Feykir


Feykir - 04.11.1992, Qupperneq 6

Feykir - 04.11.1992, Qupperneq 6
6 FEYKIR 38/1992 hagyrðingaþáttur 128 Heilir og sælir lesendur góðir. Góður kostur þykir mér að byrja þáttinn að þessu sinni með vísum eftir Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum. Þó að magur þyki lýð þinna haga svörður, undurfagur alla tíð ertu, Skagafjörður. Drottinn, eina ósk til þín eg vil reyna að stíla. Hér að beinin mjóu mín mættu seinast hvíla. Eins og margir góðir hagyrðingar var Stefán snjall að yrkja hringhendur. Eitt sinn er hann saup vín af undirskál orti hann þessa. Utum kunnur alls staðar upp að munni ég ber‘ann. Þetta er brunnur blessunar en býsna grunnur er ‘ann. Einhverju sinni er komið var að kveðjustund eftir góðan gleðskap orti Stefán sV'O. I leim ég vendi vinum frá þó vínið brennda ei llýi. I n hvenær lendi ég aftur á öðru eins kendiríi. Annar snjall hagyrðingur skagfirskur, Olína Jónas- dóttir, mun vera höfundur næstu vísu. Munu tildrög hennar vera þau að eitt sinn er hún leit út um gluggasinn, sá hún þrjár stelpur og þrjá stráka ganga eftir götunni fytir utan. Misjafnlega tíminn timbrar og teygir þessi jarðarpeð. Líttu á þessar litlu gimbrar og lambhrútarnir skokka með. Oft er gaman að fylgjast með meinsemi hagyrðinga út í hin ýmsu blöð sem út eru gefin á þeirra ævi. Ekki man ég fyrir víst hveryrkirsvo um Tímann, en sá hinn sami hefur þar með auðgað okkar þjóð með snjallri hring- hendu. Menntaskíman fölskvast fer, ílónskuhrímið svellur. Sannleiksglíman örðug er á henni Tíminn fellur. Við þessa upþrifjun man ég eftir annarri vísu sem ort er um Morgunblaðið og minnir mig að hún sé eftir Magnús Gíslason. Þekking á hvað þjóð er græn þarf ei djúpt að grafa, Mogga fyrir morgunbæn meðan flestir hafa. Þjóðstefna hét vikublað, sem Einar Ben. stóð að útgáfu á um skeið. Mun þetta hafa verið áður en farið var að selja sérstakan meðan- jarðarpappír, og sýnir næsta vísa okkur hvaða álit Einar Jochumsson hafði á umræddu blaði. Þjóðstefnan er þarfa blað, það er hægt að sanna. Hún á sjálfsagt erindi að ' afturhluta manna. Aldrei virðist undirritaður fá leið á vísum eftir Móskóga Stebba, og væri gaman ef lesendur gætu lagt þættinum til visur eftir hann. Eftir að hafa upplifað veðrabreytingu innanhúss um háttatímann, þar sem hann var næturgestur, mun Stefán hafa ort þessa vísu. Nú hefur storminn loksins lægt, ljúfur saminn friður. Yfirsængin hægt og hægt hreyfist upp og niður. Áðuren virðisaukaskattur tók gildi hér á landi var bróðir hans söluskattur við bestu heilsu. Einhverju sinni er söluskatturinn olli verð- hækkunum á ýmsum vörum, bar svo til að hækkuð voru hitaveitugjöld í Reykjavík. Komst þá eftirfarandi vísa á kreik, sem ég kann því miður ekki að nefna höfund að. Yfir marga alveg datt, undruðust fólsku slíka, er fjandinn setti söluskatt á sína vöru líka. Þá er að geta þess að í síðasta þætti birti ég vísuna, Lóuveiðum var hann á. Minnti mig að hún væri eftir Karl Isfeld sem ekki var rétt, og mun Lúðvík Kemp vera höfundurinn eftir þeim upp- lýsinguni sem ég hef fengið. Fyrir nokkru spurðust þau alvarlegu tíðindi frá Sauðár- króki að lögreglan þar í bæ hefði fundið landa sem hún væri viss um að ætti ekki lögheimili þar í héraðinu. Þegar Aðalbjörn Benedikts- son spurði þessi tíðindi varð eftirfarandi vísa til. Samkeppnin er sumum hörð, sífellt stækkar vandi. Ylmar nú um allan fjörð óskagfirskur landi. Ekki er ólíklegt að það hafi verið urn svipað leyti og umræddur ylmur fannst á Króknum, sem eftirfarandi vísa komst á kreik. Ekki hefur fengist uppgefið hver væri höfundur hennar, að öðru leyti en því að heyrst hefur að hún muni vera ættuð frá Hofsósi. Eg hef víða velkst um svið og verið í mörgum sóknum. En aldrei orðið úti við óglatt nema á Króknum. Segja má að nokkur ástæða hafi verið fyrir hagoiða menn þar á Króknum að kvitta fyrir umrædda sendingu og hefur það nú verið gert á eftirfarandi hátt. Hofsósinga nærnt er nef, nasir þengja býsna oft. Þeim verður sjálfsagt óglatt ef þeir asna'st inn í betra loft. Þar með verður að láta staðar numið og ég bið ykkur að vera sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s: 95-27154 Frá aðalfundi Samtaka bæja- og héraðsfréttablaða: Hefðin líka gullvæg I blaðaútgáfu Uppskeruhátíð Ungmennafélagsins Neista á Hofsósi var um helgina. Þar voru veittir bikarar og viðurkenningar fyrir árangur og ástundun íþróttamanna félagsins. A myndinni eru frá vinstri talið: Ólafur Ólafsson, sem þótti sýna bestu ástundun knattspyrnumanna í sumar, Jóhann Haraldsson var valinn besti knattspyrnumaður yngri flokka, Oddur Jónsson var markakóngur meistaraflokks, Hasseda Miralem hlut hvorutveggja nafnbótina knattspyrnumaðurog íþróttamaður Neista, Viðar Einarsson efnilegasti knattspyrnumaður Neista, Magnús Jóhannesson fékk viðurkenningu fyrir dugmikið starf í þágu félagsins og Elín Gréta Stefánsdóttir var valin frjálsíþróttaniaður Neista. ,,Já, en það er svo langt til Keflavíkur. Á ég að labba?” sagði Steingrímur Ari Arason aðstoðar- maður fjármálaráðherra þegar reynt var að fá hann til fundarvið blaðamenn af landsbyggðinni um fyrri helgi í forföllum fjármála- ráðherra Friðriks Sófussonar. — „Svo er þetta líka um helgi og opinberir starfsmenn eiga frí uni helgar”, bætti hann við. Eftir fáein orðaskipti lauk símtalinu og útilokað reyndist að draga manninn alla leið til Keflavíkur á aðalfund Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða sem baldinn var á Flug Hóteli í Keflavik 24. október sl. Til fundarins komu fulltrúar sjö af fimmtán aðildarblaða samtakanna. Páll Ketilsson Víkurfréttum setti fundinn ogsá um fundarstjórn. Það kom í hlut Fríðu Proppe, Fjarðarpóstinum ritara fráfarandi stjórnar, að flytja skýrslu stjórnar. Þarrakti hún starfsemi Samtakanna og kom víða við. Þá sagði hún: „Almennt hefur gengið illa fjárhagslega hjá flestum aðildar- blaða okkar síðustu vikur og mánuði. Samdrátturinn í þjóð- félaginu hefur verið gífurlegur sem kemur fram í verulegri fækkun auglýsinga. Það er því sem köld vatnsgusa, ef stjórn- völd ætla að afnema það, að við fáum endurmetið til lækkunar virðisaukaskattgreiðslna þann vask sem við greiðum, eða að virðisaukaskattur verði einnig lagður á sölu blaðanna”. Héraðsfréttablöðin beturlesin Atli Rúnar Halldórsson frétta- maður ríkisútvarpsins mætti til fundarins og ræddi stöðu bæjar- og héraðsfréttablaða. Hann vitnaði til veru sinnar í Noregi fyrir nokkrum árum, en þar eru gefin út um 150 svæðisbundin blöð. Nýleg könnun í Noregi segir einnig að bæjar- og héraðsfréttablöðin séu mun betur Iesin en dagblöðin. Sagði Atli að þessa könnun mætti allt eins færa upp á íslensk blöð. Niðurstaðan yrði sú sama hér á landi. Einnig ræddi hann um framsetningu frétta í blöðum og lagði þar mikla áherslu á gildi góðra fyrirsagna. Til fundarins mætti einnig Sigurður Ágúst Jensson við- skipta- og markaðsfræðingur frá fyrirtækinu Átak hf. í Reykjavik. Fjallaði hann um markaðsmál blaðanna í skemmtilegu erindi, lagði áherslu á að blöðin skapi sér góðar hefðir, fólk kynni að meta slikt. Það gæti t.d. skaðað hefð blaðs sem alltaf kæmi út á fimmtudögum, ef breytt yrði um útgáfudag. Ný stjórn og ályktun A aðalfundinum var kjörin ný stjórn Samtakanna. Hana skipa Friða Proppe Fjarðarpóstinum formaður, Gísli Valtýsson Fréttum varaformaður, Kristjana Olöf Valgeirsdóttir Eystrahorni gjald- keri, Jóhannes Sigurjónsson Vikurblaðinu ritari og Bjarni Harðarson Sunnlenska frétta- blaðinu meðstjórnandi, en „sunn- lenska” var tekið inn í samtökin á fundinunt eitt nýrra aðildar- blaða. Fundurinn sendi einnig frá sér eftirfarandi ályktun: „Aðal- fundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða, haldinn í Keflavík 24. október 1992, skorar á stjórnvöld og fjármála- ráðherra að falla frá aukinni skattheimtu á blaða- og bókaút- gáfu”. Skemmtileg skoðunarferð Að loknum aðalfundarstörfum var öllum fundarmönnum ásamt mökum boðið til skoðunar- ferðar um Suðurnes undir leiðsögn Helgu Ingimundardóttur leiðsögumanns. Skoðunarferðin hófst með heimsókn í Leiruna, á Garðskaga og i Sandgerði. Þá voru höfuðstöðvar Víkurfrétta og prentsmiðjunnar Grágásar skoðaðar og farið sem leið lá um Keflavík og Njarðvík upp á Keflavíkurflugvöll. Þar var allt það helsta skoðað undir leiðsögn Friðþórs Eydal blaðafulltrúa varnarliðsins. Af Hugvellinum varhaldiðút í Hafnir og þar skoðað mjög áhugavert lúðueldi, þar sem 50 kg. lúður syntu um i kerjum og biðu slátrunar þar til gott verð fæst á erlendum mörkuðum. Ur Höfnurn var-farið á Reykjanes og þaðan sem leið lá í átt til Grindavíkur. í Svartsengi var síðan endapunktur hinnan eigin- legu skoðunarferðar. Þangað var kornið í myrkri og flóðlýst orkuver Hitaveitu Suðurnesja skoðuð undir leiðsögn Júlíusar Jónssonar forstjóra fyrirtækisins. Einnig var boðið upp á veitingar. Deginum lauk síðan með kvöldverðiá Flughóteli um kvöldið en þar gisti blaðafólk um helgina. Rómuðu allir aðbúnað og glæsileika hótelsins og einnig hafði fólk á orði að það hafi séð Suðurnes með öðrum augum. Á Suðurnesjum eru ntargir áhugaverðir skoðunar- staðir eins og blaðafólk kontst að raun urn.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.