Feykir


Feykir - 30.10.1991, Page 8

Feykir - 30.10.1991, Page 8
Oháð fréttablað á Noröurlandi vestra 30. október 1991, 38. tölublað 11. árgangur STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Sími 35353 ii Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Bæjarráð Sauðárkróks: Tillaga um að útvarpa frá fundum bæjarstjórnar Borin hefur verið upp tillaga í bæjarráði Sauðárkróks af bæjarfulitrúum framsóknar, þess efnis að útvarpað verði frá bæjarstjómarfundum. Fjöl- brautaskólanemar segjast gjaman vilja útvarpa beint frá hæjarstjórnarfundum, en Rás Fás reið á vaðið í haust með beinar lýsingar frá útileikjum Tindastóls í Japisdeildinni. Bókanir nefnda og ráða bæjarins komu enn einu sinni til umræðu á bæjarstjórnar- fundi í síðustu viku. Anna Kristín Gunnarsdóttir (G) gagnrýndi að bæjarráð skilaði ekki skýrslu um för sína til Reykjavíkur á dögunum þegar haldið var á fund Ijárveitingavaldsins, en utan dagskrár fundað með for- ráðamönnum flugmálastjómar, vita- og hafnarmála og vegagerðar ríkisins. Anna sagðist af tilviljun hafa frétt af þessu, og eins þyrfti að taka til endurskoðunar hvað bókanir funda væru yfir- borðskenndar og lítið upp- lýsandi fyrir hinn almenna bæjarbúa. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri sagði ekkert nýtt að menn óskuðu eftir ferðaskýrslum. Þetta gerðist yfirleitt einu sinni á kjör- tímabili og eftir það tækju menn sig til og skiluðu skýrslum en fljótlega fjaraði pennagleðin út og í sama farið sækti að nýju. Snorri sagði alveg ljóst að bókanir af fundum segðu oft á tíðum ekki mikið um það sem gerðist á fundinum og gætu verið mun ítarlegri. Ef menn vildu nákvæmari bókanir þá væri ekkert annað en óska eftir því hjá viðkomandi nefnd eða ráði. Varðandi fundina með nugmálastjórn, vita- og hafnarmálum og vegagerðinni sögðu þeir Stefán Logi (B) og Snorri Björn að bæjarráðið hefði verið að nýta tímann í Reykjavík. Vissulega hafi verið fengur að fundi með þessum aðilum, þó svo ekkert fréttnæmt hefði komið út úr þeim. Þessar byggingar gætu verið í fátækrahverfi einhverrar stórborgarinnar, en þetta eru peningshúsin á Kambinum. Reikna má með að bráðlega heyri þessar byggingar sögunni til þar sem búfjárhald verður bannað á Króknum neðan Nafa eftir 2 ár. Rollubændur vilja að fjárborg verði skipulögð í nágrenni bæjarins, þar sem þrengi að rollubúskap á Krók. Framsóknarmenn í bæjarstjórn: Vilja lýsa upp „Þingvallahrmginn" , JJaejarstjórn Sauðárkróks beinir því til veitustjórnar að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1992 verði gert ráð fyrir fjármagni er tryggi lýsingu Sauðárkróksbrautar frá gatna- mótum Siglufjarðarvegar að gatnamótum Skagfirðingabrautar og verkinu verði lokið haustið 1992”. Bæjarfulltrúar framsóknar vilja lýsa upp þennan hluta hringsins kringum Sauðár- feykjur Auglýsing og umferöaröryggi Körfuknattleiksdeild Tinda- stóls hefur sótt um leyfi til uppsetningar auglýsingaskiltis á suðurhlið íþróttahússins. Byggingarnefnd hefur hafn- að erindinu og leggur til grundvallar þrjár forsendur: umferðaröryggi, fordæmis- gildi og útlitsbreytingu. Að venju hlítir bæjarstjórn niðurstöðu fagnefnda bæjar- ins. Ljóst er engu að síður að skiptar skoðanir eru innan bæjarstjórnar um málið, og til kasta þeirra kann að koma þar sem líklegt má telja að málið verði tekið fyrir að nýju. Herdís Sæmundardóttir (B) sagðist fallast á rök byggingarnefndar gagnvart umferðaröryggi. Þarna sunnan við væri um umferð gegnum skólahverfi að ræða og mörg börn á ferðinni. Ódýr hraöahindrun Knútur Aadnegaard (D) sagði að á grundvelli þessa yrði líklega að endurskoða leyfi fyrir tveimur auglýsinga- skiltum sem leyfð höfðu verið við Skagfirðingabrautina. Á sundlaugargirðingunni þar sem knattspyrnumenn aug- lýstu leiki sína og við fjölfömustu gatnamót bæjarins þar sem boltaleikirnir væru auglýstir sumar og vetur. Sjálfur væri hann hlynntur auglýsingu á íþróttahúsið sem tekjuöflun fyrir körfu- knattleiksdeildina. Að auki mundi hún fríkka suður- hliðina sem væri ekkert augnayndi í dag. Stefán Logi Haraldsson (B) og stjórnarmaður í knattspumudeild brást snöggt við athugasemd Knúts vegna auglýsingar hjá sundlaug. Kvað Stefán hana virka mjög jákvætt, nefnilega að draga úr hraðaumferð á Skagfirð- ingabraut. Þá sagði Stefánað þeir í meirhlutanum gætu sjálfum sér um kennt að umrædd hlið íþróttahússin væri ekki fallegri, þar sem eftir væri að múrhúða hana og mála. Knútur kvað þetta mjög ódýra lausn á hraðahindrun- um á Skagfirðingabrautinni, en ætli tilgangurinn hafi samt ekki verið að auglýsa knatt- spyrnuleikina. mýrarnar, sem sumir kalla „Þingvallahringinn” en hann er fjölfarinn trimmurum og oft hafa þeir kvartað yfir myrkrinu á fyrrgreindum kafla, neðan frásjóoguppað gatnamótum Sauðárkróks- og Skagfirðingabrautar. í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn var ákveðið að færa þetta í tal við forráða- menn vegagerðarinnar, en umræddur kafli er ekki inni á þjbnustusvæði Raíveitu Sauðár- þjónustusvæði Rafveitu Sauðár- króks. Hvammstangi: Slæmar gæftir á skelina Bjarma frá Hvammstanga hefur gengið þokkalega við skelveiðarnar í haust svo framarlega sem gefið hefur á sjóinn. Gæftaleysi hefur hamlað veiðum og ekki gefið í skelina nema 2-3 daga í viku. Reiknað er með að annar bátur bætist við á skelina áður en langt um líður. Það er Siggi Sveins sem verið hefur í slipp undanfarið. Rottueyöing á næstunni vestan Tröllaskaga Á næstunni fer fram rottueyð- ing á svæðinu austan Héraðs- vatna frá Hólahreppi til Siglufjarðar. Lengi vel voru nokkur brögð að rottugangi á þessu svæði, en svo virðistsem góður árangur hafi náðst í rottueyðingu á sl. vetri. Hún fer þannig fram að eiturblandað fóður er sett við brunna, frárennslisenda, sorphauga og útihús þar með talið fjárhús- kjallara. Hvert býli í sveitunum er heimsótt og farið víða í þéttbýlinu. Hvetur Sveinn Guðmundsson heilbrigðisfull- trúi fólk til að taka vel á móti meindýraeyðum, jafnvel þótt ekki hafi orðið vart við rottu á viðkomandi stað í langan tíma. Sveinn segir nauðsynlegt að fylgja eyðingunni vel eftir. Eitrið virki seint og það þýði ekki að leggja út fóður aðeins einu sinni, því sé nauðsynlegt að vera með seinvirkt eitur. „Þetta eru býsna glúrnar skepnur og þær gætu lært á það ef eitrið vi rkaði það fljótt að dauð hræ lægju við fóðurleifar. Ef eitrið virkar seint þá draga þær síður slíkar ályktanir”, segir heil- brigðisfulltrúi. GÆOAFRAMKOLLUN N GÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABtE) BHXNJARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.