Feykir - 28.10.1992, Page 4
4 FEYKIR 371992
Hallbjörn Hjartarson ætlar nú galvaskur í vetrarbyrjun að
hefja útvarpssendingar frá Skagaströnd.
„Byrja af enn meiri krafli..."
segir Hallbjörn Hjarlarson sem er að byrja með
kántrýútvarpið bessa dagana
„Það var auðsjáanlegt að
margir minna gesta fögnuðu
því mjög að Kántrýbær var
opinn að nýju, og ég er mjög
ánægður yfir þeim viðtökum
sem staðurinn fékk í sumar. I
haust hefur verið opið hjá mér
um helgar fram að þessu. Ég
hef verið að bíða eftir
vínveitingaleyfi, er búinn að fá
synjun einu sinni og það ræðst
af því hvort þetta fer í gegn að
ég hafi opið í vetur. En við
byrjum af enn meiri krafti
aftur næsta vor”, sagði
Hallbjöm Hjartarson á Skaga-
strönd.
Það varð aftur á móti
ekkert úr þeim áformum
Hallbjarnar að byrja útvarps-
rekstur í sumar. En það er
hinsvegar alveg komið að því
að þessi langþráði draumur
hans rætist.
„Það eru öll tæki komin í
hendurnar á mér nema
sendirinn. Sá útbúnaður er í
skoðun hjá fjarskiptaeftirlit-
inu í Reykjavík. Þeir eru
búnir að hafa þetta hjá sér í
þrjár vikur og ég er orðinn
svolítið langeygður, en þeir
eru búnir að lofa því núna að
þetta verði forgangsverkefni
hjá þeim, svo ég á von á
sendinum á næstu dögumog
að útsendingar geti hafist
núna um mánaðamótin”.
Svo þú ætlar bara að fara í
loftið núna í vetrarbyrjun?
„Já elskan mín góða það
skiptir ekki neinu máli með
það. Ég fer út í útvarpsrekstur-
inn eingöngu vegna míns
tónlistaráhuga, þetta undir-
strikar minn kántrýáhuga og
það sem ég er og hef verið að
gera í íslensku kántrýlífi. Það
eru engin gróðasjónarmið
þarna á ferðinni, þótt ég yrði
feginn öllum þeim auglýs-
ingum sem stöðinni bærust.
Svo er ég náttúrlega að hugsa
um mína viðskiptavini að
sumrinu, að strax og þeir séu
komnir inn á húnvetnska
grund geti þeir svissað yfir á
kántrýútvarpið, ferðast um
héraðið undir kántrýáhrifum
og komið svo í Kántrýbæ og
fengið sér hamborgara”,
sagði Hallbjörn. Kántrý-
útvarpið kemur til með að
heyrast um allt Húnaþing og
vestur á Strandir.
Fyrsta gróðurhús
landsins á Króknunt
„Ekki fyrir alls löngu mátti
heyra og sjá í fjölmiðlum
fregnir af því að Sauðkræk-
ingar hefðu eignast sína
„fyrstu” gróðrarstöð. Þessar
ánægjulegu fregnir urðu til
þess að rifja upp fyrir mér
greinarkorn sem ég ritaði í
tímarit suður í Reykjavík fyrir
nokkrum árum, þess efnis að
Sauðkrækingar hefðu orðið
fyrstir til að reisa gróðurhús á
Islandi, eða réttara sagt
danskur maður búsettur á
Sauðárkróki. Þessu til árétt-
ingar er vitnað í heimildir þar
að lútandi”, segir Steinn
Kárason garðyrkjufræðingur
og skrúðgarðyrkjumeistari frá
Sauðárkróki í bréfi til
blaðsins.
Steinn var svo vinsamlegur
að senda ljósrit af greininni
sem birtist í tímaritinu Hús &
Garður 1. tbl. 1987. Fróð-
leiksfúsum lesendum til
glöggvunar birtist greinin í
heild hér á eftir:
Efnafólk í Norður Evrópu
hóf ræktun undirgleri á 17du
öld til að geta notið aldinna
suðrænnar sælu. Appelsínur,
fíkjur og annar gróður af
suðlægum slóðum var rækt-
aður í stömpum og kerjum,
sem stóðu úti yfir sumar-
tímann, en voru síðan fiutt í
upphituð hús yfir veturinn.
Dropavökvun hefur snemma
verði þekkt, því á myndum
(sem eru koparstungur) úr
hollenskri garðyrkjubók frá
1670 má sjá bómullarþráð
'—Íjaileií—
Carl Knudsen danski kaupmaðurinn sem byggði gróðurhús á Sauðárkróki árið 1896, það fyrsta
á landinu. Til vinstri við Bjarnabæ má síðan sjá elsta tré á Sauðárkróki að talið er, reyniviður frá
1934.
liggja í skál með vatni yfir í
ræktunarílát til vökvunar.
Fyrsta gróðurhús á Islandi
var byggt á Sauðárkróki árið
1896 og var það hitað upp
með hrossataði yfir sumar-
tímann. Sá sem húsið byggði
var danskur kaupmaður
Johan Carl Schjering Knud-
sen, en í ritinu Saga
Sauðárkróks, sem Kristmundur
Bjarnason tók saman segir
LAUGARDAGINN 31. OKT. OPNUM VIÐ VERSLUN
með föndurvöru • hannyrðir • listmuni og heimilisiðnað
í kjallara Villa Nova að Aðalgötu 23, og verður opið frá kl. 10 -16.
Opnunartími framvegis:
Alla virka daga kl. 13 -18 • Laugard kl. 11 -14.
Verið Velicomin
Hólmfríðuv ojj Þuríðuv
Galleví VTLLA NOVA Aðalpötu 23, sími: 36430
frá því að Carl Knudsen
kaupmaður hafi fyrst komið
hingað til lands árið 1884,
selt hér enska vöru, en tekið
sauði fyrir.
Knudsen var umsvifa-
maður í verslun á Sauðár-
króki, þar hafði hann
vörugeymslur og seldi m.a.
byggingavörur. Vínverslun
hans var nafnfræg og var á
boðstólum mikið úrval vín-
tegunda og þótti Knudsen-
brennivínið bera af.
Á Sauðárkróki var Knud-
sen frumkvöðull í garðyrkju
og stuðlaði að aukinni
garðrækt, enda hefur hann á
sínum tíma veriðeinnfremsti
garðyrkjumaður landsins. í
gróðurhúsi sínu ræktaði
Knudsen skrautblóm og
matjurtir sem ekki þrifust
utandyra. Auk þess kom
hann sér upp trjágarði og
ræktaði þar meðal annars
rifsber, blóm, kartöflur og
rófur. Trjágarð þennan girti
Knudsen með ærnum kostn-
aði og fyrirhöfn, garðurinn
varð og mikil bæjarprýði.
Eins og góðum garðyrkju-
manni sæmir hafði hann í
gaiðinum áburðargiyíju, þ.e.æs.
safnhaug og lét grafa brunn
til að eiga greiðan aðgang að
vatni til vökvunar. Ekki
kunnu Sauðkrækingar að
meta brautryðjendastarf kaup-
mannsins og höfðu pörupiltar
að leik sínum að vinna
spellvirki á verkum Knudsens,
svo hann varð að krefjast
rannsóknar.
Garður Knudsens, eða
Gróðrarstöðin eins og garður-
inn var síðan kallaður, var á
svæði sem nú afmarkast af
Aðalgötu að austan, upp í
Nafarætur að vestan, og að
sunnan frá gamla Góð-
templarahúsinu, Gúttó, noiður
að Bjarnabæ sem nú er
Skógargata 7.
Sunnan undir Bjarnabæ
stendur nú elsta tréð á þessu
svæði, reyniviður sem plantað
var 1934, en hin gamla
gróska frá tíð Knudsens er
farin veg allrar veraldar og
enginn upprunalegur gróður
lengur til staðar.
S.K.