Feykir


Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 4

Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 37/1991 Sögulegur fjárrekstur yfir Siglufjarðarskarö Með bættum samgöngum og aukinni flutnings- tækni heyra nú sjálfsagt sögunni til langir fjár- rekstrar þegar fé var fært til slátrunar. Eldri menn margir geyma í hugskoti sínu minningar frá slíkum ferðum, sem sumar hverjar gengu ekki snurðulaust fyrir sig og urðu all sögulegar. Tryggva Guðlaugs- syni fyrrverandi bónda í Lónkoti í Sléttuhlíð og núverandi vistmanni á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu á Sauðárkróki eru minnistæðar rekstrar- ferðir Slétthlíðinga yfir Siglufjarðarskarð. Einhversstaðar þarna í fjöllunum er Siglufjarðarskarð milli Fljóta og SigluQarðar. Tryggvi Guðlaugsson er á innfelldu myndinni. Tryggvi var frægur fyrir landabrugg á bannárunum. Hann var félagslyndur, hafði gaman af gleðskap og að veita vín, en hefur ætíð samt talist til reglumanna. „Oft vorum við með þó nokkur vínföng Slétthlíðing- ar þegar við rákum sláturféð til Siglufjarðar. Það kom líka stundum fyrir að við lentum í erfiðleikum í þessum ferðum vegna veðurs og erfiðrar færðar um ár sem þá voru óbrúaðar, sérstaklega í Fljót- unum. Nokkrar þessara ferða eru mér minnisstæðar af þessum sökum”, sagði Tryggvi og hélt svo áfram: Ráðabrugg við Móskóga Það var árvisst að við áttum rekstur til Siglufjarðar á sunnudegi, daginn eftir réttar- daginn. Eitt haustið hafði tíðin verið sérstaklega góð. Við vorum komnir með féð vel fyrir hádegið í dældina fyrir sunnan Móskóga, en þar var venjan að æja og ráðskast um framhaldið. Hvort halda ætti ósana, Sandós eða Hraunaós, sem var styttri leið en hættulegri, eða fara uppfyrir það sem kallað var, við ósa Flókadals- og Fljótaár. Þegar þetta gerðist var ekki búið að koma kjötbúð- inni á Siglufirði á fót og bændur urðu sjálfir að sjá um sölu á afurðum sínum. Þarna við Móskóga kom upp sú hugmynd, að fyrst að veðrið og veðurútlitið væri svona gott, væri skynsamlegt að þrír úr hópnum, sem í voru sjö menn, færu til Siglufjarðar um daginn að undirbúa söluna daginnn eftir. Hinir fjórir yrðu eftir á Hraunum um nóttina og rækju féð þaðan snemma næsta morgun, þannig að hægt yrði að byrja að slátra því um 10 leytið. Óveðursblikur Komist var að samkomulagi, en til að þetta mætti ganga eftir var ákveðið að einn okkar færi fram í Hamar og fengi landa hjá Hermanni, sem þá var frægur landa- bruggari í Fljótum. Osarnir voru farnir í þetta skipti og rakst féð vel. Það passaði að þegar við vorum að koma upp undir túnið á Hraunum var Pétur á Mýrum að koma framan frá Hamri með fimm flöskur, sem hann hafði fengið hjá Hermanni. Flösk- unum var skipt á milli okkar fimm, þannig að Pétur, Jón á Heiði og Eiður á Skálá sem fóru til Siglufjarðar fengu eina hver og ég og Gestur á Arnarstöðum sína hvor. Skömmu eftir að Siglu- fjarðarfararnir voru farnir af stað varð mér litið til himins, og sá þá greinilegar óveðurs- blikur á lofti og varð þegar Ijóst að ekki var langt í veðrið. Þarna var ég þess vís sem oftar á lífsleiðinni, að það var eins og mér væri gert viðvart. Eg benti Gesti á þetta og sagði það ekkert vit að bíða með féð þar til morguninn eftir. Það varð úr að við lögðum af stað með féð fjórir þó farið væri að rökkva. Okkur sóttist ferðin yfir Skarðið sæmilega í myrkrinu og vorum komnir niður undir bæinn á öðrum tímanum um nóttina. Veöurtepptir í tæpa viku Þá þurfti að vekja sláturhús- stjórann sem var Guðbrandur faðir Gests á Arnarstöðum. Hann varð bálvondur þegar hann var ræstur um nóttina og sagt að við værum komnir með féð, og benti á það sem hinir höfðu sagt þegar þeir voru að þvælast um bæinn um kvöldið, að féð kæmi ekki fyrr en daginn eftir. Við máttum ekki öllu seinni vera því á sjötta tímanum um morguninn brast hann á með brjálaðri norðaustan stórhríð sem létti ekki fyrr en á fimmta degi. Það var auðvelt að selja afurðirnar á mánudeginum og fengu færri en vildu. Fólk var hrætt um að veturinn væri lagstur að fyrir fullt og allt, og því vissara að byrgja sig upp. Við vorum veðurtepptir á Siglufirði alveg fram á laugardag að haldið var heimleiðis. Þá var snjórinn orðinn svo mikill að við urðum að teyma hestana alveg upp í Skarð og vaða snjóinn upp í klof. Þegar við komum upp í Skarðið mættum við Jóni í Tungu foringja Fljótamanna sem þá voru á leið með sinn rekstur yfir. Við komumst svo í slóðina þeirra og aðeins léttist um, en í heild var heimferðin mjög harðneskju- leg. HROSSARÆKTENDUR HESTAMENN! Árið 1993 verður haldið fjórðungsmót á Norðurlandi. Til þess að tryggja árangur þarf undirbúningur að vera markviss og góður. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Tek að mér tamningu og þjálfun kynbótahrossa svo og gæðinga, starfsemin hefst í nóvember. Einnig: — Umboðssala á góðum hrossum — Reiðkennsla Ingimar Ingimarsson Ytra-Skörðugili, Seyluhreppi • Sími: 38142 FELAGSLEG EIGNARIBUÐ HÚSNÆÐISNEFND SAUÐÁRKRÓKS AUGLÝSIR TIL UMSÓKNAR 4RA HERBERGJA FÉLAGSLEGA EIGNARÍBÚÐ Á ÞRIÐJU HÆÐ TIL HÆGRI AÐ VÍÐIMÝRI 6 SAUÐÁRKRÓKI UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 18. NÓVEMBER 1991 NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR STARFSMAÐUR NEFNDARINNAR í SÍMA 35133 Á MILLI KL. 9.00 OG 11.00 UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ LIGGJA FRAMMI Á BÆJARSKRIFSTOFUNNI. Sauðárkróki 22. október 1991 Húsnæðisnefnd Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.