Feykir


Feykir - 04.03.1992, Qupperneq 8

Feykir - 04.03.1992, Qupperneq 8
Oháö fréttablaö á Norðurlandi vestra 4. mars 1992, 9. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 ■ oeoeo t m Landsbanki Simi 35353 i f A íslands Banki allra landsmanna \ \ sEtíCv » Veturinn gerði aðeins vart við sig í síðustu viku, í fyrsta skipti á þessu ári má segja. En norðangarðurinn stóð stutt yfir og nú skín sólin dag eftir dag. Menn vilja jafnvel halda því fram að vor sé í lofti, þó of snemmt sé að gera sér vonir um það. Gras vex á þriðja metra í Miðdal sem er 325 metrum yfir sjó Ekki ólílegt að um heimsmet sé að ræða „Ráðunautar hafa sagt að það sé ekki hægt að búa hérna og það var ráðunautur sem bjó hér á undan mér og gafst upp á því. En hér hef ég verið síðustu 19 árin og búnast það vel að gras er farið að vaxa á þriðja meter”, segir Axel Gíslason bóndi í Miðdal, sem er í Svartárdal í Lýtingsstaða- hreppi. Miðdalur stendur mjög hátt, eða 325 metra yfir sjávarmáli. Þrátt fyrir þessa hæð yfir sjávarmáli er grasspretta hreint ótrúleg í hlaðvarpan- um hjá Axel, en þar vex háliðagras sem er megin- uppistaða grastegunda í mörgum túnum á landinu. I ágúst á liðnu sumri gerði Axel sér það til gamans að taka lengstu stráin til handargagns og mæla lengd þeirra, eins og hann hafði reyndar gert nokkur sumur á undan. I ljós kom að lengd stráanna var með mesta móti. Það lengsta mældist 2,02 metrar. A dögunum kom síðan Axel þessum fregnum til Helga Magnús- sonar fulltrúa Guinness- stofnunarinnar hér á landi. „Það er vel hugsanlegt að þessi grasvöxtur sé heimsmet, og þetta er mjög sérstakt að gras skuli spretta svona vel í slíkri hæð yfir sjávarmáli. Ég mun koma gögnum til þeirra Guinnessmanna nú í vikunni. Það er svo annað mál hvort þeir taka þetta gott og gilt. Þeir geta verið svolítið dintóttir stundum”, sagði Helgi. Þess má geta að umrædd strá í Miðdal vaxa þar í þurrum skurði við bæinn, 70 sentimetra djúpum. Vaxa stráin ætíð upp í sömu hæð og grasið á lóðinni. Axel heldur því fram að þau gæti vaxið enn hærra ef þeim væri skapað skjól. Eins og greina má af stærð gítarsins, nær háliðagrasið hátt upp á vegg hjá Axel. Ný brú yfir Haugakvísl laskast illa af jakahlaupi Menn sem áttu leið fram á Eyvindarstaðaheiði nýlega urðu þess varir að ný brú yfir Haugakvísl, fram á miðri heiðinni, hafði iaskast veru- lega í vetur. Eftir greinilegum vegsumerkum að dæma er tjónið vegna klakastíflna og jakahlaups í ánni. Handrið á brúnni var brotið, burðarbitar úr stáli höfðu svignað og festingar fyrir brúargólf höfðu rést upp eins og málmþynnur væru. Þá hafði tekið talsvert úr veginum við brúarstólpana. Lokið var við gerð brúar- innar á síðasta vori. Hún er ríflega 10 metrar að lengd og sá Landsvirkjun um byggingu hennar. Sigurjón Guðmunds- son bóndi á Fossum í Svartárdal segir að heima- menn séu hræddir um að brúnni verði hætt í framtíð- inni. „Menn voru svo sem búnir að spá fyrir um að brúin yrði ekki lengi ólöskuð. Reyndar hélt maður að þetta hefði sloppið þar sem svo snjólítið hefur verið það sem af er vetri. Hinsvegar er þess að gæta að það hefur myndast klaki á ánni í vetur og leysingarnar hafa orðið mjög snöggar og miklar, því hitastigið hefur verið svo hátt stundum. Svoervatnasvæðið svo gífurlega langt þaðan sem áin rennurlengstframan og austan af Hraunum. Það hefur líka sýnt sig að hún getur farið ansi hátt með klakahrönglið. Þaðhefursést á möl og jarðvegi sem hún ber með sér í jökunum. Þó að brúin standi hátt má því alltaf búast við að hún verði í hættu”, sagði Sigurjón á Fossum. Sautján tonna bátur keyptur á Hofsós Árver hefur starfsemi aö nýju Tveir ungir trillusjómenn á Hofsósi, Jóhann Guðbrands- son og Jónas Einarsson, hafa selt trillur sínar, sem báðar voru um fimm tonn að stærð, og keypt í staðinn 17 tonna dekkbát frá Akranesi. Þeir munu væntanlega byrja á netaveiðum innan skamms. Fáist eitthvað í netin á Skagafírðinum eða nálægum miðum er reiknað með að þeir Jóhann og Einar leggi upp hjá fískverkuninni Árveri í Hofsósi, en hún hefur ekki verið starfrækt í vetur. „Það var orðið svo erfitt að fá fisk í haust að við ákváðum að stoppa við. Það hefur ekki verið neinn fisk að fá á þessu svæði, og verðið á mörkuð- unum verið það hátt að það hefur ekki svarað kostnaði að flytja fiskinn hingað til vinnslu”, sagði Jónas Jónas- son í Árveri. Viðtalstímar bæjar- fulltrúa ákveðnir Samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Sauðárkróks að auglýstir verði viðtalstímar bæjarfulltrúa. Ákveðið er að þeir verði hálfsmánaðarlega, í fyrsta sinn 11. mars nk. Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun með viðtalstíma bæjarfulltrúa. Þá reyndist ákaflega lítill áhugi meðal bæjarbúa að hitta bæjarfull- trúa sína að máli. Mönnum finnst hinsvegar rétt að kanna hvort annað sé uppi á teningnum nú. CÆOAFRAMKOLLUN \ GÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABÚÐ BKmJARS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.