Feykir


Feykir - 09.10.1991, Qupperneq 4

Feykir - 09.10.1991, Qupperneq 4
4 FEYKIR 35/1991 „Orðið alvarlegt þegar menn eru orðnir vonlausir með að ná útvarpi og búið að gefa það frá sér" segir Grímur Gíslason trúnaðarmaður útvarpsins og hiustenda á svæðinu ,,Þetta er Grímur Gíslason á Blönduósi”. Þessi orð heyrir maður nokkuð oft í útvarpsfréttunum, og ekki þarf að efa að velflestir þeir sem fylgjast með fréttum að staðaldri þekkja röddinu um leið og hún birtist á öldum ljósvakans. Grímur karlinn er langelstur núverandi fréttaritara útvarps kominn fast að áttræðu. Hann hefur þjónað sinni stofnun vel í rúm 20 ár og er samt ekkert á þeim buxum að hætta. Þó stundum sé talað um gúrkutíð þegar blaða- og fréttamenn taka viðtöl við „kollega” sína, þá verður ekki sagt annað en tími væri kominn að forvitnast um fréttaritaraferil Gríms og tengsl hans við fólkið á svæðinu í gegnum fréttirnar. Grímur t.h. í góðum félagsskap söngvina í Skrapatungurétt. Bak viö hann er Guðmundur Ingi Leifsson fræðslustjóri, þá Einar Guðlaugsson á Blönduósi, Haukur Pálsson á Röðli, Ragnar Þórarinsson á Blönduósi og Valgarður Hilmarsson á Fremsta-Gili. Mynd MÓ. „Ég hef eignast marga málvini og kunningja í kringum þetta starf. Mér er tekið vinsamlega þegar ég leita frétta. Ég hef ekki orðið var tortryggni og það er mjög mikilvægt í sambandi við fréttaöflunina að hafa með- byr hjá fólki. Það er leiðin að geta sagt satt og rétt frá að fólk sé óhrætt við mann og • tah opinskátt. Ég lít á mig sem trúnaðar- mann bæði útvarpsins og hlustenda á svæðinu, enda hefur verið þónokkuð um að fólk hafi haft samband við mig, sjaldnast þó til að færa mér fréttir; en oft hafa slæm hlustunarskilyrði á svæðinu borið á góma. Það var mér því mjög kærkomið tækifæri þegar ég á dögunum hitti forráðamenn útvaipsins, þegar svæðisútvarpið flutti í nýtt húsnæði á Króknum. En þó svo að ég hafi lagt mikla áherslu á að skilyrðin til móttöku útvarps og sjónvarps á svæðinu yrðu að stórbatna víða, þá er ég svo sem ekkert viss um að rokið verði upp til handa og fóta í bráð. Én ég þarf þó allavega ekki að ásaka sjálfan mig fyrir að hafa ekki aðvarað þá”. Ekki heyrt i útvarpi síöan í fyrravetur Grímur sagði að bóndi einn í héraðinu hefði einmitt hringt í sig fyrir skömmu og kvartað undan miklum truflunum. Það hefði t.d. gerst í miðjum lestri jarðarfaratilkynninga á Gufunni að inn í útsending- una kom dúndrandi graðhesta- músík. „Það er mjög alvarleg ástand í hlustunarmálum hérna víða. Ég veit að menn gera sér alls ekki grein fyrir því og trúa því ekki að óreyndu að það sé svona slæmt. Astandið er orðið alvarlegt þegar menn eru orðnir vonlausir með að ná útvarpi og eru búnir að gefa það frá sér, eins og mér sýnist raunin með sumt fólk hérna. Og ekki lagaðist ástandið eftir febrúarveðrið í fyrra- vetur þegar möstrin á Vatnsenda féllu. Ég veit um bæi þar sem fólk hefur ekki heyrt í útvarpi síðan, ekki til að hafa gagn að því, rétt kannski ómurinn, og borgar svo auðvitað fullt afnotagjald”. Veistu hvað það em margir bæir í sýslunni sem búa við þessi slæmu hlustunarskilyrði? „Nei ég hef ekki gert neina úttekt á því og mér fyndist að sveitarstjórnir í hverjum hreppi ættu að annast það. En þetta eru töluvert margir bæir, sérstaklega inn til dala”. Aldrei fengiö ávítur Aðspurður sagðist Grímur hafa byrjað að vinna að fréttaöflun fyrir útvarpið Hjótlega eftir að hann hætti búskap í Saurbæ í Vatnsdal og flutti inn á Blönduós 1967. „Björn heitinn Bergmann kennari og Vatnsdælingur eins og ég, hafði verið fréttaritari útvarpsins hérna áður. Björn vann mjög nákvæmlega, bar fréttirnar gjarnan undir marga aðila og var því ekki eins afkastamikill fyrir vikið. Þetta byggist á því að fylgjast með því sem er að gerast og setja það síðan á blað. Jú víst á fólk mislétt með það, en þetta hefur gengið alveg ágætlega. Ég hef aldrei fengið ávítur fyrir frétt. Þær eru teknar eins og þær eru, sérstaklega núna í seinni tíð, enda hef ég langa reynslu af því hvað frétt megi vera löng og byggi þær upp eftir því”. Þú ert mikið með fréttir af landbúnaðarmálum? „Já, sem gamall bóndi eru mér þau hugleikin, en ég hef líka fjallað um mörg önnur mál, svo sem fræðslumál og félagsmál. Til dæmis árlega komið með fréttapistil um Húnavöku og hún sjálfsagt ekki fengið öllu betri auglýs- ingu. Óeölilega tuggið af erlendum En ég hef lítið fjallað um íþróttir. Sagt þó forráða- mönnum íþrótta- og ung- mennafélaga að það sé velkomið að ég komi fréttum á framfæri. Þetta hefur ekki verið illa séð, en þeir samt ekki notfæit sér greiðasemina nema að litlu leyti. Og aftur berst talið að sambandi Gríms við fólk gegnum fréttaritarastarfið. „Samskiptin við starfsfólk ríkisútvarpsins hafa verið ákaflega elskuleg. Það er notalegt að hitta sína samstarfsmenn bæði fyrir norðan og sunnan. Hitt er svo annað mál að maður heyrii' það oft frá hlustendum að fólki finnst óeðlilega mikið tuggið af erlendum fréttum í útvarpinu. Því finnst að mætti segja meira frá lífi fólksins í landinu og því sem gerist þar. Meiningin var að svæðisútvarpsstcSðvarnar kæmu þarna á móti og vissulega hafa þær gert það að miklu leyti. En svæðis- stöðvarnar þjóna ekki fullum tilgangi nema velflestir, helst allir á svæðinu nái þeim á útvarpstækin sín”, sagði Grímur. Og auðvelt er að taka undir orð hans þegar heilu svæðin hér í kjördæminu ná ekki Útvarpi Norðurlands. Það heyrist ekki á Hvamms- tanga og nágrenni, ekki heldur í Fljótunum og áður var getið svæða í A.-Hún. sem ekki ná útvarpi. „Mér fannst forráðamenn útvarpsins vera varir um sig. Þeir lofuðu ekki neinu og það er ljóst að um mikinn vanda er að ræða, fyrst að sendingar á sjónvarpsefni um ljósleiðara frá Blönduósi til Hvamms- tanga mundu taka 60% afnotagjalda íbúa á Hvamms- tanga og nágrenni”, sagði Grímur að endingu. Hvammstangi: Nýja dælustööin á Laugarbakka tengd Nýlokið er við að tengja nýju dæiustöðina á Laugabakka við hitaveitu Miðfirðinga. Tilkoma dælustöðvarinnar kemur til með að skapa mun jafnari þrýsting en verið hefur á kerfinu til þessa og stýring á dælum batnar, þannig að nú ætti að vera úr sögunni að vatni sé dælt upp úr jörðinni án þess að not séu fyrir það. Að sögn Bjarna Þórs Einarssonar sveitarstjóra á Hvammstanga var fyrripart sumars lokið við að koma fýrir rennslismælum í bænum. Akveðið hefur verið að gjaldtaka eftir mælum hefjist þó ekki fyrr en um áramót, þar sem rétt þótti að gefa notendunum frest til að gera nauðsynlegar lagfæringar á miðstöðvarkerfum og aðlaga þau rennslismælunum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.