Feykir


Feykir - 04.03.1992, Side 3

Feykir - 04.03.1992, Side 3
9/1992 FEYKIK .1 Hólar í Hjaltadal: Nýju Ijárhúsin tekin í notkun Á undanförnum mánuðum hefur staðið yfir bygging nýrra og glæsilegra fjárhúsa á Hólum. Húsin voru tekin í notkun á þriðjudag í síðustu viku þegar kindur voru færðar í þau í fyrsta sinn. Nýju fjárhúsin verða vígð formlega seinna í þessum mánuði. Þau leysa af hólmi gömul fjárhús sem byggð voru um 1920. Nýju fjárhúsin eru björt og rúmgóð, enda stílað upp á að þau nýtist vel til verkkennslu og rannsóknarstarfa. Húsin eru rétt um 600 fermetrar að stærð og var grunnur Jjeirra tekinn haustið 1990. Aætlað er að byggingunni Ijúki á þessu ári. Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki hefur annast framkvæmdir. Arkitekt er Magnús Ólafsson á Akranesi, en eftirlit og ráðgjöf hefur verið í höndum Braga Þórs Haraldssonar á Sauðárkróki. Hér leiða þeir forustukindina í húsin: Gunnar Rögnvaldsson ráðsmaður og Sigurður Guðmundsson fjármaður, sem gjarnan kallar sig „ríkisféhirði”. Eins og sjá má eru nýju ijárhúsin hið vandaðasta og glæsilegasta mannvirki. Fjölbreytt dagskrá a Opnum dögum í fjölbraut Starfsvika, svokallaðir Opnir dagar, heQast í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í dag og lýkur með árshátíð skólans á laugardagskvöld. Dagskrá vik- unnar er mjög fjölbreytt, hvort sem litið er til fræðslu, menningar eða atþreyingar. Dagblaðið Molduxi kemur út alla dagana, skólaútvarpið útvarpar allan daginn og fjölmargir gestir koma til bæjarins að miðla visku og skemmtun til nemenda og bæjarbúa. Að vísu hamlar húsnæðis- leysi því að fyrirlestrar vikunnar séu opnir öllum bæjarbúum. En leiksýning skólans „Menn, menn, menn” og blús- og ljóðatónleikar á fimmtudagskvöld eru öllum opnir. Þar skemmta tónlistar- menn frá Húsavík, Blúsvík- ingar, og ljóðskáldin Gyrðir Elíasson, Óskar Ami Óskars- son, Geirlaugur Magnússon og Kjartan Hallur Grétars- son lesa úr verkum sínum. Fyrirlestrar verða haldnir um eyðni og aðra kynsjúk- dóma, sem Einar Jónsson formaður Eyðnisamtakanna og Halldóra Bjarnadóttir sjá um. Hannes Hilmarsson félagsráðgjafi og skólastjóri á Laugum fræðir unglinga um vímuefni og heldur námskeið í slökun. Einar Thoroddsen vinsmakkari, flytur fyrirlestur um uppruna vína og meðferð þeirra, t.d. með mat. Janus Guðlaugsson segir frá atvinnumennsku í fótbolta og fjallar um íþróttakennslu í framhalds- skólum. Þá kennir BragiÞór Haraldsson nemendum skólans á áttavita. Trúarbrögð Votta Jehóva verða kynnt og starfsemi Nordjobbs og AFS. Spurningakeppni verður milli liðs kennara og sveitar FNVS sem komin er í átta liða úrslit spurningakeppni framhaldsskóla. Leitað verður sterkasta manns skólans í aflraunakeppni og gesta- kokkar koma í heimsókn í mötuneyti skólans. íbúar sambýlisins reyna 'fyrir sér í matargerðarlistinni á mið- vikudagskvöld og á fimmtu- dagskvöldið verður „skag- firska sveiflan” í eldhúsinu. Þá sér hljómsveit Geirmundar um matargerðina. Opnir dagar verða síðan brenndir út við varðeld á Borgarsandi á laugardagskvöld, en að honum loknum hefst árshátíð skólans. BOCCIA - ÆFINGAR ÍÞRÓTTAHÚS BARNASKÓLANS VIÐ SÆMUNDARGÖTU Aldraðir laugardaga frá 1<1. 10 - 11 árdegis Fatlaðir Sunnudag ld. 14.00 UNDIRBÚNINGSNEFNDIN SKACFIRÐINGAR! Höfum tekið í notkun ný og fullkomin mótorstiHitœki fyrir bifreiðar. Komið og reynið þjónustuna. Látið fagmenn annast verkið. Vörubílstjórar: Látið okkur sjá um erfiðið við að umfelga og gera við hjólbarðana, fullkomin tæki líka fyrir slöngulausa hjólbarða KS BÍLAVERKSTÆÐI

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.