Feykir


Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 3
35/1991 FEYKIR 3 Hilmir í bókasafnið Hilmir Jóhannesson var nýlega ráðinn bókavörður við bóka- safn Sjúkrahúss Skagfirðinga. Sex sóttu um stöðuna. Hilmir tekur við starfinu af Guðmundi Halldórssyni skáldi frá Bergsstöðum sem gengdi starfinu með ágætum til fjölda ára. Guðmundur léstá liðnu sumri. SAMVINNUBÓKIN Nafnvextir 14% • Ársávöxtunl 4,49% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA Náinn afkomandi Sörla til Kína Paul Rask á Blakk. Einn rammur afkomandi Sörla frá Sauðárkróki á heldur betur langt ferðalag í vændum. Sá heitir Blakkur fæddur í Einarsnesi í Borgar- firði undan Sörla 653 og Perlu frá Einarsstöðum sem er undan Leikni Sörlasyni frá Svignaskarði. Blakkur er einn þriggja íslenskra hesta sem halda í mars nk. upp frá Viborg í Danmörku og er lciðinni heitið alla leið til Kína. Aætlað er að hinir tveir dönsku ævintýramenn verði 18 mánuði á leiðinni. Farskjót- arnir verða sex íslenskir hestar, þrír fæddir hér á landi og þrír uppaldir í Danmörku. Um ótrúlegt og erfitt ferðaleg verður að ræða. Það kemur til með að skera úr um hvort íslenski hesturinn alinn upp á erlendri grundu haldi sínum karakter eða bæti jafnvel við. Auk ævintýra- ljómans sem hvílir yfir ferðinni hefur hún margs- konar tilgang, fylgst verður nákvæmlega með heilsufari hestanna og verða líffæra- rannsóknir unnarí samvinnu við Bændaskólann á Hvann- eyri. Að sjálfsögðu verður ferðalagið allt fest á filmur og pappír. Það er Paul Rask 58 ára Dani sem er upphafsmaður ferðarinnar, en hann er mikill áhugamaður um þol- reiðar og hefur átt íslenska hesta síðan 1970. Þegar hann hitti vin sinn Steen Gees Christiansen fyrirnokkru, en sá er formaður íslandshesta- félagsins á Borgundarhólmi, kom Steen með þá uppá- stungu að þeir félagarnir riðu til Sovétríkjanna, en Rask stakk þá upp á Kína og þannig bundu þeir félagar ferðina fastmælum. Þeir gera ráð fyrir að ferðast fjóra daga í einu og hvílast á þeim fimmta, ríða að meðaltali 40 kílómetra á dag. Vegalengdin sem leggja þarf að baki er um 15 þúsund kílómetrar. Reiknað er með að einn erfiðasti hlutinn verði í gegnum Mongólíu veturinn ’92-’93 og er gert ráð fyrir að þar verði höfð tveggja mánaða viðdvöl. „Það verður gaman að fylgjast með hvemig hestarnir standa sig á þessu erfiða ferðalagi”, sagði Sveinn Guðmundsson á Króknum í örstuttu spjalli við Feyki, en Sveinn og Sörli eru æði oft nefndir í sömu andrá. Eins og sjá má voru hrossin vel vot í Víöidalstungurétt. Mynd M.Ó. Réttaö í Víðidalstungu: Smalað eftir almanakinu „Þetta var vægast sagt óskemmtileg smalamennska og vafalaust hefur einhvers staðar orðið eftir. Menn kalla þetta hér að smala eftir almanakinu. Snúið var frá fjallinu, þar sem dimmt var vegna hríðarélja", sagði Júlíus Guðni Antonsson á Þorkels- hóli i Víðidal, en sl. laugardag voru milli 600-700 fullorðin hross réttuð í Víðidalstungu- rétt. Júlíus sagði að veður hefði verið skaplegt meðan réttað var og menn gefið sér það góðan tíma við drátt að réttarstörfum lauk ekki fyrr en um fjögurleytið. Aðsókn í stóðréttina hefur farið vaxandi á seinni árum, en að þessu sinni dró veðurútlit úr áhuga fólks. „Fólk lét af því hvað folöldin væru falleg og það er enginn vafi á því að hrossin eru að batna, enda eru menn farnir að nota þannig gripi til undaneldis. Þetta hefur breyst mikið á seinustu árum. Það er ekki langt síðan að graðhestarnir voru í stóðinu á heiðinni, 10-20 talsins”. Júlíus sagði að eitthvað hefði verið um hrossaviðskipti í réttinni. Allt hefði gengið út og því ekkert boðið upp. Aðeins eitt hefði selst úr söludilknum, en það hefði ábyggilega verið meira um að menn hefðu selt úr eigin dilkum. Hann hefði t.d. sjálfur selt sex. „Það þarf að vera svolítil hreyfing til að gefa þessu lit”, sagði Júlíus.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.