Feykir


Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 23.10.1991, Blaðsíða 5
37/1991 FEYKIR 5 Þá strunsuðu þrifalegar búverka- konur með pilsaþyt um bæjargöng Það er ekki ofsögum sagt af því að allt er forvitniiegt í mannlífinu. Það vekur margt umhugsun varðandi mannver- una og þroskaferil hennar í straumi tímans. Eitt af því sem blasir við augum manna hvort sem það er á Skagaströnd eða annarsstaðar, er að konur ganga almennt í buxum! Þetta er mjög athyglisvert með tilliti til þess að í eina tíð var það talin hin mesta hneisa að konur létu sjá sig í buxum og þarf raunar ekki að fara langt aftur í tímann varðandi það. Mér þótti rétt að skoða þetta mál ofurlítið og í þessum pistli ætla ég því að fara nokkrum orðum um baráttu kvenna fyrir þvi að fá að ganga í buxum! Raunar er þarna um mjög merkilegt rannsóknarefni að ræða, sem þyrfti að þaulkanna og fræðilega ritgerð um þetta mál yrði þarft innlegg til kvennasögusafns íslands. Ég vil í upphaft nefna það hér aðsú var tíðin að konur gengu almennt í pilsum og voru þau oft ærið fyrirferðarmikil og jafnvel í nokkrum lögum hvert utan á öðru. Þá strunsuðu þriflegar búverkakonur um bæjargöng með þeim glæsibrag og þrótti að inn í mál okkar kom hið fagra orð „pilsaþytur”. Skömmin sást ekki Ekki þótti við hæfi á þeim tímum að konur væru í buxum — nema þá innanundir þar sem skömmin sást ekki. Þannig var tíðarandinn. Varðandi þetta mál kemur fram athyglisverð frá- sögn í Laxdælu. Guðrún Osvífursdóttir brigslar Þórði Ingunnarsyni með því að spyrja hann hvort það væri satt að Auður kona hans væri jafnan í brókum og setgeiri í og vafið spjörum mjög í skúa niður, eins og það er orðað. Taldi Guðrún rétt að Auður fengi kenningar- nafn af þessu og yrði framvegis kölluð Bróka-Auður. í framhaldi af þessum orðaskiptum fylgdi það að Þórður nefndi sér votta og sagði skilið við Auði konu sína í heyranda hljóði að Lögbergi og fann henni það til saka að hún skærist í setgeira- brækur sem karlkonur! Ekki var farið vægilega að konunni, enda fékk Þórður að finna að henni var ekki létt í skapi eftir skilnaðinn. Trúlega hefur þetta mál verið mikið rætt á þeim tíma og vafalítið sýnt konum fram á það, að ekki væri með öllu hættulaust að íklæðast buxum. En svo liðu ár ogaldir og litlar framfarir urðu í þessum efnum. Þó komu stundum fram á sjónarsviðið konur sem unnu öll verk að jöfnu við karla, þar með talið að róa. Þá fóru þær auðvitað í skinnföt eins og karlarnir, því ekki voru skinn- pils fyrir hendi af skiljanlegum ástæðum. Bína á buxunum Þuríður formaður og aðrar hetjukonur fyrri daga hafa þó varla verið mjög kvenlegar þar sem þær sátu skinnklæddar á þóftum áraskipanna gömlu og supu hregg. En þær skiluðu verkum sínum og þar var reyndar ekki spurt um kynferði, heldur kraft og seiglu. En svo kom fram á þessa öld og enn voru konur yfirleitt litnar hornauga ef þær dirfðust að sýna sig á buxum. En þó var tekið að rofa til í svartnætti fordómanna og byltingin í nánd! Ég hef sannfrétt að ein ágætiskona á Hvammstanga sem Jakobína hét og látin er fyrir nokkru hafi verið ein af þeim konum sem brutu ísinn í þessum efnum. En hún kynntist ýmsu í því sambandi. Hún var uppnefnd og kölluð ,,Bína á buxunum”! Sömu viðhorf virt- ust í fullu gildi og réðu gagnvart Auði kynsystur hennar 900 árum fyrr. Sést á því að ekki hafði miðað mikið í frjálsræðis- átt, eftir allan þann tíma varðandi buxnafrelsið. Samtaka- mátturinn sterkur í setgeiranum Ýmsir karlrembugaukar halda því jafnan fram að konan sé kvenlegri og álitlegri ef hún er í pilsi eða kjól. Slíkt er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. En kjami málsins er þó sá að konan er kona hvort sem hún er í buxum eða án þeirra. Það er náttúrulega innihald buxnanna sem skiptir þarna höfuðmáli. Askrifendur góðir! Vinsamlegast greiðið heimsenda gíróseðla fyrir áskriftargjöldum hið fyrsta Feykir Það hljóta allir að viðurkenna. En einhvern tímann um miðja þessa öld eða þar um bil, var kvenþjóðin búin að tileinka sér buxurnar og afleggja pilsin að miklu leyti. Það voru mikil umskipti og í raun og veru upphaf nýkvenfrelsishreyfingar- innar. Þá hljóp fjörkippur í alla frelsis- og framfarasókn kvenna, því um leið og þær fóru í buxurnar, fundu þær fyrir samtakamættinum! Hann var svo sterkur í setgeiranum! Það er von mín að þessu máli verði einhversstaðar gerð gleggri og betri skil, því eins og gefur að skilja er ekki svigrúm í Feyki til að kryfja þetta efni til mergjar á fræðilegan hátt. Fólk ætti þó að hugleiða þetta mál og konur alveg sérstaklega þar sem frelsisbarátta þeirra er að hluta til saumuð föst við þetta ævagamla réttinda atriði. Rúnar Kristjánsson ■ 'v

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.