Feykir


Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 23. október 1991, 37. tölublað 11. árgangur STERKUR AUGLYSINGAMIDILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alia virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Sími 35353 ii Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Þeir Kjartan og Stefán Friðrik hefðu betur mátt láta rafgeymana vera, því þeir fengu sýru á sig og gjöreyðilögðu buxurnar. En verður það til frambúðar á Sauðárkróki að rafgeymar séu geymdir á opnu svæði? Rafgeymahaugur á opnu svæði Getur reynst börnum stórhættulegir Safnhaugur með rafgeymum á opnu svæði í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki freistaði tveggja 9 ára drengja í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisfulltrúa hefði átt að vera búið að tæma sýruna af geymunum, engu að síður komu strákarnir heim i gjörónýtum buxum þar sem sýra hafði brennt göt á þær. Um er að ræða stærðar haug á vegum Sauðárkróks- bæjar þar sem geymum er safnað saman til endurvinnslu fyrir Stálfélagið. Gámur er á svæðinu en ennþá hafa geymarnir ekki verið færðir í hann. Sveinn Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi sagðist hafa lagt til að safnhaugur fyrir rafeyma yrðu á brotajárns- haugunum við Gönguskarðsá, þar með yrði þessi mál leyst fyrir allt héraðið. En ekki hefði verið farið að hans óskum. „Þarna hefur það gerst sem við óttuðumst að krakkar kæmust í þetta. Og sýra í augun er það sem við erum langhræddastir við”, sagði Sveinn. Sveinn sagðist hafa sent viðkomandi aðilum á svæð- inu bréf í byrjun september, er hefur að geyma leiðbein- ingar um förgun rafgeyma, svo sem að sýru verði tappað af áðurenþeim verði komiðá safnhauga. Sýran verði sett í plasttunnur og hún hlutleyst með vítissóda. Sveinn telur tvíbent að girða svæði sem þessi af, ef sýran sé fjarlægð af geymun- um megi þessvegna geyma þá í opnum gámi, því þá sé einungis um það að ræða að málmarnir sem í þeim eru geti mengað umhverftð. 1100 fjar skoriö í Víðidal í framhaldi af staðfestingu á riðuveiki í sauðfé að Lækjar- móti í V.-Hún. var ákveðið að slátra öllu fé á tveimur bæjum í viðbót þ.e. að Þórukoti og Víðidalstungu. Er þarna um að ræða alls um 1100 kindur. Samningar þar að lútandi hafa verið undirritaðir af viðkomandi framleiðendum og Kjartani Blöndal fh. Sauðfjárveikivarna og á slátrun að hafa farið fram þegarþetta birtist. Að sögn Benedikts Axelssonar formanns riðu- nefndar mun frumubreytinga hafa orðið vart í heilasýnum úr fé frá Víðidalstungu þó um staðfestingu á riðuveiki hafi ekki verið að ræða. Astæðan mun hinsvegar vera sú að þessir bæirstanda tveir eftir inni á milli bæja þar sem riðuveiki hefur geisað og skorið hefur verið á. Með þessu gefst tækifæri til að hreinsa þetta svæði þannig að minni hætta ætti að vera á að riða komi upp á bæjum sem eru að fá fé aftur. Benedikt vill ráðleggja bændum að halda fé sínu heima eins og hægt er og forðast fjárkaup á milli bæja í hreppnum. Bendir hann á að menn ættu frekar að nota sér sæðingar eða fá hrúta af Ströndum, heldur en kaupa hrúta í nágrenninu. EA. Jón Egill í þekktum listaháskóla í USA Ungur Sauðkrækingur Jón Egill Bragason hóf í haust nám við listaháskólann í Norður-Karólínu- fylki í Bandaríkjunum, en skólinn er meðal virtustu danslistaskóla í heiminum. Jón Egill stundar einn Norðurlandabúa nám við skólann. Gífurlegur fjöldi sækir um námsvist í skólanum á hverju ári. Nemendur þurfa að þreyta inntökupróf sem felast í gerð og flutningi dansa. Þetta inntöku- próf stóðst Jón með glæsibrag. Fullnaðarnám við skólann tekur fjögur ár. Kennd er tjáning, hvernig á að semja dansa og dansatriði og ýmislegt fleira. Nemendur við listaháskólann í Norður-Karólínu eru milli 700 og 800, þar af nokkrir Evrópubúar. Skagaströnd: Niöurrömmun stál- þils langt komin Hamarshögg hafa dunið á Skagaströnd undanfarið, og þung eru höggin þau eins og Hólamanna forðum. Það er nefnilega verið að reka niður stálþil við suðausturgarðinn, rúmlega 90 metra breitt og er reiknað með að verkið verði langt komið í lok þessarar viku. Suðausturgarðurinn var lagður í sumar og myndar hann vörn fyrir gömlu löndunarbryggjuna, þar sem stöðugt skolaði út uppfyll- ingu og er bryggjan orðin mjög illa farin. Niðurrekstur stálþilsins er samvinna aðila frá hafnarmálum og heima- manna. Byrjað var að reka niður fyrir tæpum hálfum mánuði og er nú verið að ramma við garðinn innan- verðan. feykjur Kindur til gróöur- verndar og gatnageröar I skemmtisiglingu kring- um Vestmannaeyjar með fulltrúa bæja- og héraðs- fréttablaða í tengslum við aðalfund samtakanna um síðustu helgi, vakti mikla lukku þegar Hermann Einars- son fréttahaukur í Eyjum brá sér niður í stýrishús og út á þilfarið hljómaði söngur: „Balihæ, balihæ....” óður til draumaeyjunnar úr þekktri ævintýramynd. Draumaeyjan hans Hermanns er Bjarnarey. Þangað út fluttu eyjarskeggjar kindur fyrir 10 árum þegar gróðureyðing blasti við vegna óræktar, svo sem sinu sem fúnaði og blés upp. „Eftir að rollurnar komu þarna út hefur gróðurfar á eynni gjörbreyst, og það er hið mesta rugl að kindin valdi gróðureyðingu. Hér í eyjum notum við rollurnar einkum til tveggja nytsamlegrahluta, til gróðurverndar og gatna- gerðar”, sagði Hermann. „Stelliö" varö eftir Það er húmor í Eyja- mönnum eins og sést vel á sögu sem varð til í kringum gosið. Þegar gamla fólkið á elliheimilinu var flutt til meginlandsins, komust þeir á fastalandinu að því að það væri þá ekkert skrök að Vestmannaeyingar töluðu allt öðruvísi en aðrir Islendingar. Það væri gjörsamlega von- laust að skilja þetta gamla fólk úr Eyjum. Þegar betur var að gáð reyndist skýringin á þessu sú að í flýtinum hefðu fölsku tennurnar gleymst á elliheimilinu. Unglingspilti var falið að nálgast gómana og senda þá með fyrstu ferð. Það gekk eftir en eitthvað hafði unglingurinn ekki náð boðun- um fullkomlega þvt einn stór plastpoki geymdi alla góm- ana. Nú var farið að máta og tók það sinn tíma, en að lokum þótti hver gómur henta kjafti. Svo undarlega vildi til að maður einn sem ekki hafði sagt orð í ein 15 ár fékk nú málið svo að um munaði, en konu hans sem hafði talað fyrir þau bæði varð orðfátt. Gosið virtis hafa haft mikil áhrif á gamala fólkið. Þegar maðurinn hafði talað stans- laust í tvo tíma, heyrðist loksins í gömlu hans. „Nú skil ég. Þú hefur fengið góminn minn”. GÆDAFRAMKOLLUN N GÆDAFRAMKOLLUN BÓKABÚÐ BRYKUARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.