Feykir - 14.10.1992, Side 5
35/1992 FEYKIR 5
„Aflar fólki innsýn og hvetur til að
takast á við nýviðfangsefni"
Segir Jóhanna Sveinsdóttir um starfsemi
Kennarasambands Noröurlands vestra
„Fyrirlestrar og fræðsluerindi
eru mjög nauðsynlegur Iiður á
haustþingum kennarasambands-
ins. Breytingar á kennsluað-
ferðum og ýmsu öðru sem
tengjast kennarastarfinu eru
örar. Ég býst við að kennarar
sé einna duglegastir allra
stétta að afla sér viðbótar-
þekkingar, en jafnframt að í
fáum stéttum sé jafn mikil
þörf á endurmenntun”, segir
Jóhanna Sveinsdóttir fráfar-
andi formaður Kennarasam-
bands Norðurlands vestra,
sem hélt haustþing sitt í
Varmahlíð fyrir helgina.
„Fræðsluerindin hvetja fólk
til að mæta og afla því innsýn
til að takast á við ný
viðfangsefni, enda er mæt-
ingin ætíð góð. Hér eru
staddir flestir starfandi kennarar
á svæðinu”, bætti Jóhanna
við, en hún gaf sér tíma til að
ræða við blaðamann Feykis
meðan átta vinnuhópar þingsins
störfuðu á fimmtudeginum.
Jóhanna hefur verið for-
maður KSNV síðustu tvö
árin, en það er kjörtími
hverrar stjórnar. Hún var
spurð að því hver væru helstu
viðfangsefni kennarasambands-
ins.
„Aðalstarfið felst í undir-
búningi þessara haustþinga,
jafnframt fræðslustarfmu, sem
tengist sérstaklega haust-
þinginu. Síðan eigum við tvo
fulltrúa í fulltrúaráði Kennara-
sambands Islands og einn
fulltrúa í stjóm sambandsins,
ásamt fulltrúa í stjórn
lífeyrissjóðsins. KSNV er að
mínu mati nauðsynlegur
vettvangur fyrir kennara á
svæðinu til að hittast vor og
haust og bera saman bækur
sínar, auk þess sem félagið er
nauðsynlegur tengiliður við
Kennarasamband íslands,
og seta fulltrúa okkar þar í
stjórn gerir okkur kleift að
vera í nánari tengslum”.
~ JUn
fpl j
Frá haustþingi KSNV í Varmahlíð.
Ýmislegt sem
brennur á kennurum
Nú hefur lengi borið talsvert
á óánægju kennara varðandi
launamál, ber mikið á því á
þingum sem þessum?
„Launamál eru ekki mikið
til umræðu hér, en að
sjálfsögðu eru þau og verða
sjálfsagt alltaf einn helsti
umræðupunktur á aðalfundum
Kennarasambands íslands.
Annars er ýmislegt annað en
kjarmál sem brenna á
kennurum í dag. Þar má
nefna þær hugmyndir sem
uppi eru um að færa rekstur
skóla til sveitarfélaga, og
einnig hvort endurmeta eigi
vinnutíma kennara. Um
þetta hvorutveggja eru mjög
skiptar skoðanir í okkar
hópi”.
Efni fyrirlestranna hér á
þinginu beinast m.a. að
barninu, ummönnun barna
og hegðunarmálum, eru
hegðunarvandamál meiri í
skólum nú en áður?
„Eg til mig ekki dómbæra
á það, þar sem ég hef
eingöngu kennt við sveita-
skóla og þar hafa ekki
teljandi hegðunarvandamál
komið upp. Og þó svo að
hegðun nemenda sé ekkert
verri nú en áður, teljum við
tímabært að ræða þessi mál.
Skilningurinn og
þekkingin aukist
Hegðunarvandamál verða alltaf
til staðar. Ég hugsa að í dag
sé fólk betur meðvitað um
rætur þess vanda sem
viðkomandi nemandi á við
að stríða. Skilningurinn og
þekkingin á þessu sviði hefur
aukist. Efnið er athygli- og
áhugavert”, sagði Jóhanna
að endingu.
111 meðferð á börnum, var
meðal fyrirlestra á þinginu.
Fyrirlesari var Ólöf Siguiðar-
dóttir sérkennari í Fellaskóla.
Jóhanna Karlsdóttir fjallaði
um hagnýtingu ljóða, með
tilliti til áherslu í tjáningu og
hreyfingu. Stefán Bergmann
fræddi kennara um nýjar
áherslur og hugmyndir í
náttúrufræðikennslu. Hreinn
Pálsson fjallaði um skóla-
starf út frá heimspeki, Jón
Eyfjöið kynnti íslenska mennta-
netið í tölvusamskiptum.
Anton Bjarnason fjallaði um
hreyfingu og þjálfun barna.
Þá voru einnig á dagskrá
erindi um samskipti sér^
kennara og ráðgjafaþjónustu,
aga og hegðunarvandamál,
ritun íslensku, samfélags-
fræði og fleiri greina, lestrar-
kennslu - sérkennslu í
almennum grunnskóla, heimilis-
fræði, tungumálakennslu og
tónlistarkennslu í almennu
skólastarfi.
Hólar í Hjaltadal:
Ósýniulega félagið
frá 18. öld endurvakið
Endurvakið hefur verið á
Hólum, Ósýnilega félagið,
Societas invisibilis. Hér er um
menningarfélag að ræða, sem
stofnað var á 18. öld af þeim
Gísla Magnússyni Hólabiskupi
og Hálfdáni Einarssyni rektor
Hólaskóla. Félagið lagðist af
er Hólastóll var lagður niður
um aldamótin 1800.
Á sínum tíma var félagið
aðallega stofnað til bókaút-
gáfu, og var helsta stórvirkið
útgáfa Konungs-Skuggsjár,
sem reyndar kom út á vegum
félagsins í Danmörku.
Stofnfundur nýja félagsins
var haldinn 30. september sl.
Var fundarsókn góð, um 60
manns, og hafa 30 skráð sig
sem félaga. Vilhjálmur Ama-
son dósent við Háskóla
íslands hélt fyrirlestur sem
hann nefndi „Er hægt að
hagnýta siðfræðina?”. Sið-
færði verður einmitt aðalvið-
fangsefni menningarfélags-
ins fram að áramótum, en
það stefnir að fyrirlestrum,
bókakynningum, eða ein-
hverjum slíkum me-nningar-
viðburðum á mánaðarfresti.
I nóvember mun Þorvarður
Árnason líffræðingur og
kvikmyndagerðarmaður flytja
fyrirlestur um siðfræði nátt-
úrunnar.
Aðajhvatamenn að éndur-
reisn Ósýnilega félagsins eru
þeir dr. Skúli Skúlason, sr.
Bplli Gústavsson Hólabiskup,
Eyjólfur Isólfsson og Þórar-
inn Sólmúndarson.
Nýr pitsustaður við höfnina
Ungur og bjartsýnn Sauð- björnsson, hefur snúið heim og
krækingur, Guðmundur Jón- sett á fót pitsustað við
Guðmundur lætur lofta vel um pitsubotn.
höfnina, þar sem áður var
Hressingarhúsið. Guðmundur
hefur ailað sér kunnáttu í
pitsugerð í Keflavík og við
hlið hans í rekstrinum stendur
unnustan, Eydís Ármanns-
dóttir.
Pollinn, heitir staðurinn
og þar er boðið upp á
allskonar pitsur, allt að 16
tommu stórum. Mikil að-
sókn var á fimmtudags-
kvöldið þegar Pollinn var
opnaður og er Guðmundur
ánægður með móttökurnar
sem staðurinn fær í upphafi.
„Ég átti ekki von á því að
þetta gengið svona vel til að
byrja með, og það er
greinilegt að pitsur njóta
orðið vinsælda hérna”, sagði
Guðmundur á Pollanum.
Staðurinn verður opinn frá
11,30 og fram á kvöld virka
daga og eitthvað lengur um
helgar.