið í stúkunni lét einnig vel í sér heyra og studdi dyggilega við bakið á sínu fólki og hafði það sitt að segja. Frjálsíþróttalið UMSS er ungt og efnilegt og það er vonandi að árangur sem þessi verði öllu fijálsíþrótta- fólki í Skagafirði hvatning til áframhaldandi æfinga og afreka. Þrjú héraðsmet voru slegin á mótinu. Berglind Bjarna- dóttir kastaði 38.46 m í spjótkasti og bætti gamla metið um tæpa 3 metra. Þorsteinn Þórsson bætti sitt eigið héraðsmet um 3 cm er hann varpaði kúlunni 14.72 m. Einnig bætti Gunnlaugur Skúlason sig um tæpa sekúndu í 800 m hlaupi er hann hljóp á 2:00,61 mín. USAH gekk hinsvegar ekki eins vel í Bikarkeppn- inni. Húnvetningar urðu jafnir Borgfirðingum að stigum, en lentu sæti neðar þar sem Vestlendingar sigruðu í fleiri greinum og héldu þessvegna sæti sínu í deildinni, en USAH flyst niður í þriðju deild. Engu að síður hafa Húnvetningar yfir frábærum einstaklingum að ráða. Þannig náðu þau Helgi I. Helgason og hin efnilega Sunna Gests- dóttir mjög góðum árangri. Sunna sigraði í tveimur greinum og Helgi í einni. MITSUBISHI 5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR Búnadur: E3 Dieselhreyfill 0 Tengjanlegt aldrif □ Tregðulæsing á afturdrifi □ Framdrifslokur Verd kr. 1.394.880.- m.vsk. Kjörinn bíll fyrir: □ Vinnuflokka □ Bændur □ Iðnaðarmenn □ Útgerðarmcnn □ Verktaka □ Fjallamcnn E1 A HEKLA LAUGAVEGl 174 SÍMI695500 MITSUBISHI MOTORS ÞRIGGJA. AliA ÁBYRGÐ Fæsi einnig med lengdum palli Kr. 1.534.880 -j- vsk. 302.044 Verd kr. 1.232.836 SÖLUUMBOÐ Á SAUÐÁRKRÓKI KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Lið UMSS sigurvegarar í 2. deild. Þau yngstu á Króksmóti Dagana 24. og 25. ágúst nk. mun hið árlega Króksmót í knatt- spyrnu verða á Sauðárkróki. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk. Þátttakendur verða um 350 frá fjölmörgum stöðum á Norður- landi en einnig koma lið frá Stykkishólmi og Grundarfirði. Alls eru það 32 lið sem hafa skráð sig til þátttöku. Dagskrá mótsins er í mótun en eftirfarandi er nokkuð nærri lagi: Laugardagur 24. ágúst Kl. 10 Setning og knattspyrnu- leikir hefjast. Kl. 16 Öllum þátttakendum boðið i sund. Kl. 19 Grillveisla. Sunnudagur 25. ágúst Kl. 10 Knattspyrnuleikirhefjast. Kl. 15 Úrslitaleikir og verð- launaafhendingar. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. er aðalstyrktaraðili að þessu móti og styður verulega við fram- kvæmdaraðila þess. Einnig munu foreldrar aðstoða við framkvæmd. Að lokum má geta þess að forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun verða á móts- svæðinu á sunnudag. Hvöt í úrslit 4. deildar Hvöt frá Blönduósi tryggði sér um helgina sigur í d-riðli 4. deildar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þar munu Blönduósingar mæta Gróttu frá Seltjarnarnesi, Víkingi, Olafsvík, Ægi frá Þorlákshöfn og nágrenni og Hetti frá Egilsstöðum. Fyrsti leikur Hvatar í úrslitakeppninni er gegn Gróttu syðra nk. laugardag. Seinni part júlí náðu Hvöt og HSÞ b að rífa sig burt frá Kormáki og Neista, sem höfðu fylgt þeim sem skugginn lengi vel. Stefndi í einvígi þessara tveggja liða þar sem Þingeyingar leiddu með eins stigs forystu fram að síðustu umferð, en þá komu nágrannar Hvatar- manna og fjandvinir, Kor- máksmenn, þeim til hjálpar. Kormákur gjörsigraði þá HSÞ b á Hvammstanga 5:0, og komu þær tölur mjög á óvart. Úrslit í leikjum helgarinnar urðu þau, að Hvöt vann SM 3:0, Kormákur UMSE b 5:0 og Neisti og HSÞ b gerðu markalaust jafntefli. Bjarni Gaukur Sigurðsson Hvatar- maður varð markahæstur í riðlinum með 17 mörk, Viðar Sigurjónsson HSÞ b kom næstur með 12, Sigurður Skarphéðinsson UMSE b 11. Páll Leó Jónsson Hvöt og Albert Jónsson Kormáki skoruðu 10 hvor. Tindastóll fallinn Frá því Feykir kom út síðast hefur staða Tindastóls í dcildinni smásaman verið að versna og um helgina féll liðið endanlega niður í þriðju deild. Þrátt fyrir góða baráttu norðanmanna náðu þeir ekki að knýja fram sigur í leik gcgn Fylki svðra, en töpuðu aðeins með eins marks mun 2:3. Fylkismenn komust í 2:0, en Tindastólsmenn náðu að minnka rnuninn undir lok fyrri hálfleiks, þegar Þórður Gíslason skoraði. Fylkismenn náðu síðan að bæta þriðja markinu við um miðjan seinni hálfleik. Sauðkræk- ingar börðust ákaft það sem eftir lifði leikins, eins og þeir reyndar höfðu gert mestallan leikinn. Baráttan skilaði sér síðan með marki Guðbrandar undir lokin. Næsti leikur Tindastóls er hér heima gegn Þrótti nk. föstudag kl. 19.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.