Feykir


Feykir - 14.10.1992, Page 8

Feykir - 14.10.1992, Page 8
14. október 1992,35. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka dagafrá kl. 9.15-16.00 ! 4E4C4 M Landsbanki Sími 35353 á Wi Islands Banki allra landsmanna Sú var tíðin að loka átti Neðra sláturhúsinu á þeim forsendum að húsnæði og aðstaða til slátrunar uppfyllti ekki kröfur til hollustuhátta. Það verður hinsvegar ekki séð annað en þeir Slátursamlagsmenn standi framar öðrum að ýmsu leyti, til að mynda hafa þeir í sláturtíðinni í haust sett allan gor og úrgang frá slátruninni í gám, svo ekki þarf lengur að aka því í opnum vagni um Eyrina á leið til urðunar. Bæjarstjórn Sauöárkróks: Hefur ekki enn fundað með þingmönnum kvöldfundir með þreyttum þingmönnum afþakkaðir Bæjarstjómarmenn á Sauðár- króki voru óhressir með þann fundartíma sem þingmenn kjördæmisins buðu upp á í yfirreið sinni um kjördæmið í lok síðasta mánaðar. Fundar- tíminn var klukkan 10 á þriðjudagskvöldi á seinni degi fundarferðar þingmanna. Var þessi tími aiþakkaður, og þar sem þingmenn sáu sér ekki Tilraunir til eldis heitsjávar- físka virðast vekja áhuga Sauðkrækinga. Stofnfundur undirbúningsfélags var haldinn sl. fimmtudagskvöld og skráðu forsvarsmenn fyrirtækja og einstaklinga í bænum sig fyrir öllu því hlutafé sem að var stefnt í félagið, á þriðju milljón króna sem kemur frá um 30 aðilum. Að sögn Guðmundar Arnar Ingólfssonar aðal- frumkvöðuls stofnunar félagsins, veiður fyrsta skrefið að gera samninga við eigendur þeirra eigna á fært að funda með bæjarstjórn Sauðárkróks á sunnudeginum eða miðvikudeginum, hafa þessir aðilar ekki hist ennþá. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri hefur skrifað fyrsta þingmanni kjördæmisins, Páli Péturssyni, og óskað eftir fundi sem fyrst. Það er svo sem ekki nýtt að bæjarstjómarmenn á Sauðár- svæðinu sem félagið hefur hug á að nýta. Þá munu í byrjun næsta mánaðar koma í heimsókn vísindamenn frá frönsku hafrannsóknarstofn- unni og líta á aðstæður til eldisins hér. Þá býst Guðmundur við að fljótlega verði hafíst handa við markaðskönnun. I stjórn undirbúnings- félags um heitsjávareldi voru kosnir: Gísli Halldórsson formaður, meðstjórnendur Páll Pálsson og Arni Guð- mundsson og varamenn Magnús Erlingsson og Friðrik J. Jónsson. króki séu óánægðir með fundartímann sem þingmenn ætla þeim. Fundarferðin hefst ætíð á vestursvæðinu og endar síðan á austursvæðinu seinni daginn. Sauðárkrókur er þar síðastur í röðinni, og finnst bæjarstjórnarmönnum þingmenn sýna málefnum stærsta þéttbýlisstaðarins litla virðingu. Þingmenn þreytast eðlilega á þessari miklu yfirreið. Þegar fundurinn á Króknum hefst venjulega um kvöldmatarleytið, er ferða- og fundaþreytan farin að segja það mikið til sín, að einstakir þingmenn dotta fram á borðið, að sögn eins bæjarstjórnarmanns, en tals- verðar umræður urðu í tilefni þessa á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Bæjarstjóri og forseti bæjar- stjórnar fóru mildilegum orðum um málefnið og sögðu nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þingmenn. Sagðist forseti bæjarstjórnar ekki efast um að fundinn yrði hentugur fundartími á næst- unni, enda auðvelt að komast til og frá bænum þegar flogið væri morgna og kvöld nokkra daga vikunnar. Mikill áhugi fyrir eldi heitsjávarfiska Skagfirðingur í fyrsta sinn til heimahafnar á föstudag Gerði góöa sölu í Þýskalandi Skagfirðingur SK 4, sem áður var Vigri RE, seldi í Bremenhaven á mánudags- morgun fyrir 128,18 króna meðalverð, sem er það besta sem fengist hefur á markaðn- um síðan gamli Skagfirðingur seldi þar 30. maí á 152 krónur. Það verð var aftur það besta síðan þetta skip, sem þá hét Vigri, seldi í upphafi árs. Það má því segja að Skagfirðingi gangi vel í fyrstu veiðiferð hjá nýjum útgerðaraðila, en skipið mun koma í fyrsta skipti til hafnar á Sauðárkróki á föstudaginn. Að vísu var Skagfirðingur einungis með um hálffermi vegna lélegra veiða í Rósa- garðinum nú undanfarið. Af þeim sökum var unnt að vanda frágang aflans til fullnustu, en að mati Skag- firðingsmanna er góður frá- gangur afla togara félagsins stór ástæða þess hversu gott meðalverð fæst fyrir aflann. Það verð sem Skagfírðingur fékk nú var35 krónum hærra en Gullver frá Seyðisfirði fékk í síðustu viku og 50 krónum betra en Hegranesið fékk fyrir tveim vikum, þannig að heppnin eltir áhöfn Skagftrðings. Skipið seldi 138,5 tonn fyrir 17,8 milljónir. í tilefni af komu Skagfirð- ings til Sauðárkróks á föstudag, veiður skipið bæjar- búum til sýnis milli klukkan 5-7 síðdegis, og starfsfólki Fiskiðjunnar og Skagfirðings verður boðið upp á veitingar í tilefni dagsins. Verðlagsráð skikkar Stein- ullarverksmiðjuna til að selja Þýsk-íslenska steinull „Við höfum hingað til haft meira frelsi með sölu stein- ullar í smásölu en verðlags- ráði virðist kunnugt um. Með samþvkkt sinni virðist okkur takmörk sett með það í framtíðinni, en ég á von á því að við förum að selja Þýsk- íslenska steinull, annaðhvort beint eða í gegnum dreifingar- aðila á Reykjavíkursvæðinu, sem er Krókháls, en það gerist ekki nema með samkomulagi allra aðila”, segir Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar. Sum kunnugt er kærði Þýsk-íslenska Steinullarverk- smiðjuna til verðlagsráðs fyrir skemmstu, sökum þess að verksmiðjan hafði synjað fyrirtækinu um kaup á vörun íi í smásölu. ,,A sínum tíma vildi Þýsk-íslenska gerast dreifingaraðili við hlið Krókháls, en við töldum nægjanlegt að hafa einn dreifingaraðila á Reykjavíkur- svæðinu og vildum að byggingarvörusalar á höfuð- borgarsvæðinu keyptu vöruna í gegnum umboðsaðilann”, sagði Einar Einarsson. I úrskurði Verðlagsráðs segir, að í ljósi markaðslegrar stöðu, einokunaraðstöðu, Steinullarverksmiðjunnar og að lítil samkeppni ríki í smásölu steinullar á Reykja- víkursvæðinu, telji ráðið að synjun á sölu steinullar til Þýsk-íslenska feli í sér skaðlega takmörkun á sam- keppni sbr. 20 grein laga nr. 56 frá 1978. Þess má geta að tvö smásölufyrirtæki hafa 90% markaðarins á Reykjavíkur- svæðinu. Næsta skref í málinu er það að Verðlagsráð hefur mælst til þess að Verðlagsstofnun leiti sætta með málsaðilum og finni leiðir til að binda enda á málið. GÆOAFRAMKOLLUN GÆDAFRAMKÖLLUN BÓKABIÍÐ BKmiARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.