Feykir


Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 3
37/1991 FEYKIR 3 Dekurdagar á Blönduósi „Hér verður dekrað við fólk bæði í mat og drykk, og það getur hvort sem það vill fitað eða grennt sig. Þá gefst fólki hér kostur á ýmsri þjónustu sem tekur lengri tíma að fá annarsstaðar. Boðið verður m.a. upp á skoðunarferðir um nágrennið með rútum og vélsleðum. Það er ýmislegt sem við hér á Blönduósi teljum okkur geta boðið upp á”, segir Elsa Guðmundsdóttir hótel- stjóri á Hótel Blönduósi. Hótel Blönduós fitjar upp á nýbreytni í vetur og hefst hún strax 4. nóvember. Nýjungin kallast „Dekur- dagar á Blönduósi” og Elsa hótelstjóri hefur fengið vaskan hóp í lið með sér sem er ákveðinn í því að dekra við hótelgesti í vetur. „Þetta verður líkamlegt og andlegt dekur sem við bjóðum upp á og erum sannfærð um að fólki getur liðið hér vel á dimmum vetrardögum. Blönduós er vel í sveit settur til að taka á móti gestum. Það er alltaf fært hingað og snjólétt, þannig að fólk nýtur úti- verunnar svo sem göngu- ferða um nágrennið. Hér er líka sundlaug og við bjóðum upp á leikfimi, jóga, nudd, hand- og fótsnyrtingu og ýmsilegt annað. Þá verðum við með ýmsar uppákomur, tónleika og fleira”, sagði Elsa. Hótel Blönduós mun bjóða allt frá tveggja daga til vikudvalar á Dekurdögum. Fyrir þá sem hug hafa á að mæta er ekkert annað að gera en hringja í Hótel Blönduós í síma 95-24989 og fá sendar um hæl allar upplýsingar. Elsa Guðmundsdóttir hótel- stjóri er 28 ára Reykvíkingur. Hún kom til starfa á Hótel Blönduósi á síðasta vori og sagði að reksturinn hefði gengið vel í sumar, ferða- mannastraumur verið mikill og mikið að gera. „Það er hugur í fólki hér sem stendur í þessu með mér, enda margt hægt að gera”, sagði Elsa að endingu. Röstin sjóklár að nýju Ómar Þór Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Dögunar sagði hráefni hafa verið afskornum skammti eftir óhapp Rastar á dögunum. Rússarækjan sem landað var frystri um verslunar- mannahelgi í sumar endist fyrirtækinu enn. Röstin er nú komin á sjó að nýju, lét úr höfn í fyrradag að viðgerð lokinni. Glæsilegur leikur Tinda- stóls í Stykkishólmi Tindastóll er kominn á sigur- braut í Japisdeildinni í körfubolta eftiröruggan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi sl. miðvikudagskvöld. Tindastóls- menn þóttu leika þennan leik gegn Haukum í Hafnarfírði og Keflvíkingar eitt af stórliðunum í körfuboltan- um mæta síðan í Síkið á þriðjudagskvöldið. Þegar síðan innfjarðar- veiðarnar verða komnar af stað þarf væntanlega ekki að kvíða hráefnisleysi svo fremi sem bátarnir komist á sjó. Nýbúið er að bæta við tveim starfsmönnum hjá fyrirtæk- inu. Fjórtán manns vinna nú í vinnslunni yfir daginn auk fólks sem vinnur á kvöldin og um helgar. Allseru um 70 manns á launaskrá hjá Dögun. Ljóst er að tjónið sem varð á Röstinni, þegar hún fékk á sig brotsjó djúpt út af Norðurlandi um daginn og tæki í stýrishúsi skemmdust, nema jafnvel á annan tug milljóna, þegar tafir frá veiðum eru teknar inn í. Krabbameinsfélag Skagafjarðar hefur gefíð Sjúkrahúsi Skagfírðinga brennsluskurðtæki, sem koma mun að góðum notum bæði við stærri uppskurði og minni, svo sem við að ijarlægja fæðingarbletti og æðarhnúta. Ólafur Ingimarsson formaður krabbameinsfélagsins afhendir hér nafna sínum Sveinssyni yfírlækni tækið sem kostaði á fímmta hundrað þúsund. Þessar duglegu telpur héldu á dögunum tombólu og létu ágóðann 2560 krónur renna til Rauðakrossdeildar Skagafjarðar. Telpurnar eru frá vinstri talið: Margrét Guðmundsdóttir, Kristin María Gísladóttir, Hafdís Einarsdóttir og Hera Birgisdóttir. mjög örugglega, spiluðu langar sóknir þar sem boltinn gekk manna á milli og í vörninni fengu bakverðir Snæfells hvorki tækifæri til að skjóta eða koma boltanum inn á stóru mennina. Það var aðeins í upphafi leiks sem jafnræði var með liðunum. Gestirnir náðu fljótlega góðri forystu sem aldrei var ógnað verulega. Staðan í hálfleik var 40:27 og úr seinni hálfleik má nefna tölur eins og 61:48, 81:63 og lokastöðuna 83:69. Einar Einarsson átti frá- bæran leik fyrir Tindastól. Skoraði 33 stig í leiknum, þar af níu þriggjastiga körfur, og í vörninni tók hann besta mann 2. um^erðar Karl Guðlaugsson svo gjörsam- lega úr umferð að hann skoraði ekki stig í leiknum. Þá náði Ivan sér vel á strik í seinni hálfleiknum, og Krist- inn Baldvinsson og Valur áttu einnig mjög góðan leik. Stig Tindastóls skoruðu: Einar 33, Jonas 25, Valur 15, Kristinn 7, Hinrik Gunnars- son 2 og Karl Jónsson 1. Von var á Skallagrímsmönnum í heimsókn í gærkveldi. Á laugardag leikur Tindastóll SAMVINNUBOKIN Nafnvextir 14% • Ársávöxtun 14,49% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.