Feykir


Feykir - 04.03.1992, Blaðsíða 4

Feykir - 04.03.1992, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 9/1992 „Haltu kjafti stefnan" en n ráðandi!!! Fréttir! Fréttir! Fréttir! Fólk er sólgið í fréttir. Sumir eru alætur á fréttir, lesa blöðin upp til agna og láta ekki fréttatíma útvarps né sjónvarps fram hjá sér fara. Það fer ekki hjá því að margir færa sér í nyt þessa áráttu fólks, sérstaklega auglýsendur sem gjarnan vilja koma kynningum á sinni vöru og þjónustu helst inn í fréttirnar. Og á seinni árum hafa forráðamenn fyrirtækja og bæjarfélaga gert sér grein fyrir þýðingu frétta og allrar umfjöllunar. Það er því engin tilviljun að oft og iðulega sé kvartað undan því að þessi starfsemi eða þetta byggðarlagið fái ekki líkt því næga umfjöllun í viðkomandi miðli. Þetta þekkja sjálfsagt stjórnendur fjölmiðla út um allt land. Útgerðarfélag Skagflrðinga: Greiðslustöðvun blasir við - verði hlutafé ekki aukið - Skuldimar orðnar um háifur milljarður Frétt Dags frá því í nóvember 1986, sem olli nokkrum taugatitringi. „Þessir menn verða að hugsa um hagsmuni bæjarbúa líka" segir trúnaðarmaður frystihússfólks á Skagaströnd Feykir greinir frá uppsögnum fiskverkafólks á Skagaströnd, við upphaf síðustu jóiaiostu. Astæður uppsagnanna voru tilhögun veiða togara Skagstrendings. Var uggur í starfsfólki Hólaness vegna þessa. Hólanesfólk ánægt í jólafrí Ákvöröun breytt. Ekki kemur til uppsagnanna Frelsandi engill hafði birst og bjargað málum. En hvernig vilja menn svo hafa fréttirnar. Oft heyristað þær eigi að vera umfram allt jákvæðar. En það er nú ekki svo að alltaf sé hægt að flytja jákvæðar og góðar fréttir. Það verður nefnilega að segja frá hlutunum eins og þeir eru, þó svo að sannleikurinn geti stundum verið talsvert beiskur. Það er því ekkert skrýtið þó þeir sem nátengd- astir eru þesskonar fréttum bregðist stundum illilega við. Það er reynsla undirritaðs að í þannig tilvikum séu viðbrögð aðila ekki á þann eðli-iega máta, að festa á blað athugasemdir við fréttina ef þeirtelji hana áeinhvem hátt ranga, sérstaklega ef um einhver álitamál er nú að ræða. Það getur nefnilega komið fyrir að blaða- og fréttamenn geri mistök eins og aðrir þegnar. Annars má slá því föstu, að þegar öllu er á botninn hvolft komi yfirleitt í ljós hið gamal- kunna, ,,að sannleikanum sé hver sárreiðastur”. Stórhættulegur „tréltallutningur" 1 þessu sambandi má nefna atvik sem átti sér stað skömmu eftir að undirritað- ur hóf störf við blaða- mennsku, þá sem blaða- maður á Degi. Haustið 1986 var farið að syrta verulega í álinn hjá Utgerðarfélagi Skagfirðinga sáluga. Tveir togarar félagsins voru nýkomnir heim frá kostnaðarsömum endurbót- um sem fram fóru í þýskri skipasmíðastöð er fór á hausinn. Stjórn US boðaði til opins fundar, sem reyndar var ekki sérlega vel undirbúinn. Til dæmis voru ekki gefnar út neinar fréttatilkynningar fvrir fundinn sem miðlað gætu upplýsingum og haft áhrif á fréttaflutning. Á fundinum kom fram í máli endurskoð- anda ÚS, Símons Kærnested, að „greiðslustöðvun blasti við félaginu ef hlutafé yrði ekki aukið, enda skuldirnar orðnar hálfur milljarður”. Þetta var það sem birtist í fyrirsögn fréttar Dags. Það var ekki að spyrja að viðbrögðum stjómarformanns ÚS, Marteins Friðrikssonar. En hann sendi samt ekki athugasemd við fréttina inn á ritstjóm blaðsins, enda óhægt um vik fyrir hann þar sem ekkert var rangt með farið í fréttinni. Nei! Marteinn sendi bréf til ritstjóra og fréttastjóra Dags, og dreifði því bréfi reyndar víðar. Nokkrir aðilar á Sauðárkróki fengu það sent, þar á meðal undiritaður, sem eins og áður segir var þá blaðamaður Dags á Sauðárkróki. Engar smáræðis skaðabótakröfur í bréfinu voru ritstjórinn og fréttastjórinn látnir vita af því, að umræddur frétta- flutningur gæti haft svo alvarlegar afleiðingar, að ekki yrði komist hjá skaða- bótakröfum á hendur útgef- enda Dags. Og skaðabæt- urnar mundu þá ekki verða neinar smáupphæðir, nefni- lega því sem næmi gjald- eyrisöflun Sauðkrækinga og héraðsbúa allra. Þá tiltók stjómarformaður- inn að framvegis treysti hann sér ekki til að láta blaðamann Dags á Sauðárkróki, hafa neinar upplýsingar um fyrir- tækið eða rekstur þess. Drengurinn hefði nefnilega ekki haft þá dómgreind til að bera að átta sig á því að aðalfréttapunkturinn af fund- inum var sá, að nú fiefðu allir þrír togarar ÚS verið endurbættir og skipakostur félagsins væri sá besti í flotanum í dag. Það var stórt í mönnum þá, og sumir ekki tilbúnir að viðurkenna stöðuna eins og hún var. En því miður voru ekki tvö ár liðin þegar ljóst var að rekstri Útgerðarfélags Skagfirðinga yrði ekki haldið áfram í óbreyttri mynd. 1 kjölfarið fylgdi síðan sú uppstokkun í útgerð og fiskvinnslu við fjörðinn sem menn þekkja í dag. Pennaleti Sem betur fer hefur undir- ritaður yfirleitt átt góðrar samvinnu að mæta varðandi frétta- og efnisöflun. Þó er dæmið um fyrrgreinda frétt ekki einsdæmi. Það virðist nefnilega vera sterk tilhneyg- ing manna á þessu svæði að hegða sér á svipaða lund og Stjórnarformaður ÚS gerði. Þetta hefur gjarnan verið kallað „haltu kjafti stefnan!”, en mætti líka kalla „ekki frétta stefnuna”. Vissulega á það að vera tilhneyging blaða eins og Feykis að vera gagnrýnið og birta greinar þar að lútandi, enda var til blaðsins stofnað á sínum tíma í þeim tilgangi að það yrði umræðuvett- vangur um mál hér heima fyrir. Ekki veitir af að hvetja til greinaskrifa þegar sú staðreynd blasir við að menn nenna ekki orðið að dýfa penna í blek, að Birni frá Sveinsstöðum og Rúnari Kristjánssyni undanskildum. Meira að segja er þetta orðið það slæmt að bæjarfulltrúar skrifa ekki greinar fyrir kosningar. Farið undan í flæmingi Það var að hluta til af þessum hvötum sem greinin um „tvíhöfða kvenófreskjuna” var skrifuð í blaðið um daginn, til að freista þess að fá bæjarfulltrúa til að skrifa. Til dæmis um samvinnu milli flokka í bæjarstjórn eða um einhver ákveðin mál sem verið höfðu til umfjöllunar innan bæjarstjórnar. Og hver urðu svo svörin við þessari grein. Jú eins og svo sem við mátti búast. Menn fóru undan í flæmingi og fjölluðu ekkert um efni greinarinnar. Hilmir sneri þessu upp í það að blaðið væri ekki lengur óháð, og Björn Björnsson kvartaði undan því að það hafi litið' þannig út að í fyrirsögn væri vitnað í orð sín. Það virðist nefnilega vera þannig að menn passi sig á því að minnast ekkert á málin, til að eiga ekki á hættu að umræðan um þau magnist enn frekár í bænum og þá jafnframt að þrýstingur aukist. Jarlinn á Skagaströnd En það er víðar en á Króknum sem menn beita þeirri aðferð að þegja mál í hel, með því að gera ekki opinberar athugasemdir. Það þarf ekki að fara lengra en vestur á Skagaströnd til að finna nýlegt dæmi þess eðlis. Þar á stóran hlut að máli jarl einn sem heitir Sveinn Ingólfsson. Sá er í mörgu líkur fyrrverandi stéttarbróður sínum, Marteini á Króknum. Báðireru brimbrjótar miklir, þéttir á velli og þéttir í lund. Sveinn hefur þá sterku stöðu á staðnum að vera fram- kvæmdastjóri risafyrirtækis staðarins, Skagstrendings, ráðandi maður í stjórn þess fyrirtækis, og jafnframt er Sveinn oddviti hreppsnefndar Höfðahrepps. Fyrir síðustu áramót blasti við sú staða, að Skagstrend- .ingur mundi láta ísfisktogar- ann Arnar liggja bundinn við bryggju allan janúarmánuð og líklega mestallan febrúar líka. Og ekki nóg með það, til veiðistopps þyrfti að koma einhverjar vikur í sumar líka, allt vegna skerðingar stjórn- valda á veiðiheimildum. Frelsandi engili Arnar sér frystihúsi Hólaness, eins eiganda Skagstrendings, fyrir hráefni. Útlitið þýddi að segja varð upp starfsfólki frystihússins og nýja árið virtist ekki bera gæfu með sér því til handa. Trúnaðar-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.