Feykir


Feykir - 30.10.1991, Page 6

Feykir - 30.10.1991, Page 6
6 FEYKIR 38/1991 Útvarpað frá bæjar- stjórnarfundum Nú hefur verið lögð fram sú tillaga í bæjarráði Sauðár- króks að öllum fundum bæjarstjórnar verði útvarpað. A þessari stundu er ekki Ijóst hvaða afgreiðslu tillagan hlýtur. Full ástæða er þó til þess að velta kostum þess og göllum fyrir sér. Hvað mælir með að fundum verði útvarpað? Mjög margt. Með því eykst stórlega upplýsingastreymi stjómmálamanna til almenn- ings. Það hefur lengi verið talað um fámenni á fundum bæjarstjórnar og ekki að ósekju. Fyrir utan frétta- menn má heita að tveir bæjarbúar sæki fundina reglulega. En hversvegna? Sumir halda því fram að fólk hafi áhuga á pólitík. En er skýringin svo einföld? Astæðan er miklu frekar sú að almenningur hefur ekki vanist því að fylgjast með á þennan hátt, lætur upplýs- ingar fjölmiðla nægja. Þá er ekki ólíklegt að vinnandi fólk gefi sér ekki tíma til að sækja fundi. Eldri borgarar sem vilja fylgjast með eiga erfitt með að komasj ferða sinna þegar vetrar. Útvarpið gæti því sem best komið til móts við þetta fólk, því auðvelt er að hafa það opið og hlusta þó fólk sé að störfum. í annan stað er næsta víst að með opnun bæjarstjórnarfunda á þennan hátt verða allir þeir sem vilja. betur upplýstir um bæjarmálin og eiga þannig auðveldara með að taka afstöðu til einstakra mála og hafa áhrif á gang þeirra. Þá ætti einnig að verða auðveld- ara að gera upp hug sinn við kosningar. Ekki má gleyma þeirri staðreynd aðbæjarfull- trúar þessa bæjar hafa ekki séð ástæðu til þess að hafa opna viðtalstíma fyrir almenn- ing eins og tíðkast víða annars staðar. Hvað mælir gegn útvarpinu? Frekar fátt ef nokkuð. Helst er til að taka að stjórnmála- menn gætu fundið út að kostnaðurinn væri „of mikill”. Þá gætu þeir einnig fundið sig knúna til þess að draga fundina á langinn með löngum ræðuhöldum. En þegar upp er staðið er það yfirleitt á kostnað þess sem talar. Stöndum vörð um lýðræðið Það er skylda hverrar þjóðar sem vill uppfylla kröfur lýðræðisins að búa þannig um hnútana að allir geti notið þess. A tímum hraða og mikilla ákvarðana er rík ástæða til þess að standa vörð um lýðræðið og miðla upplýsingum til almennings á hlutlausan hátt og hvað er þá eðlilegra en að útvarpa bæjarstjórnarfundum? Lýðræðissinni. Sigur á Skallagrími og naumt tap gegn Haukum Tindastólsmenn þurfa ekki að skammast sín fyrir frammi- stöðuna í úrvalsdeildinni í síðustu viku. Þeir sigruðu Skallagrímsmenn örugglega í Síkinu á þriðjudagskvöldið 107:85, en töpuðu síðan naumlega fyrir Haukum syðra á laugardaginn, 103:106. Tindastóll var með sex stiga forskot þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Haukarnir skoruð þá fimm stig úr sömu sókninni, fengu vítaskot eftir heppnað þriggja stiga skot. Baráttan á lokamínútunum var æðisleg en Tindastólsmenn höfðu ekki heppnina með sér. Þeir urðu líka fyrir því óláni að Karl Jónsson einn sterkasti maður liðsins meiddist í leiknum og verður líklega frá keppni fram að áramótum. Valur Ingimundarson var drýgstur í stigaskorinu í firðinum, gerði 27 stig, Ivan Jonas 26, Haraldur Leifsson 24. Tindastóll hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik gegn Skallagrími og var staðan í hálfleik 64:36. Gestirnir söxuðu síðan á forskotið í seinni hálfleiknum en sigur Tindastóls var þó aldrei í hættu. Valur Ingimundarson skoraði 35 stig fyrir Tinda- stól, Einar Einarsson 20, Ivan Jonas 19, Haraldur Leifsson 15, Karl Jónsson og Kristinn Baldvinsson 8 hvor og Hinrik Gunnarsson 2. Tindastóll átti leik gegn Keflavík í Síkinu í gærkveldi. Framundan er þriggja stiga hlé á keppni í Japisdeildinni vegna utanferðar landsliðsins. Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir frá Bæ Fædd 8. janúar 1902 Dáin 9. október 1991 Móöurkveöja Hér sit ég hljóð/ur og þakka þér. allt það sem hefurðu gefið mér, ást og von og traust og trú, með trega í hjarta kveð ég nú. Hjá minni vöggu vaktir hljóð, um vanga straukstu, blíð og góð, þerraðir tár af kaldri kinn og kyrrðir reiðan huga minn. Frá því mild við móður kné, ég montin/inn fyrstu sporin sté, mig ávallt hefur styrkt og stutt, og steininum oft út götu rutt. Þú kenndir mér um rangt og rétt reglu að halda, væri hún sett. Að standa við orð væri stolt hvers manns, og stöðugt leita í bæn til hans. Þú varst mér ,,borg á bjargi traust”, er brotnaði aldrei sterk og hraust, þó sumt ég gerði er gramdi þig, þú gast samt oftast skilið mig. Á stóru búi starf var nóg, þú stjórnaðir með festu og ró. Öllum þínum vörn þú varst, á vopnin jafnan klæði barst. Þú elli mættir stolt og styrk. þó stund væri oft af kvölum myrk. Sem hetja um síðir hélst á braut, og hræddist ekki dauðans þraut. Nú langri ævi lýkur hér, lagt til hvíldar holdið er, í helgan reit á heimaslóð, þar hafið kveður sorgar óð. Kveðja frá börnum og barnabörnum. Bókhlaða en ekki stjórnsýsluhús í 35. tölublaði Feykis sem út - kom 9. október er smágrein innrömmuð á for- síðu með fyrirsögninni: „Ríkið kaupir stjómsýsluhúsið”. Þar er átt við að ríkið hafi keypt hluta af húsinu nr. 33 við Hnjúkabyggð á Blönduósi. Þetta hús hefur aldrei heitið né verið kallað „stjórnsýslu- hús” heldur „Bókhlaðan”, enda byggt fyrst og fremst yfir héraðsbókasafnið og héraðsskjalasafnið, að mestu á árunum 1972 - 1974. Sýslusjóður A.-Hún. og sveitarsjóður Blönduóss byggðu húsið. Eignarhlutföllin voru þessi: Blönduós átti 42% vegna héraðsbókasafnsins og sýslusjóður sama hlutfall vegna bókasafnsins og auk þess 16% vegna héraðs- skjalasafnsins. Þó var fjárframlag þessara aðila ekki hátt, því byggingin var að mestu leyti fjármögn- uð með lánum sem svo verðbólgan og leigutekjur greiddu. Kjallari hússins eða jarð- hæð var strax innréttuð og fluttist lögreglustöðin inn í austurenda hans 1974 og héraðsbókasafn og héraðs- skjalasafn í vesturendann en héraðsskjalasafnið hefur nú það húsnæði alveg fyrir sig eftir að bókasafnið var flutt upp á 2. hæð hússins. Til þess að auðvelda frágang kjallar- ans greiddi ríkið leigu fyrir fangaklefana 10 ár fram í tímann. Því næst var hæðin, þar sem nú eru skrifstofur, innréttuð og leigutekjurnar notaðar til þess að greiða af lánum vegna byggingarinnar. Efsta hæðin eða 2. hæð hennar var svo leigð Pólar- prjóni hf í nokkur ár gegn því að hún yrði innréttuð. Þar var saumastofa fyrirtækisins. Þegar þeir samningar runnu út var bókasafnið flutt upp.' Þótt allt húsið hefði verið tekið í notkun var eftir að múrhúða það og mála og ganga frá lóð. Til þessa voru leigutekjurnar notaðar, svo og til þess að styrkja rekstur safnanna með því, að greiða Ijós, hita og ræstingu að hluta. Auk þess að útvega þeim ókeypis húsnæði. Húsið var með öðrum orðum byggt sem safnahús og sérstök hússtjórn kosin. Útleiga hússins varnauðsyn- leg m.a. vegna þess að það var byggt „við vöxt”, en nú þrengir að bókasafninu á efri hæðinni og það þarf á auknu húsrými að halda. Skjalasafnið hefur enn nægi- legt rými. Að framansögðu sést að hér var um safnahús, bókhlöðu að ræða enda alltaf kallað því nafni, en aldrei kallað stjórnsýsluhús. Jón Isberg. Saknaðarljóð Sláttumaður orfi og ljá dauðans vopnum beitir, ávallt birtast óvænt þá ástvinum er hjörtun þrá. Skapamunstrið ofið er löngu áður en fæðumst vér, hvaðeina sem gert er hér fléttað er með helgum þræði. Strokum þeim er lífi ljá lití dýrð og fegurð guðleg hönd þar stjórna má pennsli þeim er verkið fæðir. Lífsins gáta óleyst er, okkur ekki er ennþá treyst til að nema af sannri þrá þau undursömu fræði. Brimsölt tár á hvarmi brenna, sorgin nýstir hrjáðan hug hverju er þar um að kenna? á harmi aldrei vinnum bug. Undin opnast sérhvert sinn þegar dauðann ber að garði. Lífsins logi lítill slokknar, djúpu hjartasári blæðir. Vinur liggur, stjarfur, stífur, brostin augu, nábleik húð. Andinn frjáls um alheim líður á næstu dyr mun bráðum knúð. Sigríður Stefánsdóttir. (Höfundur er hjúkrunarfræð- ingur á Hofsósi).

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.