Feykir


Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 11.12.1991, Blaðsíða 8
11. nóvember 1991, 44. tölublað 11. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alia virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Frá opnun félagsmiðstöðvarinnar á Hvammstanga. Félagsmiðstöð fyrir unglinga opnuð á Hvammstanga yrði til að auðvelda alla upplýsingaöflun og leiðbein- ingar um svona starfsemi. Sér hann fyrir sér að nýta megi þessa aðstöðu á margan hátt t.d. til fundahalda og þ.h. Sjoppa er rekin af nemenda- félagi Grunnskólans og verður ákveðnu hlutfalli af hagnaði varið til endurnýjunar á ___ EA. feykjur Oljóst hjá Dögun Á Hvammstanga var félags- miðstöð fyrir unglinga opnuð með viðhöfn þann 1. desember s.l. Opið verður tvisvar í viku að sinni og séð til með framhaldið. Öll félagsstarf- semi sem starfrækt hefur verið í húsnæði Grunnskólans mun flytjast í félagsmiðstöðina. Bjami Þór Einarsson sveitar- stjóri Hvammstangahrepps flutti ræðu við opnunina. Sagði hann það lengi hafa staðið til að opna félagsmið- stöð á staðnum en ekki orðið af fyrr en nú og það mætti ef til vill rekja til bréfs frá Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur til hreppsnefndar þar sem hún þrýsti á um opnun félagsmiðstöðvar, að ákveðin var fjárveiting kr. 500.000 til að stofnsetja félagsmiðstöð. Oskaði hann félagsmiðstöðinni alls hins besta í framtíðinni og þakkaði gjafir sem borist hafa, þ.e. hljóðblöndunar- tæki og geislaspilari frá Ungmennafélaginu Kormáki og stórt sjónvarp og vídeó- tæki frá Kvenfélaginu Björk. Séra Kristján Björnsson sóknarprestur flutti blessunar- orð. Guðmundur Einarsson, einn nefndarmanna um stofn- un félagsmiðstöðvar, sagði frá hvernig starfið yrði til að byrja með. Ætlunin er að komast i samband við Lands- samtök félagsmiðstöðva sem Snúrur á blindhorni Blaðið Fréttir í Vestmanna- eyjum sagði frá því nýlega að miklar umræður hefðu orðið í bæjarstjórn um hættuleg gatnamót í bænum. í þessu sambandi var m.a. minnst á snúrurnar við Heiðarveg 62. Er talið að þegar þær flagga rúmfatnaði og öðru taui skyggi þær á umferð sem kemur austan Kirkjuveg. Einn bæjarfulltrúi þóttist hafa tekið eftir því að húsmóðirin tæki tillit til þessa þegar hún hengdi út sinn þvott en aðrir töldu nauðsynlegt að færa snúr- urnar. Guðjón bæjarstjóri var sammála því en taldi til lítils að færa snúrurnar ef staurarnir fylgdu ekki með. Við þessa sögu úr Eyjum munum félagsmiðstöðvarinnar. Skreytingar innandyra verða unnar af unglingunum í samráði við umsjónarmenn. Einnig verður starfið skipu- lagt með þeim hætti að unglingarnir sjái að mestu sjálfir um starfsemina, þrif og annað sem til fellur, í samráði við umsjónarmenn. verður sjálfsagt mörgum hugsað til gamla vegarins um Langadal er lá í gegnum hlaðið á Æsustöðum. Þótt ekki hafi þvotturinn þar skyggt á veginn, mátti Jóhanna húsfreyja svo sannar- lega taka tillit til þess hvernig ástand vegarins var. Það þýddi nefnilega ekkert að hengja út þegar aurbleyta var mikil, enda snúrurnar rétt við veginn. Vandaö til verka Greinilegt er á fundar- gerðum bygginganefndar í- þróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi að mjög verður vandað til byggingarinnar. Til að mynda verður í húsinu sérstök fréttamannastúka. Er í athugun að hún verði staðsett fyrir miðju yfir Ekki liggur enn fyrir hvort viðgerð fer fram á Röstinni skipi rækjuvinnslunar Dögunar, eða hvort skipið verði selt. Talið er að viðgerð á skipinu muni kosta um 25 milljónir. Hlé verður á vinnslu í Dögun um jól og unnið að viðhaldi húss og tækja í janúar eins og jafnan áður. Gert er ráð fyrir að langt verði liðið á janúar áður en vinnsla hefst að nýju. „Þetta er lítið spennandi núna þegar hráefnisverðið er komið upp í 80%^ af útflutningsverði”, segir Omar Þór Gunnarsson framkvæmda- stjóri Dögunar. I Særúnu á Blönduósi mun vinnsla hins- vegar hefjast aftur strax upp úr áramótum, enda til frosið hráefni fram í miðjan janúar, þó ekkert komi af innfjarðar- Karlakórinn Heimir hefur sent frá sér nýja hljómplötu. Ber hún nafn eins þekktasta lags kórsins Undir bláhimni og á henni eru 16 lög eftir áhorfendasvæði. Til saman- burðar má geta þess að aðstaða fyrir fréttamenn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki er ekki upp á marga fiska. Gert er ráð fyrir að markatöflu verði hægt að stjórna frá báðum hliðum í sal. Lagnir í baðklefum verða úr ryðfríu stáli, utanáliggjandi og gert er ráð fyrir ákveðnu hitastigi fyrir allar sturturnar og kælingu á hverja sturtu. „Einelti" Það var ekki laust við að Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins væri tekin í „bakaríið” af fulltrúum hinna flokkanna á síðasta bæjarstjórnarfundi, þegar hitaveitumálið svo- kallaða kom til umræðu. Meðan á þessu stóð kom Feykjuritara í hug, að það væri ekki að ósekju sem kynsystur Önnu hjá Kvenna- lista legðu fram frumvarp í þinginu gegn einelti. rækju til vinnslu, að sögn Kára Snorrasonar fram- kvæmdastjóra Dögunar. Vegna vanda rækjuvinnsl- unnar í landinu hafa margar hugmyndir verið viðraðar varðandi framtíð rækjuvinnsl- anna á þessu svæði. „Sam- einingarmál hafa ekki verið rædd af neinni alvöru ennþá. Það hafa ýmsar hugmyndir komið fram. En hlutirnir gætu svo semgerstá skömmum tíma ef til kast- anna kæmi”, sagði Ómar Þór í Dögun. Eins og fram kom í svæðisútvarpinu í fyrrakvöld hefur meðal annars komið til tals að sameina Særúnu og Dögun og flytja vinnsluna til Sauðárkróks, vegna betri hafnaraðstöðu þar. innlenda og erlenda höfunda, þar af eitt sem ekki hefur verið hljóðritað áður: Sendið hingað sólskin inn eftir Friðrik Sigurðsson við Ijóð Friðriks Hansen. Þetta er þriðja hljómplata Heimis. Sú fyrsta kom út fyrir 20 árum og önnur fyrir 10 árum. Þær fengu feikigóðar viðtökur og eru báðar uppseldar. Undirbláhimnier gefin út til að byrja með í alls 2000 eintökum, á hljómplötum, geisladiskum og hljóðsnæld- um. „Það kæmi mér ekki á óvart þó við yrðum að bæta við upplagið eftir þeim undirtektum sem lögin hafa fengið á undanförnum árum. Það eru mun léttari og fjörugri lög á þessari plötu en tveim hinum fyrri, og ætti þessvegna að höfða til breiðari' hóps”, sagði Þor- valdur Óskarsson formaður Heimis. Platan verður til sölu í öllum verslunum KS í Skagafirði, í öllum helstu plötuverslunum í Reykjavík og út um landið. Þá verður hægt að fá plötuna hjá Skagfirsku söngsveitinni í Reykjavík. GÆOAFRAMKOLLUN CÆDAFRAMKÖLLUM BÓKABÚÐ BRYWARS Ný plata frá Heimi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.