Feykir


Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 5
44/1991 FEYKIR 5 Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal er kunnur fyrir að halda sér framarlega þegar nýungar eru á ferðinni. Það er alltaf eitthvað að brjótast í höfðinu á Gísla. Sitthverju hefur hann fundið upp á til búdrýginda um ævina og að sögn kunnugra virðist það svo magnað, að Gísli virðist hafa lag á að fá peninga út úr því sem öðrum verður að bullandi tapi. Þannig var Gísli t.d. á sínum tíma brautryðjandi í fiskeldi og loðdýrarækt. Nýjasta aukabúgreinin hans er bókaútgáfa og frá forlaginu á Hofi koma hvorki fleiri né færri en fimm bækur á þessu ári. Gísli segist hafa dottið inn í bókaútgáfuna fyrir tilviljun og sé nú farinn að sjá að það sé grundvöllur fyrir þessu. „Þannig var að bróðir minn Páll S. Pálsson var langt komin með að skrifa bók um Laxá á Ásum þegar hann lést. Sonur hans Ivarlauk við bókina og langði til að koma henni út. Hann hafði samband við mig og ég tók að mér að gefa bókina út með honum. I fyrra réðst ég síðan í bók um Vatnsdalsá. Gaf hana út á ensku lika og veiðifélagið styrkti útgáfuna veglega, enda bókin góð auglýsing til innlendra og erlendra veiði- manna. Fjórtán kunnir veiði- menn skrifðu um ána og íjöldi fallegra litmynda birtist”, sagði Gísli um tilurð útgáf- unnar. Myndabók um Hóla í ár kemur t.d. frá forlaginu á Hofi bókin „Biskupsstóll og bændaskóli”. Þetta er mjög fallega myndskreytt bók um Hóla í Hjaltadal. Rúmlega 70 litmyndir prýða bókina sem segir sögu skólans og biskupsstólsins frá fornu og ítarleg umfjöllun er um þá gífurlegu uppbyggingu sem orðið hefur á Hólastað frá því rétt fyrir 1980. Það er Pétur Bjarnason sem skrifar texta bókarinnar. Gísli segir Pétur hafa átt hugmyndina að bókinni, en báðir eru þeir 8 JAFNAR VAXTALA USAR GREIÐSLUR AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM FRAMAÐ JÓLUM h Anr x búðin þín! Bóndi í bókaútgáfu Fimm bækur frá forlaginu á Hofi í ár vel kunnir Hólastað og eiga taugar þangað. Gísli er formaður skóla- nefndar og einnig formaður stjórnar hitaveitu Hjaltadals. Hann var líka fyrsti stjórnar- formaður Hólalax og for- maður bygginganefndar lax- eldisstöðvarinnar. Pétur Bjama- son var fyrsti framkvæmda- stjóri Hólalax og starfaði mikið að kennslu og félags- málum á Hólum í nokkur ár. Margar myndanna í bókinni á Jón Friðbjörnsson fyrrum smíðakennari á Hólum. Þær eru af fólki, hestum, úr skólalífinu, frá búskap og mannvirkjum o.fl. Þessi bók ætti að vera kærkomin þeim fjölmörgu sem hafa tengst Hólum vináttuböndum. Bækur sem fara aldrei á útsölu Nafnabók Hermanns Páls- sonar er vinsæl bók sem komið hefur út tvisvar og selst upp. Gísli gefur út þriðju útgáfu þessa bókar bróður síns nú. Hermann hefur fyrir aldurssakir nýlátið af starfi doktors í norrænu við Edinborgarháskóla, kennir því ekki Jóni Bjarnasyni skólastjóra á Hólum í vetur, en þeir eru sagðir sjást nokkuð oft. Hinar bækurnar þrjár frá Gísla eru sjálfsævisaga Bjöms Eysteinssonar frá Grímstungu, afa Björns frá Löngumýri og föður Lárusar í Grímstungu. Þetta er einnig þriðja útgáfa þessarar vinsælu bókar. Fyrr á árinu kom út niðjatal Björns Eysteinssonar. Nú er einnig að koma út hjá Gísla niðjatal Árna á Neðri-Fitjum sem margir kannast við. „Þetta eru bækur sem seljast, þó sumar séu þungar í sölu. Þær fara aldrei á útsölu. Þetta eru vandaðar bækur, og t.d. Hólabókin og bækurnar um árnar sem ég hef gefið út mjög dýrar í framleiðslu. Það gera lit- myndirnar”. Gísli segir vissulega nokkra áhættu fylgja þessu. Hann leggi þó ekki verulegar upphæðir undir og sofi ágætlega á nóttunni. En er ástæða til að ætla að afkoma bænda í dag leyfi þeim að leika sér með peninga. Hvernig gengur að fjár- magna útgáfuna? Gísli segir að það gangi þokkalega, því ekki þurfi að staðgreiða kostnaðinn við útgáfuna, menn sýni biðlund og svo sé verðum ekki að tala um það nóg af bönkunum. En hvað seinna. Það er ekki tímabært skyldi Gísli svo taka sér fyrir að skýra frá því nú”. hendur næst? „Ætli við Kaup á hlutabréfum Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. - er vís leið til að lækka skatlana Kaup á hlutabréfum fyrir 100.000 kr. geta lækkaö skatta einstaklings um 40.000 krónur. (Fyrir hjón er upphæöin 200.000 kr. og skattaafslátturinn 80.000 kr.) Söluaðilar á Norðurlandi eru: Hvammstangi: Blönduós: Skagaströnd: Sauöárkrókur: Siglufjöröur: Ólafsfjöröur: Dalvík: Hrísey: Árskógsströnd: Akureyri: Grenivík: S-Þingeyjars: Kópasken Raufarhöfn: Þórshöfn: Útboðslýsing Sparisjóður Vestur-Húnavatnssýslu Búnaðarbanki íslands íslandsbanki hf. Búnaðarbanki íslands íslandsbanki hf. Landsbanki íslands Búnaðarbanki íslands Landsbanki íslands. íslandsbanki hf. Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Hríseyjar Sparisjóður Árskógsstrandar Búnaðarbanki íslands Fjárfestingafélag íslands hf. íslandsbanki hf. N Kaupþing Norðurlands hf. Landsbanki íslands Sparisjóður Akureyrar & Arnarneshr. Sparisjóður Glæsibæjarhrepps. Sparisjóður Höfðhverfinga íslandsbanki hf. Húsavík Landsbanki íslands Húsavík Sparisjóður Suður-Þingeyinga Sparisjóður Mývetninga Landsbanki íslands Landsbanki íslands Sparisjóður Þórshafnar og nágr. liggur frammi hjá söluaðilum. Hlutabréfasjóður Norðurlands hf., Ráðhústorgl 1,600 Akureyrl Síml: 96-24700, Fax: 96-11235

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.