Feykir


Feykir - 14.10.1992, Síða 2

Feykir - 14.10.1992, Síða 2
2 FEYKIR 35/1992 IFEYKIR . -B*. Óháö fréttabtaö á Noröuriandi vestra Kemur út á miövikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauöárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703 Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmunds- son. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A,- Ftúnavatnssýslu og Eggert Antonsson V- Flúnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hólmfríöur Hjaltadóttir. Blaöstjórn: Jón F. Fljartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverö 110 krónur hvert tölublaö. Lausasöluverö 120 krónur. Umbrot Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aöild aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaöa. A hverjum miðvikudegi.. t Óttaleg deyfð í þessu félagi ,,Það er óttaleg deyfð í þessu félagi. Það getur ekkert gert fyrir mig”. Þessar setningar kannast sjálfsagt æðimargir við sem starfa að félagsmálum. Það virðist nefnilega alls ekki vera ljóst hjá mörgum hvað félag sé. Það er eins og fólk líti á félagið sem einhvern aðskilinn hlut, og félagarnir séu svo einhvers staðar þar fyrir utan. Hinn almenni félagsmaður virðist ekki gera sér grein fyrir því að máttur félags getur aldrei orðið meiri en sá kraftur sem félagarnir í sameiningu gefa í félagið. Virkni hvers félaga, minni eða meiri, skiptir því miklu máli. Það er deginum ljósar að félagsleg deyfð hefur gert vart við sig í æ ríkara mæli á undanförnum árum. Trúlega er lífsgæða- kapphlaupið stór ástæða þessa. Fólk er upptekið af striti hversdagsins, oftast leggjast bæði hjón þar á eitt að afla heimilinu lífsviðurværis og dugar varla til hjá sumum. Islendingar vinna velflestir langan vinnudag ogtelja sérgjarnan trú um að þeir hafi engan tíma aflögu til þátttöku í félagsstarfi. I sumum tilfellum er þegnskapurinn heldurekki tilstaðar, þaðer ætlast til þess að hinir félagarnir eða stjórnarmennirnir geti þokað málum áleiðis, eða gengið frá þeim formsatriðum sem gera þarf. En kannski er hræðslan við kerfið líka hluti af þessu. Þetta ógnarvald sem er svo erfitt að fást við, og menn fá það á tilfinninguna að eftir að kerfið hefur náð tangarhaldi á hlutnum, þá verði honum ekki breytt. Reynslan hefur samt sýnt að ef samstaða fólks er nægjanleg, réttum rökum beitt og hugur fylgir máli, þá er hægt að ná árangri í baráttunni og unnt að vinna sigra. Síðan má líka benda á eitt atriði enn, ef það kynni að vekja fólk til umhugsunar. Það er sú gífurlega mötun sem á sér stað í þjóðfélaginu og rekja má til þeirrar byltingar í fjölmiðlun sem varð fyrir nokkrum árum. Hætt er við að fólk verði hálf ruglað í öllu þessu fjölmiðlafári. Að minnsta kosti bendir margt til þess að gagnrýni þjóðarinnar hafl hrakað. Hún láti segja sér ýmsa hluti án þess að brjóta þá til mergjar. Það er að minnsta kosti greinilegt að hugsjónamönnunum hefur fækkað, og þeir eru alltof fáir í dag sem hafa skoðun á málunum og þora að setja hana fram. Gallerí Villa lUova CVDIDUI iVÍ ÁPl CD An ADM A fZ A I I CDÍ . VERSLUN FYRIRHUGAD ER AÐ OPNA GALLERÍ AÐ AÐALGÖTU 23, VILLA NOVA STARF5EMI STAÐARINS BYGGIST 4* Umboðssölu fyrír heimilisiðnað (t.d. handunna hluti og handavinnu) Umboðssölu fyrir myndlist, nytjalist •5* Verslun með föndurvöru og hannyrðir ALLIR ÞEIR SEM ÁHUGA HAFA Á SÍNUM Á FRAMFÆRI HAFISAMBAND í föstud. 16. 10. kl. 15- 18og laugard. Einnig i h.s. 36674 Hólmfriður og AÐ KOMA HLUTUM SÍMA 36430 10. kl. 13 36738 Þuríður. 17 FRA HEILSUGÆSLUSTÖÐINNI INFLÚENSUBÓLUSETNING ( aðallega ætluð eldra fólki og /eða fólki með lungna- og hjartasjúkdóma). SPRAUTAÐ VERÐUR: Þriðjudaginn 20. okt. Heilsugæslan Varmahlíð kl. 13 -16 Þriðjudaginn 20. okt. Heilsugæslan Hofsósi kl. 16-17 Miðvikudaginn 21. okt. Heilsugæslust. Sauðárkr. kl. 16-17 Þau fyrirtæki sem hafa hug á bólusetningu fyrir sitt fólk vinsamlegast panti tíma í síma 35270 svo og þeir einstaklingar sem þurfa að fá bólusetningu í heimahúsi. Verð bólusetningar er kr. 750. STARFSFÓLK HEILSUGÆSL UNNAR Stúlkurnar töpuðu fyrstu tveim leikjunum Kvcnnalið Tindastóls leikur í fyrstu deild í vetur í fyrsta skipti, en liðið tók sæti Hauka sem scndir ekki lið til keppni í vetur. Fyrstu leikir Tindastólskvenna fóru fram um helgina. ÍR-ingar og Grindvíkingar komu í heim- sókn og sigruðu hið unga lið Tindastóls, en flestar eru stúlk- urnar enn í yngri aldursflokkum. Tindastólsstúlkum tókst að halda í við stöllur sínar frá Grindavík langt fram eftir fyrri hálfleik í leiknum á föstudags- kvöld, og það var ekki fyrr en rétt fyrir leikhlé sem gestirnir náðu átta stiga forskoti. Villu- vandræðin sögðu síðan til sín í seinni hálfleiknum. ÞrjárTinda- Húsnæðisnefnd vill fá Rússland Bæjarráð Sauðárkróks hefur tekið vel í fyrirspum húsnæðis- nefndar um hvort möguleiki sé á úthlutun lóðarinnar Kirkju- torg 3 undir fjölbýlishús. Á þessari lóð stendur hið nafntogaða hús Rússland, en ekki hefur enn verið tekin endanleg ákvörðun um það hvort húsið eigi að standa áfram eða það verði rifið. Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um Rússland á undangengnum árum. stólsstúlkur fengu fimm villur og voru aðeins fjórar eftir inn á síðustu fimm mínúturnar. Urslit urðu 72:51. Stig Tindastóls skoruðu: Asta Benediktsdóttir 15, Inga Dóra Magnúsdóttir 13, Kristjana Jónasdóttir 11, Kristín Magnús- dóttir 8, Hólmfríður Sveins- dóttir 3, Valgerður Erlingsdóttir 2 og Birna Valgarðsdóttir 1. I leiknum gegn IR á laugardeginum varaldrei spurn- ing um hvort liðið væri sterkara. IR sigraði örugglega 67:39. Stig Tindastóls skoruðu: Inga Dóra 13, Kristjana 12, Kristín og Hólmfríður 4 hvor og Birna 2. ðkeypis smáar! Trefill tapaðist! Prjónaður Benetton trefill, eins beggja megin, 1 brúnum, rauðum, hvítum, svörtum og appelslnugulum litum tapaðist um mánaöamótin ágúst- september. Finnandi vin- samlegast hringi I síma 38299. Tapast hefur... 4ra mánaða kettlingur, högni, svartur með hvita bringu og leista á fótum, einnig með hvíl veiöihár og augnahár. Finnandi hringi í síma 35871.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.