Feykir


Feykir - 28.10.1992, Síða 6

Feykir - 28.10.1992, Síða 6
6 FEYKIR 37/1992 GRETTISSAGA SSi”,pr Texti: Kristján J. Gunnarsson Pétursson 13. Létu þeir nú í haf, þegar þeir voru búnir og byr gaf. Grettir gerði sér gröf nndir bátnum og vildi þaðan hvergi hræra sig. Líkaði skipverjum það illa. Hrepptu þeir veður stór og gaf mjög á skipið. Báðu þeir þá Gretti enn að hjálpa til við austurinn. Fer hann þá niður og sökkvir byttunum og voru fengnir til tveir að austa til móts við, áður þeir voru yfirkomniraf mæði. Þá gengu til fjórir og fór allt á sömu leið. Svo segja sumir menn, að átta jusu þeir við hann áður en lauk. Var þá og upp ausið skipið. 14. Ber þá nú austur í haf. Fundu þeir eigi fyrreina nótt,að þeir sigldu upp á sker skipinu, gekk undir hlutinn. Var þá hrundið bátnum, og fluttur af konur og allt það er laust var. Þar var hólmur lítill skammt frá þeim og færðu þetr þangað föng sin. En er lýsa tók áttu þeir um að tala, hvar þeir voru komnir. Þar var ey ein skammt frá þeim til meginlands er heitir Háramaisey. Þar var byggð mikil í eyjunni. Hún liggurskammt frá Sunmæri í Noregi. 15. Þorfinnur hét lendur maður, sá er þar átti bú í eyjunni. Hann var sonur Kárs hins gamla, er þar hafði lengi búið. Þorfinnur var höfðingi mikill. Þorfinnur flutti alla menn af skipinu heirn til sín. Grettir varð eftir hjá Þorfinni þá er kaupmenn fóru. Hann var fátalaður lengstum og lét lítið um sig. Þorfinnur lét gefa honum mat. Grettir var honum ófylgjusamur og vildi eigi ganga með honum úti á daginn. Það líkaði illa Þorfinni en nennti þó eigi að kviðja honum mat. 16. Auðunn hétmaðurerbjó þar sem heitir á Vindheimi. Þangað fór Grettir daglega. Það var eitt kvöld er Grettir bjóst heim að ganga, að hann sá eld mikinn gjósa upp á nesi einu. Grettir spurði eftir hvað nýjungu það væri. „Þar á nesinu stendur haugur” segir AuðiArn,enþarvarílagður Kárr hinn gamli faðir Þorfinns. Hefur hann svo aftur gengið að hann hefur eytt brott öllum bóndanum þeim er hér áttu jarðir, svo nú á Þorfinnur einn alla eyna”. Grettir kvað hann vel hafa sagt. „Mun ég hér koma á morgun og lát til reiðu graftól”. Líf og fjör í Bocciakeppni Óopinbert Norðurlandsmót í dag. Keppendur voru 71 frá Grósku í Skagafirði, Eik á boccia var haldið í íþrótta- fjórum félögum af Norður- Akureyri og Völsungi á húsinu á Siglufirði sl. laugar- landi: Snerpu á Siglufirði, Húsavík. Mótinu lauk með Frá keppni í barnaflokki, þar sem b-lið Grósku og lið Snerpu áttust við. Gefum hinum dánu ró athugasemd vegna vísnaþáttar í 36. tbl. Feykis er hagyrðinga- þáttur Guðmundar Valtýssonar á Eiríksstöðum. Þareru nokkrar vísur sagðar eftir Þorvald Þórarinsson kenndan við Hjalta- bakka. Tvær af vísum þessum vega að minningu þess mæta manns, Þorsteins Matthíassonar skólastjóra hér á Blönduósi um tíma. Þorsteinn var með bestu skólamönnum landsins og hér á Blönduósi vann hann mjöggott verk. Hann var mætur maður og t.d. skrifaði hann nokkrar minningarbækur, sem munu fá meira gildi eftir því sem tíminn liður. Auðvitað var hann ekki fullkominn frekar en við hin og hafði sina galla eða eigurn við ekki að segja veiku hliðar. En látum hina dánu hafa ró. Þaðer sjaldgæft að vegið sé að dánum mönnum. Þegar sagan er skráð eru verk þeirra vegin og metin og jafnvel getið um mannlegan breyskleika, en nýlega dánir menn eru látnir í friði. Dómar samtímans eru ekki alltaf réttir. Þorvaldur var mjög góður hagyrðingur. Eftir hann eru margar snjallar vísur, jafnvel perlur. En vísur eru misjafnar eins og gengur. Sumargeta verið meinlausargrínvísur þegarþeim er kastað fram, en orðið hið versta nið, ef menn þekkja ekki tildrögin. Auðvitað eru þannig vísur til eftir Þorvald og sumar þannig að vart teljast prenthæfar. Sennilega hafa allir hagyrðingar fallið í þessa gröf, en perlurnar geymast, hinar gleymast. A nýsköpunarárunum á Skaga- strönd vann góður hagyrðingur ásamt Þorvaldi. Þessi hagyrð- ingur skemmti sér við að stríða félögum sinum með miður fallegum vísum urn þá eða níðvisum. Þorvaldur svaraði honum fyrir þeirra hönd með vísu sem varð til þess að liann hætti þessari iðju. Sú vísa er vel gerð en ekki á að flíka henni á prenti. Eg heyrði líka visu um Guðmund á Eiríksstöðum, sem kastað var fram að gefnu tilefni og er sársaukalaust þeim sem aðstæður þekktu, en hið versta níð ef höfð er yfir án skýringa. Sem dæmi til frekari skýringa vil ég taka, að það er ekki sama merking í orðinu „skýtur” af sögninni að skjóta eða „skítur” af sögninni að skíta, Ekki er hægt að heyra muninn i framburðinum, en merkingar- munurinn er ansi mikill. Eg skrifa þessa athugasemd því mér finnst vegið ómaklega að niinningu mæts manns. Eg vil endurtaka ósk mina um að láta hina dánu hafa ró og enda þetta greinarkorn með því að vitna í heiti frægrar bókar, sem einnig er heiti kvikmyndar, sem gerð var eftir bókinni: „Látum drottinn dæma”. Jón Isberg. Þrátt fyrir að eldri borgarar frá Króknum færu enga sigurför til Siglufjarðar léku þeir Kári Steins og Marsi Sölva á alls oddi og sungu hástöfum alla heimleiðina. borðhaldi og skemmtun á Hótel Höfn um kvöldið. Guðrún Árnadóttir for- maður Snerpu gat þess í mótsetninu að til þessa hefði mótið verið kallað Vinamót og sjálfsagt væri að halda því áfram, þar sem varla væri um opinbert Norðurlandsmót að ræða þar sem öll félög á Norðurlandi ættu ekki aðild að mótinu. Keppt var í þremur flokkum, flokkum barna og aldraðra þar sem einungis voru keppendur frá Snerpu og Grósku, og flokki fatlaðra. í flokki fatlaðra bara-sveit Völsunga sigur úr býtum. Sveitina skipuðu Kristbjörn Oskarsson, Olgeir Egilsson og Hörður ívarsson. í öðru sæti varð a-sveit Eikar og í því þriðja b-sveit Eikar. 1 barnaflokknum sigraði a-sveit Grósku. Hana skipuðu Heiðar Öm Heimisson, Sævar Guðmundsson og Karl S. Guðmundsson. I öðru sæti varð sveit Snerpu (Viðar Aðalsteinsson, Guðbjörg Ellý Gústavsdóttir og Guðmundur Ari Arason). I þriðja sæti varð b-sveit Grósku (Sigríður Elva Eyjólfsdóttir, Sólveig Harpa Steinþórsdóttir og Aðalheiður Bára Steinsdóttir). SiglFuðingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í keppni aldraðra. I sigursveitinni voru þau Nanna Franklíns- dóttir, Einar Albertsson og Hrefna Hermannsdóttir.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.