Feykir


Feykir - 04.03.1992, Qupperneq 2

Feykir - 04.03.1992, Qupperneq 2
2 FEYKIR 9/1992 Óháö fréttablaö á Noröurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðal- gata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Fax: 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Hún., Eggert Antonsson V.Hún. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftar- verð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð: 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Sauðárkrókur. Gatnagerðarframkvæmdir fyrir 62 milljónir Talsvert verður um malbikun gatna á Sauðárkróki næsta sumar. Þær götur sem malbikaðar verða eru: Skógar- gata og Bjarkarstígur í gamla bænum. I Túnahverfi verður Túngata malbikuð að Laugar- túni og sú gata klædd eins langt og jarðvegsskipti hafa farið fram. Þá verður lagt yfir slitlag á Hegrabraut og í iðnaðarhverfinu verða Borgar- mýri, Borgarröst, Borgarflöt og Borgartún malbikaðar. Til götu- og holræsagerðar er áætlað að fari 62 milljónir á þessu ári. Gert er ráð fyrir að gatnagerðagjöld komi inn fyrir 36,4 milljónir. Jarð- vegsskipti þarf að gera í götunum út í bænum og leggja ný holræsi þar og í Túnahverfi. Þá verða holræsi endurnýjuð í Skagfirðinga- braut frá Bárustíg að Ránar- stíg og farið í jarðvegsskipti við Artorg. Kantsteinar verða steyptar við allar þær götur sem lagðar verða malbiki í sumar, og gangstéttir steyptar við Furuhlíð og Grenihlíð í Hlíðahverfi. Þá verður ríflega þrem milljónum varið til frágangs opinna svæða í bænum á næsta sumri. Ókeypis smáar TIL SÖLU! Skrifborö með skúffum og fataskápur (krakkahúsgögn, hvltt og bleikt á litinn). Upplýsingar I slma 35775. Jóhanna. Til sölu gamall en góöur Toyota Crown árgerð 1974 ýmis skipti koma til greina. Upplýsingar I slma 38165. TIL SÖLU! Riffill, haglabyssa, örvarbogi, kajak, fólksbllakerra, loftpressa 200 I. Subaru station 1600 4x4 1981, tölva meö skjá, diskadrifi og hljómborði. Upplýsingar I slma 36177. HEY ÓSKAST! Vil kaupa ryklaust vel verkaö, vélbundið hey. Upplýsingar gefur Guömundur I slma 27154. IBUÐ OSKAST! 3ja herbergja Ibúð óskast á leigu frá og með 1. júnl til a.m.k. 1 árs. Hafið samband við Birgi I slma 35600. AÐALFUNDUR! Ferðafélags Skagfiröinga verður haldinn I Sveinsbúö miövikudaginn 11. 3. klukkan 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Myndasýning. Mekka hestsins Ekki höfðu nýju fjárhúsin á Hólum hýst fjárstofn Bændaskólans marga daga, þegar sá boðskapur barst yfir byggðir landsins úr barka landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndals, að réttast væri að gera Hóla að Mekku íslenska hestsins; koma þar upp miklum hrossabúgarði og hætta allri annarri kennslu í Hólaskóla en þeirri er viðkemur íslenska hestinum. Þetta sagði ráðherra við upphaf Búnaðarþings í gær- morgun. Það er svo sem ekkert nýtt að stjórnvöld breyti skyndi- lega um stefnu. Ef að hugmynd ráðherrans fær hljómgrunn er líklegt að nýju húsin á Hólum muni ekki hýsa fé í framtíðinni heldur verði breytt í hesthús. Samkvæmt hugmynd ráð- herrans er Hólabúgarðinum ætlað að gera Islendingum kleift að standast þá miklu samkeppni sem stafar frá öðrum þjóðum um ræktun og sölu íslenska hestsins, sérstaklega Þjóðverjum. Sæll Grettir í nýjasta hefti Húnvetn- ings er skemmtileg grein þar sem Björn Þ. Jóhannesson minnist félaga síns Benónýs Benediktssonar skákmanns. Björn minnist á að Benóný hafi verið bráðger og sterkur umfram aðra jafnaldra, enda hafi hann ekki látið hlut sinn fyrir neinum. „Fornkappar voru honum hugstæðir, og ærið oft fór hann með Illugadrápu. Kær var Benóný sú minning frá dvölinni á Reykjaskóla í Hrútafirði, að einu sinni kom Jónas Jónsson frá Hriflu þar við og vildi fá sig ferjaðan yfir fjörðinn. Voru nokkrir skóla- piltar fengnir til þess og var Benóný einn þeirra. Að leiðarlokum kvaddi Jónas piltana með handabandi og Benóný meðorðunum: Vertu sæll, Grettir,” Rússabaninn Benóný teíldi á minningar- móti Guðjóns M. Sigurðs- sonar 1956. Þangað var boðið tveim sovéskum stór- meisturum, þeim Tajmanov og Ilivitski. Er skemmst frá því að segja að Benóný gerði jafntefli við þá báða eftir sögufrægar skákir, sérstak- lega við þann síðarnefnda. Gegn Tajmanov hafði hann svart, og sjaldan þessu vant fylgdi hann byrjunar- fræðunum. Hafði Tajmanov skrifað bók um þessa byrjun og rakið í ýmis afbrigði. Þar kom í taflinu að Benóný lék leik sem Tajmanov í bókinni taldi slæman. Sagði Benóný frá því síðar að Tajmanov hefði kippst við í hvert sinn sem Benóný lék eftir þennan leik. Skákin við Ilivitski var enn viðburðaríkari. Benónýhafði hvítt og fékk því meira ráðið ferðinni. Nú fékk hann að njóta sín í frumlegri tafl- mennsku og hleypti öllu í uppnám sem hélst til loka skákarinnar. Mörgum sýndist staða Benónýs vænlegri lengst af. Honum tókst þó ekki að vinna, en stórmeistarinn mátti strjúka af sér svitann eins og tekið var til orða í erlendu skákriti. Við þetta varð Benóný landskunnur og í kunningja hópi kallaður Rússabani. Engum Rússa banaði hann þó, en góðum árangri náði hann við þá. GOÐUR BILL! Til sölu Galant GLS 2000 árgerö 1985. Nýupptekin vél og kúpling. Lltur mjög vel út. Upplýsingar I síma 95-35514. TIL SÖLU! Harmonikur til sölu. Upplýsingar I slma 38031. Til sölu Isskápur með stórum frysti. Upplýsingar I síma 35049. Tveir þrumugóöir bílar I toppstandi. Lada Sport árgerö 1987 fimm glra, ekinn 45 þúsund og Toyota Corolla 1300XL árgerö 1988 ekinn 24 þúsund. Uppl. I slma 36686 eöa 35141 (Ingi). 15. hefti Húnvetnings komið út Fimmtándi árgangur Hún- vetnings, ársrits Húnvetninga- félagsins í Reykjavík er nýkominn út. Ritið er fjöl- breytt að vanda og ágætlega gert úr garði ritnefndar, en hana skipa Bjöm Þ. Jóhannes- son, Jón Torfason og Ragnar Agústsson. Meðal efnis Húnvetnings má nefna ljóð eftir Dýrmund Olafsson, Norður heiðar. Jón Torfason svipast um á Illugastöðum á Vatnsnesi. Gerður Magnúsdóttir skrifar frásöguþátt „Æsku minnar gestur”. Steinbjörn Jónsson segir frá því þegar hann lenti í villu á Vatnsnesfjalli. Þorbergur Jóhannesson greinir frá veiðiferð á Arnarvatns- heiði og Jónas Guðjónsson frá vegavinnu á Holtavörðu- heiði fyrir rúmri hálfri öld. Björn Þ. Jóhannesson minnist skákkappans kunna Benónýs Benediktsson í grein sem heitir: Vertu sæll Grettir. Ragnar Ágústsson skrifar hugleiðar um orgel- kaup í Melstaðakirkju árið 1872. Auðunn Bragi Sveins- son segir frá jólum í Texas 1988 og Díómedes Davíðs- son frá fuglalífi á Vatnsnesi. Að auki eru nokkur ljóðmæli og styttri frásöguþættir í þessu 15. hefti Húnvetnings. Það er rúmlega 150 blaðsíður, prentað í prentsmiðju Hafna- fjarðar. Vinalína RK Á fimmta tug sjálfboðaliða hafa verið þjálfaðir til að svara í síma Vinalínunnar, en símaþjónustan hófst 16. janúar síðast liðinn og er opin á hverju kvöldi vikunnar frá kl. 20.00-23.00. Símareru 91-616464 og 996464 sem er grænt númer. Hugmyndinað símaþjónustunni kom upp hjá ungmennahreyfingu Rauða kross íslands í byrjun árs 1991 og hefur undirbún- ingur staðið síðan, en fólk á öllum aldri hefur slegist í hópinn. Allir sjálfboðaliðarnir hafa sótt helgarnámskeið til undir- búnings auk þess sem hópurinn hefur fengið til sín gesti frá ýmsum samtökum. Þrátt fyrir að sjálfboðaliðar hafi búið sig sérstaklega undir að svara í símann, viljum við leggja á það áherslu að við erum ekki sérfræðingar heldur venjulegt fólk á öllum aldri úr mismunandi þjóðfélagshópum. Það sem við eigum sameigin- legt m.a. eraðviðviljumhafa mannúðina, sem er ein af .grundvallarreglum Rauða kross- ins að leiðarljósi og erum tilbúin að miðla af okkar reynslu og tíma til þeirra sem telja sig geta haft gagn af. Síminn er hugsaður fyrir fullorðna sem vilja létta á hjarta sínu, leita ráða eða bara tala við einhvern sem er tilbúinn að hlusta. Fyrirtæki og einstaklingar hafa styrkt Vinalínuna með vinnuframlagi og gjöfum og hefur okkur verið mjög vel tekið af þeim sem við höfum leitað til, en kynning á starfseminni mun verða aðal útgjaldaliðurinn. Rauði kross íslands kostar námskeið og handleiðslu fyrir okkur sjálf- boðaliðana.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.