Feykir


Feykir - 04.03.1992, Side 5

Feykir - 04.03.1992, Side 5
9/1992 FEYKIR 5 Bæjarstjórn Sauðárkróks: „Bærinn býður betri félagsþjónustu á mörgum sviðum" Ræningjarnir í Kardimommubæ verið staðnir að verki: Jóney Gylfadóttir, Guðlaugur Hjaltason, Ingólfur Bjarnason, Rúnar Jóhannsson, Jón Valdimarsson og Jensína Lýðsdóttir í hlutverkum sínum. Velheppnuð sýning Leikklúbbs Skagastrandar Sannur .IKardÍmommu"bragur II Það ríkti gleði og gaman í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd sl. laugardag þegar Kardimommubær Thor- bjöms Egners var fmmsýndur. Húsið var troðfullt á frumsýn- ingunni og undirtektir gesta mjög góðar. Leikarar og leikstjóri vom hylltir með dvnjandi lófaklappi í lokin. Þetta erákaflegaskemmti- leg sýning hjá Leikklúbbi Skagastrandar. Leikmynd og umgjörð sýningarinnar er mjög vönduð og húsnæðið nýtt á mjög skemmtilegan hátt. Með því að láta ræningja og annað fólk í sýningunni valsa kringum sýningargesti í salnum, er áhorfandinn kominn inn í hringiðu bæjarlífs í Kardi- mommubæ. Skagstrendingum tekst að mynda afar skemmtilegan bæjarbrag. Hallbjöm Hjartar- son passar ákaflega vel í hlutverk Tobíasar gamla í turninum. Steindór Haralds- son og Hallbjörg Jónsdóttir eru ágæt í hlutverkum bæjarstjórahjónanna. Elín Njálsdóttir gerir Soffíu frænku góð skil. Þeim Ingólfi Bjarnasyni, Rúnari Jóhanns- syni og Jóni Valdimarssyni tekst vel upp í hlutverki ræningjanna og þessir kostu- legu kumpánar skapa þann sess í sýningunni sem þeim ber. Oli Hjörvar Kristmunds- son og Lovísa Vattnes eru sönn og trú hlutverkum Tomma og Kamillu litlu. FannarViggósson sem Sören- sen rakari, hleypir miklu fjöri í sýninguna. Aðrir leikarar í sýningunni standa fyrir sínu. Ljóst er að Skagstrendingar hafa yfir mörgum góðum leikkröftum að ráða. Þá eru söng- og tónlistaratriði mjög skemmtileg og vel flutt. Enn einu sinni hafa áhugaleikarar skilað góðum árangri á leiksviðinu. Nágrannar Skag- strendinga sem hugsa sér að sjá Kardimommubæinn fara áreiðanlega ekki fýluferð. Það má líka teljast fagnaðar- efni að Leikklúbbur Skaga- strandar hyggst fara í leikför að loknum sýningum í Fellsborg. maður starfsfólksins sagði í samtali við Feyki að það væri strax til bóta ef landlegu Arnars yrði frestað fram á sumar. Það væri frekar að starfsfólk Hólaness hefði að einhverju öðru að hverfa á þeim árstíma. Bjóst Magnús trúnaðarmaður við að mál þessi yrðu rædd við starfs- fólkið. I kjölfar þessarar fréttar skrifaði undirritaður grein um Skagstrending. Þar var því haldið fram að fyrirtækið væri að fjarlægjast Skag- strendinga, sökum aukinna áhrifa eignaraðila utan staðar- ins. Greinin var í þeim anda sem heimildir blaðsins á Skagaströnd sögðu. Vel var hugsanlegt að Sveinn Ingólfs- son hefði eitthvað við hana að athuga. Ekki kom þó til slíks enda deildar meiningar um málið meðal heimamanna. Þess í stað hélt Sveinn til fundar við starfsfólk Hóla- ness, og eins og frelsandi engill bauð hann fólkinu að Arnar mundi halda áfram veiðum eins og ekkert hefði í skorist, og ekki kæmi til veiðstopps fyrr en í vor eða sumar. Skagstrendingar segja sumir að þessi vinnubrögð lýsi vel klókindum Sveins Ingólfs- sonar. Sjálfur hafi hann búið til vandamálið og komið síðan eins og Gabríel höfuðengill og leyst það ótrúlega fljótt og vel. ÞÁ. „Það gleymist hinsvegar að á öðrum sviðum bjóðum við betri félagsþjónustu en víða annars staðar. Bendi í því sambandi á heimilisþjónustuna, skólagarða, starfsvöll og vinnuskóla”, sagði Snorri Björn Sigurðsson í greinar- gerð sinni með fjárhagsáætlun á bæjarstjórnarfundi í síðustu víku. Þetta sagði bæjarstjóri vegna þeirra radda sem oft heyrðust um að félagsþjónusta bæjarins væri óviðunandi. ,,í því sambandi er nefnt að bærinn bjóði ekki upp á heilsdags vistun, skólagæslu eða félagsráðgjöf. Þetta er alveg rétt. Spurningin er kannski sú hvort forgangs- röðunin sé rétt, hvort áhersla sé lögð á rétta málaflokka. I þessu sambandi vil ég benda á að ef við værum með svipuð útgjöld til heimilisþjónustu og t.d. Húsvíkingar, þá hefðum við aflögu næga peninga til að ráða félagsráð- gjafa í fullt starf og ættum samt afgang” sagði Snorri Björn. Fiskiðjan segir upp skrifstofu- tólki á HofSósi Tveim starfsmönnum á skrif- stofu frystihúss Fiskiðjunnar á Hofsósi hefur verið sagt upp. Ástæður uppsagna eru sparnaður í rekstri. Að sögn Einars Svans- sonar framkvæmdastóra Fisk- iðjunnar, verður ekki í staðinn fjölgað á skrifstofu Fiskiðjunnar á Króknum. „Við ætlum að sjá til hvort fólkið hérna ræður við að bæta þessum verkefnum á sig”, sagði Einar. FEYKIR ER EKKI EINUNGIS FRÉTTABLAÐ ...HELDUR STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Öll blöð þurfa auglýsingar til að stando undir útgáfukostnaði. •Með auglýsingu í Feyki gefst þér tækifæri til að auglýsa vöru og þjónustu á Norðvesturlandi öllu, þar sem blaðið hefur mikla útbreiðslu. Feykir fer inn á flest heimili á Sauðárkróki, stærstu vinnustaðina og velflestir bæjarbúar lesa blaðið. í stærstu hreppum Skagafjarðar er Feykir keyptur á nær hverju heimili. Feykir hefur góða útbreiðslu í Húnaþingi. Þó eru ótaldir á fjórða hundrað óskrifendur blaðsins í Reykjavík og víða um land Útbreiðsla Feykis er styrkur Noðurlands vestra VERNDUM ATVINNUTÆKIFÆRI - VERNDUM BYGGÐ VERSLUM í HEIMABYGGÐ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.