Feykir


Feykir - 28.10.1992, Page 1

Feykir - 28.10.1992, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Ef stóriðjuáformin standast er Líklegt að virKjun jökulsáa verði hafin um aldamótin Nemendur 10. bekkjar Gagnfræðaskóla Sauðárkróks þreyttu í síðustu viku maraþonhjólreiðar til ágóða fyrir skólaferðalagið sem fara á til Vestmannaeyja næsta vor. Hjóluðu krakkarnir vítt og breitt um Evrópu á rúmum sólarhring. Fyrst var ætlunin að hjóla til Parísar en ferðin sóttist svo vel að ákveðið var að hjóla áleiðis heim, og var staðnæmst á Málmhaugum í Svíþjóð. Þá voru 3000 kílómetrar að baki. Aheitum var safnað meðal fyrirtækja í bænum og söfnuðust 300 þúsund, svo að krakkarnir uppskáru ríkulega laun erfiðis síns, sem var mikið. íþróttahúsið á Laugarbakka fullbúið Ef stóriðjuáform stjórnvalda standast eru töluverðarlíkurá því að virkjun Jökulsánna í Skagafirði verði hafin um aldamót. Þessi virkjun hefur verið á teikniborðum í Orkustofnun í mörg ár, og eftir nýjustu rannsóknir á svæðinu er Ijóst að unnt er að reisa þarna mun stærri og hagkvæmari virkjun en áður var talið. Jarðgangnagerð undir gljúfrinu gerir mögulegt að reisa 1400 gígavattastunda virkjun í stað 700 áður. Þessi virkjun hefur þann kost fram yfir marga aðra möguleika áð rask á yfirborði náttúru er sáralítið þar sem mannvirkin yrðu falin inni í gljúfrinu. Haukur Tómasson verk- fræðingur hjá Orkustofnun segir að þrátt fyrir að þessi virkjun sé 10-15% dýrari en Fljótsdalsvirkjun sé um mjög álitlegan virkjunarkost að ræða, en þessar virkjanir yrðu af svipaðri stærðar- gráðu. Jarðgangnagerðin í tengingu Jökulánna og fyrir aðfall í stöðvarhús er 39,6 km að lengd í samanburði við 36 kílómetra löng göng á Fljótsdal, ogeinnig verðurað telja aðstæður við Jökulsár- gljúfur talsvert erfiðari. Haukur segir að fallhæð í virkjuninni verði um 550 metrar. Raunar verður 'um tvær virkjanir að ræða. Fall frá Austur-Bug við safnlónið úr Stafnsvötunum, sem eru í 700 metra hæð, og í aflstöð sem verður staðsett í fjöllun- um rétt framan Merkigils. Affallið þaðan verður síðan nýtt í annarri stöð niður við Villinganes, sem er í 150 metra hæð. Þá er innrennsli frá Nýjabæjarfjalli meira en áður var vitað. Aðspurður sagðist Haukur álíta að beitilönd væru lítil uppi við Stafnsvötn vegna hæðar landsins. Ekki væri meiningin að hrófla við náttúruvætti við Orravatnsrústir. ,,Rannsóknir hjá okkur á þessu virkjunarsvæði eru enn á frumstigi, en ef eitthvað gerist með orkusöluna verður sjálfsagt farið á fullt með rannsóknirnar, hvað svæðið leyfir með tilliti til jarðfræði og annarra þátta”, sagði Haukur. Landsvirkjun hefur nokkra aðra virkjunarkosti uppi í erminni. Þar er Efri-Þjórsá framar í framkvæmdaröðinni, en verkhönnun er lokið við nokkrar virkjanir auk þeirrar á Fljótsdal. Má þar nefna Búðarháls í Þjórsá, Sultar- tangavirkjun, Vatnsfell við Þórisvötn og Búrfell II. Þessa dagana er verið að taka í notkun við Laugarbakka- skóla nýtt og glæsilegt íþróttahús og verður það vígt með viðhöfn á sunnudaginn kemur. Húsið kemur til með að leysa brýna þörf á svæðinu, bæði með íþróttakennslu skólanna og íþróttaiðkun keppnisfólks og almennings. Húsið er fullfrágengið að j innan og búið öllum tækjum. | Leikvöllurinn er 26x15 metrar : að stærð og löglegur til | keppni í körfuknattleik. Að ' sögn Jóhanns Albertssonar skólastjóra er útlit fyrir að húsið verði vel nýtt Byrjað var á byggingunni! haustið 1990 þegar steypturj var kjallari að tengibyggingu. Arið eftir var húsið steyptj upp og gert fokhelt og í ár unnið við frágang að innan. Um áramót verður smíða-j stofa tekin í notkun og þá verður eftir að innrétta áfanga sem í eru fjórar, kennslustofur, auk minni; stofu og kennarastofu. .j Vígslúathöfnin á sunnu-. dag hefst kl. 16. Er von fjölda gesta, þar á meðal mennta-i málaráðherra. Að hefðbundnum j vígsluatriðum loknum munui skólanemar keppa í íþróttum og að því loknu munu nemendur bjóða gestum til kaffidrykkju. Ibúða húsabyggingar einstaklinga á Sauðárfcrúkí: Ekki verið líflegra Ul flölda ára ,,Það hefur ekki verið svona líflegt í íbúðahúsabyggingum hjá einstaklingum í mörg ár. Fyrirspurnir um lóðir eru talsverðar og ef þessi skriður á lóðaúthlutunum helst, kæmi mér ekki á óvart að allar 13 lóðirnar við BreJvkutún yrðu farnar næsta vor”, segir Guðmundur Ragnarsson bygg- ingarfulltrúi á Sauðárkróki, en í sumar og haust hefur verið byrjað á átta íbúðum utan félagslega íbúðakerfisins. Byrjaðar eru framkvæmdir við byggingu þriggja einbýlis- húsa á vegum einstaklinga, og einnig hefur Trésmiðjan As hafið byggingar fimm íbúða við Grenihlíð, eins raðhúss og fjórbýlishúss. Ibúðir þessar verða seldar á frjálsum markaði í ýmsu byggingarástandi, og eru fyrirspurnir talsverðar, en framkvæmdir eru nýhafnar. Sauðárkróksbær hefur gert fjórar lóðir byggingarhæfar við Brekkutún sem er neðsta gatan í svokölluðu Laufblaði er kemur sunnan Túngötu í Túnahverfi. Tveim lóðum hefur verið úthlutað þar, og var seinni úthlutunin með fyrirvara um að bærinn gerði aðrar lóðir við götuna ekki byggingarhæfar fyrr en að vori. ,,Ef lánshlutfall til þeirra sem byggja í fyrsta skipti verður hækkað eins og mér skilst að áform séu um, þá á ég allt eins von á því að einstaklingar byggi talsvert á næstu ámm”, segir Guðmundur byggingarfulltrúi. —ICTeHjill lipl— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519 • BlLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 ÆÍI bílaverkstæði %> simi. 95-35141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN %

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.