Feykir


Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Ekki þörf á varaflug* velli eftir stækkun Egilsstaðaflugvallar Gæti seinkað framkvæmdum við Alexandersflugvöll í bréfi frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna til bæjar- yfirvalda á Sauðárkróki segir að þegar stækkun Egilsstaða- flugvallar ljúki á næsta hausti, verði að langmestu leyti leyst sú brýna þörf sem verið hefur á varafluvelli á norðan- og austanverðu landinu. Áfram- haldandi framkvæmdir við Alexandersflugvöll séu því ekki mjög aðkallandi og umdeilanlegt að fjárveiting sem í það yrði lögð nú mundi skila sér. Bæjarstjórn hafði óskað eftir umsögn Félags atvinnufiugmanna um Alex- andersflugvöll og nauðsynlegar framkvæmdir þar að mati flugmanna. Engu að síður voru í bréfi atvinnuflugmannanna jákvæðir punktar s.s. aðflugsskilyrði væru með þeim bestu á landinu og mjög gott væri að fljúga á Sauðárkrók. Knútur Aadnegaard forseti bæjarstjórnar sagði að þetta svar Félags atvinnuflugmanna kæmi ekki á óvart. Það væri ljóst að eftir að ráðist var í stækkun Egilsstaðaflugvallar yrði erfiðar fyrir Sauðkræk- inga að fylgja því eftir að framkvæmdum við Alexanders- flugvöll lyki. Því miður hefði nauðsynlega samstöðu skort hjá heimamönnum á sínum tíma og við sypum nú seyðið af því. Viggó Jónsson (B) kvað ástæðulaust að leggja niður skottið við þetta svar félags atvinnuflugmanna. Menn greindi á hvort bréfið væri góðs eða ills viti. Björn Björnsson (D) kvað það t.d. slæmt, því það segði ekkert jákvætt annað en það sem menn hér á Krók hefðu alltaf vLtað, að aðflaug og skilyrði við Alexandersflugvöll væru mjög góð, þó einstaka menn væru stundum með hártog- anir um að Mælifellshnjúkur væri nokkrum metrum of hár. Kveikt var á jólatrjám á Blönduósi og Sauðárkróki um helgina, gjöfum frá vinabæjum í Noregi: Moss vinabæ Blönduóss og Kóngs- bergi vinabæ Sauðárkróks. Sr. Ami Sigurðsson formaður norræna félagsins á Blönduósi afhenti gjöfina Ofeigi Gests- syni bæjarstjóra, en tréð stendur við nýju kirkjuna. Ofeigur flutti ávarp og lúðrasveit tónlistarskólans lék. Jólasveinarnir sem halda sig í nágrenni Blönduóss rugluðust ekki í tímatalinu eins og þeir sem komu ofan úr Gönguskörðum á laugar- dag þegar kveikt var á jólatréinu á Króknum. Þar flutti Knútur Aadnegaard forseti bæjarstjórnar ávarp, barnakór söng og blásara- sveit tónlistarskólans lék. Myndin er frá tendrun jólatrésins á Kirkjutorgi. Mynd/PIB. Lagastofnun Háskólans svarar erindi Höfðahrepps: Sveitarfélög beri ein launabætur kennara Lagastofnun Háskólans kemst að þeirri niðurstöðu, að ríkinu beri ekki að endurgreiða launabætur til kennara sem sveitarfélög hafa greitt til að leysa úr kennaraskorti. Hrepps- nefnd Höfðahrepps hefur að því er vitað er eitt sveitarfélaga í landinu, leitast við að fá i hluta þessa kostnaðar greiddan. Ríkisvaldið hefur ekki sinnt því og því brugðu Skagstrend- Staðhreppingar bíða eftir svari Skarðshreppinga Mikill áhugi er sagður í Staðarhreppi fyrir lagningu hitaveitu frá Sauðárkróki. „Nú bíða menn spenntir eftir svari Skarðshreppinga”, sagði Þorsteinn Ásgrímsson á Varma- landi oddviti Staðarhrepps. Það velkist enginn í vafa um að svokallað tilboð II, er mjög áhugavert fyrir Staðhreppinga hafi þeir á annað borð áhuga á hitaveitu. Tilboð II, sem bæjarstjórn Sauðárkróks gaf hitaveitu- nefndum Skarðs- og Staðar- hrepps, felur í sér m.a. að lögð verði hitaveita í Borgar- sveit og stofnlögn lögð að hreppamörkum Staðarhrepps við Birkihlíð. „Þessi stofnlögn er beinn bónus fyrir Staðhreppinga, þar sem hún kostar 17,5 milljónir og miklu ódýrara er að leggja i Borgarsveitina eina”, segir Páll Pálsson hitaveitustjóri. Ef lægi fyrir að Staðhreppingar ætluðu ekki í hitaveituframkvæmdir, yrði stofnlögnin mun grennri og kostnaðurinn færi úr 23- 24 milljónum niður í 8.7 milljónir, sem hitaveitan í Borgarsveitina er talin kosta. Hitaveitunefnd Skarðshrepps kynnti störf sín og hugmyndir bæjarstjórnar Sauðárkróks á fundi hreppsnefndar Skarðs- hrepps um helgina. „Jú „afturhaldsklíkan” var mætt þarna og málin rædd lítillega en engin ákvörðun tekin, enda margt sem þyrfti að athuga” sagði Jón Eiríksson hreppsnefndarmaður á Fagra- nesi. Stefnt er að opnun hreppsfundi í janúar þar sem málin verða kynnt. —ICTen^i!! hjDI— Aöalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519* BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN 6 jflK’Ibiloverhlgdi \ SAUDAHKilDlU oi7t iio7 SÆMUNDARGÖTU - SÍMI 35141 i ingar á það ráð að óska eftir umsögn lagastofnunar. „Þessi niðurstaða kemur okkur svo sem ekkert á óvart, en við vildum að þetta lægi ótvírætt fyrir. Og þrátt fyrir að úrskurðurinn segi að við eigum ekki rétt á þessu samkvæmt lögum, þá sjáum við í hreppsnefndinni ekki ástæðu til að leggja árarí bát. Það er hægt að breyta lögum eins og öðrum mannanna verkum. Við teljum að ríkinu beri að taka þátt í þessum kostnaði og ætlum að leita stuðnings ráðamanna annarra sveitarfélaga sem standa í sömu sporum og við. Mynda þannig þrýstihóp á ríkis- valdið”, segir Magnús Jóns- son sveitarstjóri á Skaga- strönd. &

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.