Feykir - 16.10.1991, Blaðsíða 5
36/1991 FEYKIR 5
Anna Kristín Gunnarsdóttir punktar niður hjá sér á fundinum en Viggó Jónsson og Herdís
Sæmundardóttir bæjarfulltrúar framsóknar fylgjast með umræðum.
hafa bæjarstjórnaimenn á
Sauðárkróki ekki. Það er
heldur ekki eftir neinu að
bíða. Brynjólfur Bjarnason í
Granda lýst yfir fyrir stuttu
að fyrirtæki þurfi að vera vel
stödd svo sameining geti
tekist vel. Staða fyrirtækjanna
er ekki þannig í dag krefjist
tafarlausra aðgerða. En hafi
verið mikið í húfi áður þá er
mikið undir nú þegar hver
svartaskýrslan rekur aðra.
Eg skora á heimamenn að
snúa bökum saman, taka til
höndum og láta öll önnum
sjónarmið en velfarnað heima-
byggðarinnar lönd og leið”,
sagði Anna Kristín meðal
annars og gat þess að allar
upplýsingar hefði hún beint
frá forráðmönnum fyrirtækj-
anna og úr árskýrslum.
Almennings-
hlutafélag eini
möguleikinn
Björn Björnsson (D) tók
næstur til máls og sagðist lofa
að nota ekki nema s.s. 1/20
af þeim ræðutíma sem síðasti
ræðumaður notaði. Björn
tók undir orð nafna síns
Sigurbjörnssonar að hluta-
hafafundurinn hafði verið
staður og stund að úttala sig
um málið. Björn lýsti þeirri
skoðun sinni sem hefði verið
að gerjast allt frá því að fyrst
var farið að ræða um að
Skjöldur sameinaðist öðrum
fyrirtækjum, aðsá möguleiki
einn kæmi til greina að stofna
sterkt almenningsfyrirtæki,
þar sem enginn einn aðili
hefði afgerandi stærstan
eignarhlut, og þetta fyrirtæki
kæmist þannig inn á almennan
hlutabréfamarkað.
„Eg tel að svo sé ekki með
sameiningu fyrirtækjanna hér
heima, Skjaldar og Fiskiðjunn-
ar/Skagfirðings, sé ekki að
sameining þeirra geti gengið
og leggst þvj gegn þessari
sameiningu. Eg er hinsvegar
tilbúinn til að endurskoða þá
afstöðu ef að koma inn fleiri
aðilar þannig að þetta
fyrirtæki geti orðið öflugt
útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tæki, sem staðið getur undir
því markmiði sem sett var í
upphafi, komist inn á
hlutabréfamarkað og náð
þannig í aukið hlutafé. Eg tek
því ekki undir orð Önnu
Kristínar að atvinnuöryggi
hér á Sauðárkróki sé best
borgið með sameiningu þessara
fyrirtækja”, sagði Björn
Björnsson.
Pólitískur
hanaslagur
Stefán Logi Haraldsson (B)
taldi ákaflega ósanngjarnt og
laklegt af nöfnunum að
halda því fram að á
hluthafafundinum hafi menn
átt að úttala sig um allt það
sem þeim fyndist um þetta
mál. Fjórir bæjarfulltrúar
hafi verið meira og minna
óvirkir, því þeir hefðu nánast
ekkert verið upplýstir um
málið sökum þess trúnaðar
sem á því hvíldi. Sjálfur hafi
hann talið skynsamlegt að
hlýða á mál manna á
fundinum og heyra hver
þeirra vilji væri. Sér hefði
heyrst sumir fundarmenn
vilja beina málinu inn á
óæskilega braut og stilla því
upp sem pólitískum hanaslag.
„Þann hlut verður að varast
að menn fari enn ogafturinn
á þá braut að tala um
fyrirtæki framsóknar og
sjálfstæðis. Það er óþolandi
og stendur bæjarfélaginu
fyrir þrifum. Það er hins-
vegar ekkert óeðlilegt við það
að Skjaldarmenn leiti eftir
sameiningu eða samvinnu
við Þorrhóð ramma, leiði það
ekki til makaskipta. En með
þetta mál fara stjórnendur
Skjaldai'. Þeir hófu umræðuna,
líklega vegna þess að þeir
óttuðust um framtíð fyrir-
tækisins”, sagði Stefán Logi.
Virðing
bæjarstjórnar
sett niður
Knútur Aadnegaard (D)
forseti bæjarstjórnar kvað
það moldveður sem upp
hefði verið rótað skemma
fyrir þeim viðræðum sem
væntanlega færu fram milli
heimaaðila um þetta mál.
Harmaði hann að trúnaðar-
brestur hefði orðið í málinu,
en ljóst væri að einhvers
staðar hefði fréttamaður
útvarps fengið upplýsingar.
„Það er slæmt fyrir seinni
tíma að þessi staða skuli
koma upp. Mér finnst
virðing bæjarstjórnar og
bæjarráðs hafa sett niður.
Það er að sjálfsögðu meiri-
hluti bæjarstjórnar sem ber
höfuðábyrgð á stjórn bæjar-
ins og þeirri vinnu sem þar
fer fram. Því hlýtur það að
vera mikil ábyrgð að halda
virðingu bæjarstjómar, bæjar-
ráðs og annarra nefnda
bæjarins. Þetta er hvað
alvarlegast í þessu máli.
Ég get tekið undirýmislegt
sem fram hefur komið en er
ekki eins ánægður með
annað. Til dæmist líkaði mér
ekki sú hótun Önnu Kristínar
að ef þau sameiningarmál
sem Skjöldur er í fari ekki
eins og hún vill, þá telji hún
að bærinn eigi að draga
hlutafé sitt úr fyrirtækinu hið
fyrsta. Svona hótanir tel ég
síst til þess fallnar að efla
skilning milli manna. Hins-
vegar er ég sannfærður um að
það eru margir aðilar sem
væru tilbúnir að kaupa
hlutafé bæjarins í Skildi.
Varðandi það líka að það
sé eitthvert sérstakt atriði að
fyrirtækið sé í höndum
heimamanna. Þá skal ég ekki
segja það. Við höfum reynslu
af fyrirtækjum hér í bænum
sem ekki eru í höndum
heimamanna og ég held hún
sé ekki slæm. Það er hægt að
nefna Steinullarverksmiðjuna
og Loðskinn. Þeir sem þar
stjórna leggja áherslu á að
efla sinn rekstur og að
fyrirtækin gangi.
Veröum aö sætta
okkur viö
niöurstööur
Ég held það sé mjög slæmt
fyrir aðila sem eru að ræða
um samvinnu eða samruna
að lenda í fjölmiðlaumræðu.
Við höfum séð það gerast allt
í kringum landið og sú
umræða síst verið til að liðka
fyrir. Hver hluthafí í Skildi
hlýtur að leggja sjálfstætt
mat á hvernig fyrirtækinu sé
best borgið. Við verðum að
sætta okkur við þá niður-
stöðu þegar hún liggurfyrir.
Ég er sannfærður, eins og
fram hefur komið hjá
fulltrúa bæjarins í stjórn, að
stjórn Skjaldar er einhuga í
viðleitni sinni að styrkja og
efla atvinnulífið á Sauðár-
króki og það held ég að sé
grundvallaratriði. Ég tek
undir að málið eigi ekki að
vera pólitískt bitbein, enda
held ég að það sé það ekki.
Varðandi þau ummæli sem
Anna Kristín hafði um
einhvern þingmann Sjálf-
stæðisflokksins, en þeir eru
tveir hérna í kjördæminu, þá
fannst mérþau vera mjög svo
ósmekkleg”, sagði Knútur.
Herdís Sæmundardóttir
(B) tók síðust til máls. Hún
taldi best fara á að Skjöldur
tæki upp samvinnu við
fyrirtæki hér heima, en að
svo komnu máli væri best að
viðræðunefndin réði ferðinni,
en þar á fulltrúi bæjarins í
stjórn Skjaldar sæti. Herdís
taldi samlíkingu Knúts fárán-
lega, þar sem hann nefndi
fyrirtæki í bænum sem ekki
væru í hendi heimamanna.
Það yrði að gá að því að
hvorki Steinullarverksmiðj-
una né Loðskinn væri hægt
að flytja úr bænum, en
togarinn gæti siglt burtu með
kvótann strax á morgun.
t
Jaröarför
Guömundar Valdimarssonar
Bárustíg 3 Sauöárkróki
fer fram í Sauðárkrókskirkju laugardaginn
18. október kl. 11.00 árdegis.
Þeir sem vildu minnast hins látna
er bent á Sjúkrahús Skagfirðinga
Sigurbjörg Sigurðardóttir
dætur, tengdasynir
og barnabörn
SKEMMRIN Á HOFSÓS!
SUNNUDAGINN 20. OKT. KL 14.00 VERÐUR
HALDIN FJÁRÖFLUNARSKEMIVnUN í
HÖFÐABORG HOFSÓSI71L SIYRKIAR
MINNINGARSJÓÐS RAKELAR PÁLMADÓTTUR.
NEMENDUR GRUNNSKÓLANS Á HOFSÓSISJÁ
UMSKEMM71ATRIÐI.
STEFÁN GESTSSON FLYTUR ÁVARP OG
V.H.F. TRÍÖIÐ SKEMMTIR
KAFRVEITINGAR AÐ LOKINNISKEMMTUN
FJÖLMENNIÐ OG STYRKIÐ GOTT MÁLEFNI
STJÓRN MINNINGARSJÓÐSINS