Feykir - 16.10.1991, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 36/1991
Umræður um Skjaldarmálið í bæjarstjórn Sauðárkróks:
„Menn ættu að varast að stilla málinu
upp sem pólitískum hanaslag"
- En málið þrælpólitískt engu að síður
Stefán Logi Haraldsson í ræðustól.
Umdeildasta mál sem komið
hefur á borð bæjarstjórnar
Sauðárkróks á þessu ári er
eílaust Skjaldarmálið svokallaða.
Deilan snýst um þá ákvörðun
stjórnarSkjaldar að leita eftir
samvinnu eða samruna við
fyrirtæki utan héraðs, þ.e.
Þormóð ramma á Siglufirði.
Sjónarmið minnihluta bæjar-
stjórnar og fulltrúa bæjarins í
stjórn Skjaldar er að fyrst
hefði átt að leita eftir
samningum við heimaaðila.
Málið er greinilega mjög
pólitískt, enda forsaga atvinnu-
mála í fiskvinnslu og útgerð á
Sauðárkróki því miður með
því marki brennd, þó svo að
samvinna Fiskiðjunnar og
Skjaldar í gegun US á sínum
tíma hafi að margra dómi
tekist vel. Hinsvegar setja
menn þróun sameiningar-
mála Skjaldar nú í samband
við það sem gerðist fyrir
nokkrum misserum þegar
reynt var að sameina alla
Fiskvinnslu og útgerð við
Skagafjörð undir einn hatt.
Skjaldarmenn treystu sér
ekki í það samstarf, hafa
trúlega óttast pólitíska yfir-
burði framsóknar í því
fyrirtæki og leituðu frekar til
aðila utan héraðs til að
styrkja fyrirtækið. Það er því
auðvelt að gera sér í
hugarlund, að sameininga-
spor á fund Fiskiðjumanna
nú hefðu orðið mörgum
Skjaldarmanninum um megn.
Bókanir á víxl
Miklar umræður urðu um
Skjaldarmálið á síðasta bæjar-
stjórnarfundi, og nokkrir
bæjarráðsfundir þar á undan
höfðu einnig farið í að ræða
málið. Þar höfðu bókanirnar
gengið á vígsl. Anna Kristín
Gunnarsdóttir (G) hóf þær,
af þeirri ástæðu sem fram
kemur í bókun að ekki var
orðið við málaleitan hennar
að fulltrúi Fiskiðjunnar/
Skagfirðings yrði kallaður til
viðræðna við ráðið og
forráðamenn Skjaldar, þar
sem aðilar gætu skipst á
skoðunum um viðhorf sín til
samvinnu eða samruna ftsk-
vinnslu og útgerðar í héraði.
Þá lýsti Anna Kristín því yfir
að hún teldi skyldu bæjarfull-
trúa að stuðla að samvinnu
eða samruna fyrirtækja í
útgerð og fiskvinnslu innan
héraðs, þar sem það mundi
vafalítið styrkja heildarstöðu
veiða og vinnslu í héraðinu.
Staða fyrirtækjanna samein-
aðra yrði allt önnur og betri
gagnvart samvinnu við fyrir-
tæki utan héraðs, heldur en
eins lítils fyrirtækis, þar sem
heimamenn eiga að auki
minnihluta.
Ásökun um
trúnaöarrof
Á næsta fundi bæjarráðs
þrem dögum síðar lögðu
bæjarráðsmennirnir Björn
Sigurbjörnsson, Stefán Logi
Haraldsson og Knútur Aadne-
gaard síðan fram bókun þar
sem þeir töldu alrangt að
bæjarráð hafi ekki talið
ástæðu til að verða við óskum
Önnu Kristínar, hinsvegar
hafi bæjarráð ekki haft tök á
að kalla fulltrúa Fiskiðjunnar/
Skagfirðings fyrirvaralaust á
fundinn. Þá telji bæjarráð að
með bókun sinni hafi Anna
Kristín rofið þann trúnað
sem farið var fram á að um
málið ríkti. í ljósi þess sé
óhjákvæmilegt annað en
létta trúnaði af málinu og
hafi fengist samþykki þeirra
aðila sem óskuðu trúnaðar-
ins.
Þessi bókun leiddi til
annarrar bókunar þar sem
Anna Kristín m.a. neitaði því
að hafa rofið trúnað með
bókun sinni, þar sem ekkert
kæmi þar fram sem ekki
hafði áður komið í fréttum
eða væri á allra vitorði.
Bærinn dragi
hlutafé sitt út
úr fyrirtækinu
Björn Sigurbjörnsson (A)
formaður bæjarráðs gat þess
er hann kynnti fundargerðir
ráðsins, að bæjarráð hefði
markað þá stefnu á fundi 26.
september að ekki kæmi til
greina að fyrirtækið eða
fiskkvóti þess flyttist úr
bænum. Sú niðurstaða hefði
verið kynnt á hluthafafundi
30. september. Sagði Björn
að þar hafi öllum bæjarfull-
trúum gefist tækifæri til að
kynna sín viðhorf til málsins.
Þar hafi verið rétti vettvangur-
inn, rétta stundin.
Anna Kristín spurði hvort
almenningur mætti ekki vita
um hvað væri í húfi. ,,Það
heyrist á máli manna að
eðlilegasta skipan mála væri
að forráðamenn Fiskiðjunnar/
Skagfirðings og Skjaldar
ræddu saman og það er svo
sannarlega mín skoðun. Ég
var spurð að því hvort ég
teldi meiri ástæðu til að
fulltrúi Skagfirðings mætti á
fundinn en fulltrúi annarra
viðræðuaðila. Þeirri spurningu
hefur ekki verið svarað hvers
vegna var ekki fyrst farið í
viðræður við heimamenn
áður en var farið að ræða við
utanhéraðsmenn.
Sauðárkróksbær á 18.7% í
Skildi. Ég hélt að öllum væri
ljóst að tilgangur bæjarins
með að eiga hlutafé í
fyrirtækjum væri að tryggja
atvinnulíf á staðnum. Sýnist
okkur hinsvegar að þannig sé
staðið að verki að atvinnulífi í
bænum sé hætt þá beri okkur
að draga hlutaféð úr rekstri
viðkomandi fyrirtækis.
Áform um
skuttogarakaup
Sauðárkróksbær á einnig
hlutafé í Skagfirðingi og það
er því beint hagsmunamál
okkar að rekstur þess
fyrirtækis sé sem allra bestur.
Mér er kunnugt um að
forsvarsmenn Fiskiðjunnar/
Skagfirðings telja samein-
ingu við Skjöld gefa stórkost-
lega vaxtar- og hagræðingar-
möguleika. Síðan í okt. sl.
hafa þeir lagt niður fyrir sér
ýmsar leiðir, þar á meðal
kaup á frystitogara, sem yrði
einhver mesta vítamínssprauta
fyrir skagfirskt atvinnulíf
lengi. Þeir telja sig ekki hafa
bolmagn einir og hafa þess
vegna ekki aðhafst frekar.
Umræddur frystitogari er ein
ástæða fyrir því að ekki má
láta hlutina bíða alltof lengi,
því hann stendur ekki til
boða endalaust.
Rekstur Fiskiðjunnar/Skag-
firðings hefur stórbatað á sama
tíma og staða Skjaldar er heldur
lakari en í fyna, þó er 22%
niðurskurður i þorski ekki
farinn að hafa áhrif. Ársreikn-
ingar sýna að fyrir hverjar 100
milljónir skilaði Skjöldur 9
milljónum upp í vexti og
afskriftir, á meðan Fiskiðjan
skilaði 18 af hverjum 100.
Fiskiðjan hefur helmingi meira
út úr hverju kílói hráefnis
heldur en Skjöldur. Þetta þýðir
20-30 millj. sparnað árlega í
þessum þætti einum við
sameiningu.
Stórkostlegir
möguleikar
héraösins
Þá er ótalinn sparnaður í
samrekstri í útgerð. Launa-
tekjur áhafnar frystitogara
væru 150-60 milljónir, sem
svaraði til 2-3 steinullarverk-
smiðjum, eða tveim þriðju af
öllum launagreiðslum KS.
Og ekki er verið að tala um að
segja einni einustu manneskju
upp ifískvinnslunni. Sameing
fyrirtækjanna gæfi stórkost-
lega möguleika fyrir héraðið.
Fulltrúi bæjarins í stjórn
Skjaldar hefur ávallt haldið
því fram að það beri að leita
eftir sameiningu fyrirtækja á
staðnum áður en annað er
farið, en hefurgreinilega ekki
mátt við margnum.
Það er skylda okkar að
stuðla að sem farsælastri
uppbyggingu atvinnulífs á
staðnum, síðan getum við
litið til granna okkar hinum
megin við fjöllin. Þingmaður
Sjálfstæðisflokksins getur fært
rök fyrir því að hann hafi
skyldum að gegna við aðra
íbúa kjördæmisins en það