Feykir - 16.10.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 36/1991
Axel á Gjögri
Frumort mannlýsing byggð
á grein í Feyki nýverið
Axel heitir hetjukarl á Ströndum,
hann fær ellin varla fest í böndum.
Harðstakkaður eins og Björn í Ögri
alla tíð hann hefur tórt á Gjögri!
Þó hann sé að vísu fótafúinn,
fljótt er hann til allra starfa knúinn,
viljinn er svo óskaplega sterkur
að undan lætur sérhver gigtarverkur!
Um borð í sína trillu enn hann álpast,
að því saman kapp og forsjá hjálpast.
Krani hífir karl og bát á sjóinn,
kyssir síðan stefni Húnaflóinn!
Á sjónum er hann sæll og hress í anda
og sér á höfði blessuð fjöllin standa,
með fegurð sína í fægðum spegli Ránar,
því fæst hann ekki í sólarferð til Spánar!
Rúnar Kristjánsson.
Hann unir sér á hafsins breiðu báruin,
á bátnum sækir enn með liuga klárum.
Því sjórinn hefur ætíð aíia gefið
og út á það er hægt að taka í nefið!
Hann skýtur sel og líka fugl á flögri
og fengurinn er metinn heima á Gjögri.
Því hugsun mannsins — hún er tengd
með vissu
við handfæri og grásleppu og byssu!
Menn segja það um Axel gamla á Gjögri
að garpur sé hann eins og Björn í Ögri.
Og fyrritiðar mönnum mörgum líkur
sem myndast seint á götum Reykjavíkur!
Hann tjáir sig og telst í orðum laginn,
og talaði við Jónas hér um daginn
í útvarpinu og alþjóð fékk að vita
að ennþá lifa menn sem þekkja svita!
— að ennþá lifa menn sem þekkja svita!
Njarðvíkingar fengu verðuga keppni
Tindastóll varð að sætta sig við tap í fyrsta heimaleiknum
Hinn ungi Hinrik Gunnarsson og Rondí Robinsson berjast
hér um boltann sem skyggir á andlit Ivans Jonas.
Mynd Pétur Ingi.
Það var hart barist í Síkinu á
sunnudagskvöldið þegar Njarð-
víkingar komu í hcimsókn i
Úrvaldsdeildinni. Þetta varfyrsti
heimaleikur Tindastóls og ef um
forsmckkinn afþvísemkoma skal
er að ræða fá áhorfendur eitthvað
fyrir krónurnar í vetur. Þetta var
mikil harátta, jöfn og spennandi
keppni frá upphaft til enda.
Lyktir urðu átta stiga sigur
gestanna. Mistök við tímavarðar-
borðið þcgar ein mínúta var til
leiksloka kostuðu Tindastól körfu
annars hefði munurinn verið
kominn niður í eitt stig.
Gestirnir leiddu lengst af fyrri
hálfleiknum en munurinn var
aldrei mikill, mest sex stig.
Tindastóll komst yfir 36:35, en
Njarðvíkingum tókst að jafna
41:41 og staðan í leikhléi var
46:44 þeim í hag.
Tindastóll komst yfir í byrjun
seinni hálfleiks 50:46 og skömmu
síðar var staðan 58:52. Gestirnir
jöfnuðu 60:60 og náðu síðan 11
stiga forskoti 73:62. Tindastóls-
menn söxuðu á forskotið og
komust í 78:82 og þannig var
staðan þegar mistökin við
tímavarðarborðið áttu sér stað.
Það var vendipunktur loka-
rimmunnar og lokatölur urðu
86:78.
Það voru tveir menn sem báru
ægishjálm yfir aðra í Tindastóls-
liðinu. Valur Ingimundarson fór
þar fremstur og hélt liðinu
gjörsamlega á floti í leiknum,
sýndi gífurlega baráttu og
skoraði 46 stig 1 leiknum.
Kristinn Baldvinsson fór líka á
kostum var gífurlega duglegur
og snarpur í vörninni og skoraði
13 gullfalleg stig. Karl Jónsson.
Haraldur Leifsson og Hinrik
Gunnarsson komust einnig vel
frá leiknum. Karl skoraði 8 stig,
Haraldur og Einar Einare fjögur
hvor og Ivan Jonas aðeins 3 stig.
Það vakti athygli hversu Ivan
var gjörsamlega ólikur sjálfum
sér í leiknum. Þá var Einar litið
með. lenti snemma í villuvand-
ræðum. Greinilegs misræmis
gætti í dómgæslunni í leiknum.'
Það var eins og Tindastólsmenn
mættu hafa sig minna í frammi í
varnarleiknum, en þeir fengu
dæmdar á sig 28 villur á móti 22
gestanna. Áhorfendur voru um
500 og voru með daufara móti.
Þeir mættu gjarnan taka meiri
þátt í leiknum, voru svolitið
ólíkir sjálfum sér.
Vegna mistaka í myndavali var
röng kona á myndinni með
hljómsveitinni Lexíu í síðasta
blaði. Hér kemur svo hin eina
rétta Elínborg Sigurgeirsdóttir
hljómborðsleikari og söngvari
hljómsveitarinnar.
Frá
Bridsfélagi
Sauðárkróks
Barómeterkeppni félagsins
er lokið. Efstu pör urðu:
1. Ólafur Jónsson/Steinar
Jónsson 81 stig.
2. Kristján Blöndal/Gunnar
Þórðarson 60 stig.
3. Jónas Birgisson/Jón S.
Tryggvason 60 stig.
4. Sigurgeir Angantýsson/
Birgir Rafnsson 27 stig.
Næsta mánudagskvöld verður
spilaður eins kvölds tví-
menningur með forgjöf.
Rétt kona
í Lexíu
ITC - hvað er það?
Hefur þú einhvern tímann
verið stödd/staddur á fundi
eða samkomu, langað til að
koma með athugasemd eða
leggja eitthvað gáfulegt til
málanna, en ekki vitað
hvernig eða þorað að fram-
kvæmda það. Hvað með
fundarsköp? Hefur þú ekki
dáðst að aðila, sem stjórnar
fundum af festu og öryggi og
veit hvernig á að bera sig að
við tillöguflutning?
Alþjóðasamtökin ITC (áður
málfreyjur) eru ein af
Qölmennustu félagasamtökum
heims, sem starfa eingöngu á
fræðilegum grundvelli og án
gróðasjónarmiða. Markmið
ITC er að efla hæfileika til
samskipta og forystu, auka
starfsafköst og styrkja sjálfs-
traust félagsmanna sinna.
ITC-ífa heitir deild sam-
takanna á Sauðárkróki.
Fundir eru tvisvar í mánuði á
starfsárinu sem er frá
september til maí. Ef þú
hefur áhuga á félaginu ertu
hjartanlega velkominn í
hópinn.
Deildum ITC á Islandi er
skipt niður í þrjú ráð og er
ITC-ífa Sauðárkróki í II.
ráði ásamt sjö öðrum
deildum víðsvegar af landinu.
19. október verður haldinn
ráðsfundur á Sauðárkróki og
verða þar saman komnir
félagar úr hinum deildum
ráðsins. Þennan sama dag
heldur deildin síðan stofn-
skrárfund sem er hátíðar-
fundur.
F.h. kynningarnefndar ITC-
ífu.
Linda Nína Haraldsdóttir,
Sigrún Alda Sighvats.
Atak UMFI og
Skógræktarfélagsins
Ungmennaféiag Islands og
Skógræktarfélag Islands standa
fyrir sameiginlegu verkefni
um þessar mundir. Hófst það
um síðustu helgi. Ungmenna-
félagar ganga í hús og bjóða
iandsmönnum að eignast
Skógræktarbókina vandaða
fræðslu- og leiðbeiningabók
prýdda fjölda Ijósmynda og
teikninga sem hentar jafnt
byrjendum sem lengra komnum.
Tilgangur verkefnisins er
tvíþættur og um leið sam-
virkandi: að styrkja starf
félaganna með ágóða af
sölunni, ekki síðurað kveikja
og örva áhuga landsmanna á
trjá- og skógrækt og stuðla
að bættum og markvissan
vinnubrögðum í þeim efnum.
Félögin eiga sér sömu rót
og voru stofnuð á grunni
nýrra hugmynda um þjóð-
frelsi og nýsköpun í landinu.
Sl. sumar hóf UMFÍ stórt
umhverfisverkefni „Fóstur-
börnin” sem standa mun
næstu þrjú árin. Starf
félaganna er á margan hátt
samofið.
Skógræktarbókin var gefin
út sl. vetur í tilefni 60 ára
afmælis Skógræktarfélagsins
og í minnigu Hákonar
Bjarnasonar. Verð bókar-
innar er kr. 3.500.