Feykir


Feykir - 16.10.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 16.10.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Upprekstrarfélag Deildardals: Samið um niðurskurð fjár af 12 bæjum 113 milljóna styrkur til Miklalax Byggðastofnun samþykkti á fundi sínum í gær að veita laxeldisstöðinni Miklalaxi í Fljótum 113 milljóna styrk. Þar af er niðurfelling á skuld til stofnunarinnar er nemur 65 milljónum. „Þetta er samkvæmt óskum sem við settum fram fyrir ári um leið og lögð var fram rekstraráætlun fyrir þetta ár. Menn sögðu þá að ef þetta tækist hjá okkur kæmi þetta vel til greina. Það sýndi sig síðan að okkar áætlanir stóðust og því kom þessi afgreiðsla okkur ekkert á óvart”, sagði Reynir Pálsson framkvæmdastjóri Miklalax. Hann sagði jafnframt að afurðaverð væri það sem erfiðast væri við að eiga um þessar mundir, en við það yrði ekki ráðið. „Þetta var seigt og fast en gekk þó”, sagði Jón Guðmunds- son sveitarstjóri Hofshrepps í gærkveldL Sauðfjárveikivarnir funduðu með bændum í gærog gengu frá samningum við 12 bæi í upprekstrarfélagi Deildar- dals um niðurskurð á fjárstofni, alls um 900 ljár. Bóndinn á Grindum í Deildardal var sá eini sem ekki fékkst til að skera. Það er vegna riðu er upp kom á Melstað í Óslandshlíð nýlega sem talið var skyn- samlegast að fara í niður- skurð á öllu svæðinu. Fjárlaust verður því frá Krossi í Óslandshlíð að Brúarlandi í Deildardal næstu tvo vetur. Jón Guðmunds- son sagðist ekki geta sagt um hvort bóndinn á Grindum yrði skikkaður til að halda fé sínu sér, sú krafa kæmi þá frá sauðfjárveikivörnum. Vegna fóðuröflunar í sumar fá bændurnir 90% afurða- bætur næsta haust miðað við 15 kílóa dilk, en hefðu ella fengið 65%, eins og bætur til þeirra verða haustið 1993. Riða staðfest í Víðidal Staðfest hefur verið riðuveiki í sauðfé að Lækjarmóti í V.- Hún. og sagðist Þórir ísólfs- son bóndi þar reikna með að allt fé verði skorið hjá honum nú í haust vegna þessa. Að sögn Benedikts Axels- sonar formanns riðunefndar í Þorkelshólshreppi er þetta sjöundi bærinn sem skorið verður niður á. Riðuveiki hefur greinst á tveimur bæjum í viðbót árin ’80 og ’81 en það var áður en sú reglugerð sem nú er unnið eftir tók gildi og þrátt fyrir eftirlit með fé frá þeim bæjum hefur aldrei greinst kind með riðuveiki þaðan síðan. Sagði hann þetta tilfelli núna mikið áfall þar sem nú er nokkuð liðið frá síðasta tilfelli og menn voru farnir að vona að búið væri að komast fyrir riðuveiki í hreppnum. p* Marska leigð eða seld Það er sjaldgæft að bæjarbúar komi og fylgist með umræðum í bæjarstjórn. A síðasta bæjarstjórnarfundi brá svo við að nokkrir mættu, var þar um að ræða starfsfólk Skjaldar, enda voru málefni fyrirtækisins til umræðu í bæjarstjórn. Itarleg umfjöllun er um þá umræðu í opnu blaðsins í dag. Lauga á Kárastöðum spáir góðum vetri „Ég var einmitt að skoða garnirnar. Mér sýniSt að þetta verði enginn voðavetur. Það verður gott framan af og líklega ekki nema tveir kuldakaflar í vetur, en þeir verða ekki langir”, segir Sigurlaug Jónasdóttir garna- spákona á Kárastöðum í Hegranesi. Oft hefur hún í spádómum sínum farið nokkuð nærri um vetrartíðina. Það er því spurningin hvort að spádómar Sigur- laugar nái að hnekkja áliti þeirra sem segja að harður vetur sé í nánd, og færa þau rök helst fyrir máli sínu að þróun tíðarfars nú sé mjög svipuð og fyrir u.þ.b. 90 árum, en þá féllu saman eitt besta sumar og harðasti vetur er um getur. Sigurlaug telur að tíðarfar verði gott fram að jólum, eigi kannski eftir að grána í rót þangað til, en ekkert sem orð sé á gerandi. „Ætli megi svo ekki búast við kuldakafla um miðjan veturinn og svo hvítnar sjálfsagt eitthvað um páskana”, sagði Sigurlaug. jÁkveðið var í síðustu viku að leita eftir kaup- eða leigu- tilboðum í rekstur Marska á Skagaströnd og hætta rekstri fyrirtækisins í núverandi mynd. Framleiðsla Marska hefur ætíð verið miðuð við útflutn- ing, en markaðsprófanir ekki skilað tilætluðum árangri. „Þrátt fyrir að við næðum ákveðnum árangri í saltfisk- rúllunum á síðasta ári, þá var framhaldið ekki samkvæmt því og olli mönnum Von- brigðum. Það virðast hins- vegar ýmsir hafa áhuga fyrir rekstrinum, og nokkrir aðilar hafa nú þegar sett sig í jSamband og sýnt áhuga. ‘Okkur þætti skiljanlega mestur fengur í því ef einhverjir heimaaðilar slægju til. Hér geta hugsanlega verið um þrjú til fjögur störf að ræða”, sagði Adolf H. Berndsen framkvæmdastjóri Marska. Skagstrendingur hf er einn stærsti eignaraðili í Marska. Framundan hjá því fyrirtæki er mikil fjárfesting í kaupum á nýju skipi og hefur það væntanlega ráðið miklu um að ekki þótti stætt á því lengur að standa undir tapi á rekstri Marska. Skagaskeljarhúsið selt Fyrir helgina var gengið frá næðið við Suðurbraut verður sölu á Skagaskeljarhúsinu nýtt sem aðstaða fyrir útgerð svokallaða á Hofsósi. Fisk- bátanna. Þá segir Uni að veiðisjóður seldi þá hluta- jafnvel koma til greina að félaginu Bergey á Hofsósi nýta þau tæki sem til eru og húsið fyrir fjórar milljónir hefja skelvinnslu í húsinu, króna. fáist vinnsluleyfið sem Fisk- Bergey er í eigu Una iðjan fékk úthlutað á síðasta Péturssonar sjómanns á vori. Hofsósi og fjölskyldu. Hús- —KXenflilt kpl— Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði Aðalgötu 26 Sauðárkróki RÉTTINGAR • SPRAUTUN ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA « mC\ bilQvcrkstgdi ^ » | SAUOtStíOIU -- 0.7, SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519» BlLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.