Feykir


Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 44/1991 Hvaö finnst þér um útvarp frá bæjarstjórn? Ingibjörg Vigfúsdóttir bæjar- starfsmaður: Mér líkaði mjög vel. Þetta voru mjög líflegar umræður, eins og væri komið að kosningum og dálítið mál- efnalegt rifrildi. Það er nauðsynlegt að gefa fólki kost á að fylgjast með þessu. Ég ætla að gera það svo framarlega að ég hafi tök á því. porour Stetansson Marbæli: Ég hafði gaman af þessu. Náði reyndar ekki alveg byrjuninni en þetta virtust fjörugar umræður. Það er nauðsynlegt fyrir okkur í sveitinni að fylgjast með þessu líka. Við þurfum svo mikið að sækja á Krókinn. Útvarpað var frá bæjar- stjórnarfundi á Sauðárkróki í fyrsta skipti þriðjudaginn 3. desembersl., en meiningin er að útvarpað verði úr bæjar- stjórn til loka febrúar til að byrja með. Þá verði metið hvort ástæða þyki að halda útsendingum áfarm. Strax daginn eftir fundinn brá blaðamaður Feykis undir sig betri fætinum til að hitta fólk að máli og spyrja hvernig því líkaði útvarp úr bæjarstjórn og hvort það hefði hlustað á fyrstu útsendinguna? ívar Antonsson fyrrverandi póstur: Það er ágætt að útvarpa þessu, en mér fannst nú ekki mikið til fundarins koma. Ekki svoleiðis. Ég skildi ekki almennilega af hverju þeir voru að hallmæla Onnu Kristínu svona mikið. Attaði mig ekki alveg á hvað hún hafði gert, því þeir veittust ansi mikið að henni. Signý Bjarnadóttir prestsfrú: Þetta er ágætt, mjög gott að gefa fólki kost á að fylgjast með hvað er að gerast í •bænum. Ég hlustaði reyndar aðeins smástund á fundinn í gær og reikna með að hlusta annað slagið, þegar tóm gefst. Þorbjöm Ámason fyrrv. bæjar- fulltrúi: Mér líkar vel að farið sé að útvarpa frá bæjarstjórnar- fundum og ég trúi ekki öðru en bSjarbúar notfæri sér að fylgjast með. Þetta hefði átt að vera byrjað fyrir löngu, því ekki mætir fólk til að hlýða á bæjarstjórnarfundi eins og þú veist. Matthildur Ingólfsdóttir: Ég hlustaði ekki á fundinn. Þetta er ágætt fyrir þá sem langar til að fylgjast með því sem gerist í bæjarstjórn. Það er aldrei að vita nema að ég hlusti þegar tími gefst. Tindastólsmenn lögðu KR-inga Tindastólsmenn náðu sínum besta leik í Japisdeild körfuboltans í vetur, þegar þeir lögðu KR-inga að velli í mjög skemmtilegum leik í Síkinu á sunnudagskvöldið. „Nú setjum við stefnuna á úrslitakeppnina”, sagði Valur Ingimundarson annar tveggja þjálfara Tindastóls að leik lokntim, en baráttan kcmur til með að standa milli KR og Tindastóls um úrslitasæti. Tindastóll hafði 8 stig fyrir leiki gærdagsins og KR 14. Fyrri hálfleikur var mjög SriUBmiKRQKSBHrtR H/ERSVETmrHEHH Hefopnaö ueitingahús uiö Aöalgötu 15, Sauöárkróki og her þaö nafniö... Pfll MNtlMDtlR restaurant Virka daga og sunnudaga OPIÐ FRÁ KL. 12.00-23.30 Föstudaga og laugardaga 12.00 - 2.30 Viö leggjum áherslu á... • GÓÐANMAT • GÓÐA PJÓNCISTCI og... • NOTALEGA STEMNINGtl vertd vzLKorrnm Pálmi Þóröarson - Sími 36161 hraður og skemmtilegur. Heimamenn leiddu yfirleitt. Aðeins einu sinni komust gestirnir yfir, 33:32, og staðan í hálfleik var 38:33. Tindastólsmenn komu síðan mjög grimmir til seinni hálfleiks og náðu smám saman að auka forskotið. Mátti sjá tölur eins og 57:49, 60:50 og 72:56. Sá munur hélst að mestu til loka og sigur Tindastóls varöruggur, 89:75. Tindastólsmenn léku mjög góðan varnarleik allan tímann og voru skynsamir í sóknar- leiknum í seinni hálfleiknum þegar hægðist á leiknum. Að þessu sinni kom enginn slæmur kafli í leik liðsins, sem er mjög óvanalegt. Ef Tindastóll leikur svona vel það sem eftir er vetrar er stórafreka að vænta. Pétur Guðmundsson lék mjög vel í leiknum og virðist smollinn inn í leikaðferðimar. Þá áttu Ivan, Valur, Einarog Haraldur mjög góðan leik. Sá síðasttaldi „brilleraði” í seinni hálfleiknum. Skoraði þá öll stig sín, þar á meðal þrjár þriggja stiga körfur og skotnýtingin var góð. Pétur og Ivan skoruðu 20 stig hvor, Valur 18, Einar 14, Haraldur 13 og þeir Björn Sigtryggs- son og Hinrik Gunnarsson 2 hvor. 7\ iólanmtiuu! Svínnkjöt í heilum ojg húlfum skrokkum, unniö eftir óskum vióskiptavinu. A.t.h. Síðasta vika til að panta fyrir jól. •Hangikjót nýreykt. •Birkireykt úrvalskjöt á sérstöku tilboðsverði fram aðjólum. Kynninpf á hangikjöti í K.S. Varmahlíð föstudaginn 13. 12. frá kl. 15.00 og í Skagfirðingabúð laugardaginn 14.12. jrá kl. 14.00 Laufabrauðfrá Sauðárkróksbakaríi verður með hangikjötinu á báðum stöðum. n ioíatimm Léttreyktir lambahryggir London lamb • Helgarlamb VERSLANIR OG KJÖTVINNSLA K.S. SÍMI: 35200

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.