Feykir


Feykir - 29.01.1992, Page 8

Feykir - 29.01.1992, Page 8
Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra 29. janúar 1992, 4. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLYSiniGAMIÐILL! Sauðárkrókur Ibúðabyggingar svipaóar milli ára Bygging íbúðarhúsnæðis á Sauðárkróki á síðasta ári var mjög svipuð að umfangi og árið á undan. Lítið sem ekkert var byggt af íbúðarhúsnæði í einkaeign, og þrátt fyrir fulla nýtingu á heimild Húsnæðis- stofnunar ríkisins til byggingar á félagslegu húsnæði er eftirspurn slíkra íbúða mun meiri en framboðið. I skýrslu byggingafulltrúa segir að lóðaúthlutanir á síðasta ári hafiverið 17. Leyfi voru veitt fyrir 10 íbúðum í félagslega kerfinu, í fimm parhúsum. Lóð var úthlutað fyrir einu einbýlishúsi í einkaeign. Sex byggingaleyfi voru veitt fyrir atvinnuhús- næði, nýbyggingum og við- byggingum. Sjö bygginga- leyfi voru gefin til minni háttar framkvæmda, á bíl- geymslum, sólstofum o.þ.h. Ennfremur var úthlutað fimm hesthúsalóðum við Flæðigerði. A árinu var hafin bygging tíu íbúða í parhúsum og fimm húsum undir atvinnu- starfsemi. Þrjú einbýlishús urðu fokheld á árinu, tíu parhúsaíbúðir og þrjú iðnaðar- húsnæði. Rúmmetratala þess húsnæðis sem byrjað var á síðasta ár er 24419 á móti 10887 árið á undan. Skýringar- innar er að leita til Bóknáms- hússins sem framkvæmdir hófust við á síðasta ári. Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga f rá kl. 9.15 ■ 16.00 W Landsbanki Simi 353531 fk íslands LA Banki allra landsmanna Bifreiðaskoðun: Skagfirðingar trassar Sauðkrækingar og Skagfirðingar eru norðvestlendinga mestu trassar að færa bíla sína til skoðunar. Lögreglan á Sauðár- króki er búin að klippa bílnúmer af á þriðja tug bifreiða Króksara síðan um áramót. Sauðárkrókslögreglan segir ótrúlegt hvað bæjar- og héraðsbúar sumir trassi að færa bílana til skoðunar og hefur verið klippt af bílum sem átti að skoða snemma á síðasta ári. Húnvetningareru sagðir taka Skagfirðingum fram hvað þessi mál varðar, en Siglfirðingar standa sig samt best eftir að hafa fengið „klippu”karla í heimsókn á mánaðarfresti. Þar eru örfáir bílar enn án rétts miða fyrir síðasta ár. Arans útsendari Ekki var hún úr hófi fram gestrisnin sem mætti Jóni Baldvin og meðreiðarsveinum hans, þegar þeir áðu í Skagafirði sl. fimmtudags- kvöld og efndu til milliliða- lauss sambands við bændur um GATT. Það verður að segjast eins og er að einstaka ræðumaður hefði betur setið kyrr en brygsla ráðherranum um lygi og þaðan af verra eins og gert var, enda sá öðlingurinn Egill Bjarnason ástæðu til að biðjast velvirðingar á ummælum einstakra manna. Strandamaður einn sem fregnaði af miður góðum ummælum um ráðherrann setti saman eftirfarandi vísu. Lævís þykir lýgi hans loforð einskis virði. Útsendari andskotans áði í Skagafirði. Gestkomandi fundarstjóri Þá voru ræðumenn sumir ansi óprúttnir við fundar- stjórann, sinntu ekki tíma- feykjur mörkum sem reyndar voru alltof stutt, ekki nema fimm mínútur, og sendu að auki til baka aðvörunarmiðann. Þannig sagðist Guðbjartur Gunnars- son ráðunautur Húnvetninga ekkert hafa með miðann að gera og talaði síðan í korter. Sem von var seig í Þröst Olafsson fundarstjóra þegar Guðbjarti var ekki þokað úr ræðustóli. Og það var von að Þröstur hefði orð á því þegar ráðunauturinn hvarf úr ræðu- stóli, að það væri eins og sitja ótemju berbakt að fá fundar- menn til að virða tímamörkin. Gunnari Oddssyni bónda í Flatatungu tókst hinsvegar að syndga upp á náðina, er hann hélt því fram að Þröstur væri gesta-fundarstjóri og hefði þess vegna horft í gegnum fingur sér þó einstaka maður hefði farið svolítið fram úr ræðutímanum. Hinsvegar getur ráðherra að sumu leyti kennt sérumhvað fundurinn dróst á langinn. Sjálfur talaði hann í 80 mínútur til að byrja með og fast að því eins lengi í lokin. Haugsugu græðari Ýmsum fannst hún ansi skondin frétt Feykis fyrir stuttu um viðskipti Sigurðar Inga bónda á Syðri-Löngu- mýri annars vegar og Kolbeins í Bólstaðarhlíð og starfs- manna vegagerðarinnar hins- vegar. Svo var einnig um sveitunga þeirra Sigurðar Inga og Kolbeins, Þorstein Guðmundsson bónda á Syðri- Grund. Með tilliti til hvernig hann sjálfur notar haug- suguna, það er til að græða jörðina og sár þau sem þar myndast, freistast Þorsteinn til að líta jákvætt á málið í eftirfarandi vísu. Nú brosa þeir blítt gegnum tárin þótt barist þeir hafi um árin. Ef haugsugu er beitt þá gengur svo greitt að græða upp óvildarsárin. Þessir krakkar á leikskólanum Glaðheimum fá mánaðarfrí næsta sumar.____________________ Leikskólarnir lokaðir í mánuð næsta sumar Leikskólunum á Sauðárkróki, í Glaðheimum og Furukoti, verður lokað í mánaðartíma í sumar eins og tvö undanfarin sumur. Félagsmálaráð sam- þykkti þetta nýlega að undangenginni munnlegri skyndi- könnun þar sem leitað var eftir viðhorfum foreldra til lokunar skólanna. Miklar umræður urðu um lokun leikskólanna á síðasta bæjar- stjómarfundi, en tillaga félags- málaráðs samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur. Þau voru á móti lokun, Stefán Logi og Viggó bæjarfulltrúar framsóknar og Anna Kristín bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins. Gagn- rýndu þau að ekki skyldi tekið tillit til niðurstöðu könnunar á dagvistun sem gerð var síðasta vor, og töldu að þar hefði komið fram ótvíræður vilji foreldra að leikskólarnir yrðu opnir allt sumarið. Það sem hefur m.a. ráðið lokun leikskólanna yfir sumarið er að forstöðumenn þeirra mæla með því að leikskólabörn fái frí frá skólanum yfir sumarið. I skyndikönnuninni voru foreldrar spurðir hvort þeir væru hlynntir lokun vegna sumarleyfa? Foreldrar Glað- heima-barna sögðu já 41 og nei 6. Tveir svöruðu ekki. Foreldrar Furukots-barna svörðu 49 með jái og 6 með neii. Ellefu svöruðu ekki. Lokað verður í Glaðheimum frá 29. júní til 27. júlí og í Furukoti frá 20. júlí til 17. ágúst. Víðidalur: Átján vetra hryssa kastar í janúar Gjóska átján vetra hryssa frá Gröf í Víðdal kom verulega á óvart þegar hún kastaði 17. janúar, skjóttu og fallegu folaldi. Gjóska var búin að vera fylslaus síðustu þrjú ár og stóð til að lóga henni. Mjög óvanalegt er að hryssur kasti í janúar, sérstaklega eldri hryssur, enda hafði Skúli Sigfússon bóndi í Gröf ekki grænan grun um að Gjóska væri með fyli. Varð hann því stórum undrandi á eftirlitsferð sinni um hagann 17. janúar sl. og sá Gjósku nýkastaða. GÆOAFRAMKOLLUN ^ GÆÐAFRAMKOLLUM BÓKABÚÐ BRYISUARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.