Feykir


Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI í lok héraðsfundar Skagaljarðarprófastsdæmis um fyrri helgi voru vígslubiskupshjónin Sigurður Guðmundsson og Aðalbjörg Halldórsdóttir kvödd formlega. I hófinu sem fram fór á Löngumýri að viðstöddum prestum prófastsdæmisins, formönnum sóknarnefnda og mökum þeirra var afhent gjöf frá prófastsdæminu með þakklæti fyrir samstarfið. Hjálmar Jónsson prófastur afhendir hér þeim Sigurði og Aðalbjörgu áletraðan veggplatta gerðan af keramiklistakoiyj^j Onnu Sigríði Hróðmarsdóttur í Varmahlíð. Fjölmenni við vígslu nýju kirkjunnar á Skagaströnd Það var hátíðarsvipur yfir Skagaströnd á sunnudaginn þegar nýja kirkjan var vígð að viðstöddu fjölmenni. Fullt var út úr dyrum og þurftu margir | Hólaneskirkja hin nýja, helgidómur sem nýtast mun vel í safnaðarstarfi í fram- tíðinni. að standa, er álitið að um 400 manns hafi verið viðstaddir hátíðardagskrána sem stóð í tvo tíma. Að henni lokinni var öllum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Fellsborg. „Það ríkir ánægja og gleði hér á staðnum með kirkjuna. Fólki finnst hafa tekist vel til bæði úti og inni, hér hafi tekist að skapa einstakan helgidóm sem nýtast muni vel í safnarstarfi í framtíðinni”, sagði séra Egill Hallgrímsson sóknarprestur á Skagaströnd. Það var biskupinn herra Olafur Skúlason sem vígði kirkjuna og annaðist altaris- þjónustu ásamt sóknarpresti sr. Agli. Allir prestar Húna- vatnsprófastsdæmis voru við- staddir og þrír prestar sem þjónað hafa áður á Skaga- strönd: séra Pétur Þ. Ingjalds- son, Oddur Einarsson og Ægir Sigurgeirsson. Þá voru Bolli Gústafsson núverandi vígslubiskup og Sigurður Guðmundsson fyrrverandi vígslubiskup viðstaddir at- höfnina. Tónlistarflutningur var mikilL Kirkjukór Hólaneskirkju söng ásamt félögum úr kirkju- kórnum á Blönduósi við undirleik Julian Hewlett, en eftir hann var flutt frum- samið tónverk fyrir orgel og flautu tileinkað kirkjunni. Rosmery Hewlett og Skarp- héðinn Einarsson tóku einnig þátt í tónlistarflutningi. Jóhanna Linnet söng ein- söng og Kristján Hjartarson flutti hátíðarljóð er ort var í tilefni vígslu kirkjunnar. Innfjaröarrækjan a Skagafirði: Minna magn en undanfarin ár Leyfö 400 tonn Rækjumiðin á Skagafirði voru rannsökuð í síðustu viku. I ljós kom að heldur minna er um rækju nú en undanfarin ár en hinsvegar er hún ágætlega stór víðast hvar. Lagt er til að leyfð verði veiði 400 tonna á vertíðinni í vetur. A þeirri síðustu var leyft að veiða 500 tonn. Fjórir bátar verða á rækjunni í vetur og eru að hefja veiðar. Það eru Jökull, Sandvíkin og Þórir frá Sauðárkróki og Berghildur i stað 500 í fyrra frá Hofsósi. Jónbjörn Pálsson fiski- fræðingur hjá hafrannsóknar- stofnun var um borð í Jökli þegar miðin voru rannsökuð. Jónbjörn segir frekari upp- lýsingar fáist með veiði- skýrslum og eins og vanalega verði leyfi endurskoðuð í janúar. Hann átti samt ekki von á því að bætt yrði við kvótann á þessari vertíð eins og stundum hefur gerst, t.d. í fyrra þegar kvótinn var aukinn úr 300 í 500 tonn. Sauðárkrókur: Búfjárhald bannað í bænum eftir tvö ár Bæjarráð Sauðárkróks hefur fjallað allnokkuð um búijár- hald í bænum á fundum sínum undanfarið. Nú virðist Ijóst að það bannað á deiliskipulögð- um íbúðar- og atvinnusvæðum í bænum eftir 1. október 1993, búfjárhald á Móunum ofan Nafa verði leyft áfram fyrst um sinn. Jarðeigna- og búfjárnefnd setur sig ekki á móti þessum ráðahag. Bera átti upp tillögu þessa efnist á bæjarstjórnarfundi í gær og bentu líkur til að hún yrði samþykkt. Bæjarsjóður hefur varið drjúgum upp- hæðum til kaupa á húsum og lendum tómstundabænda í bænum á undanförnum árum. Ljóst er að enn verður að opna pyngjuna á næstu árum þar sem býlin eru talsvert mörg neðan Nafa, þrátt fyrir að hestamenn hafi verið að fiytja sig niður á Flæðarnar á undanförnum árum. Samkvæmt forðagæslu- skýrslum voru á síðasta vetri á Sauðárkróki 473 hross og 257 sauðkindur. HCTen9í»l Iií>- Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTl- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519- BlLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN jQKlbiloverhlgdi SÆMUNDARGÖTU - SÍMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.