Feykir - 03.03.1993, Blaðsíða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU1
SAUÐÁRKRÓKI
I>að var hraustlega tekið á því þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni á öskudagsballinu
í félagsmiðstöðinni Grettisbæli á Sauðárkróki í síðustu viku. Mynd/Pétur Ingi Björnsson.
Bæjarstjórn Sauðárkróks:
Sauðárkrókur verði eini
landshlutakjarninn á Nv
„Við teljum það skynsamlegri
stefnu að dreifa fjármagninu
út í sveitarfélögin í atvinnu-
lífið í stað þess að setja það á
verðbréfamarkað í Reykjavík“,
segir Hafþór Rósmundsson
framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs Verkalýðsfélaga á Norð-
urlandi vestra sem hefur að-
setur á Siglufirði, en sl. fimmtu-
dag var gengið frá 10 milljón
króna lánveitingu sjóðsins til
bæjarsjóðs Sauðárkróks. I>eir
fjármunir munu fara að veru-
Iegu leyti til að skjóta stoðum
undir starfsemi Saumastof-
unnar Vöku, og þar með
tryggja 10-15 konum í bænum
atvinnu.
„Okkur finnst mjög ánægju-
legt að geta stutt við atvinnu-
lífið með þessuni hætti, og hag-
kvæmt að því leyti að þama koma
iðgjöld inn til okkar í staðinn.
Við höíúm lánað talsvert til sveit-
arfélaga á svæðinu, t.d. til bygg-
ingar dvalarheimila, þar sem eðli
málsins samkvæmt teljum við
það okkur skylt. Við lánuóum t.d.
til bygginga dvalarheimila á
Skagaströnd og Siglufirði og ég
held ég geti sagt að sjóðurinn
eigi verulegar innistæðum í
bönkum á svæðinu, og þá er ég
ekki að segja að hann sé neitt
sterkari en aðrir sjóðir af söniu
stærðargráðu'1, sagði Hafþór.
Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga
á Norðurlandi vestra og Lífeyris-
sjóður starfsmannafélags KEA
tóku þá ákvörðun að gerast
aðilar að sameiginlegum lífeyris-
sjóði verkalýðsfélaga á Norður-
landi sem hóf starfsemi um síðustu
áramót. „Við sáum ekki fram á
að þessi sameining mundi tryggja
okkur sjóðsfélögum betri lífeyr-
isrétt í framtíðinni. Þá metuni
við það þannig að með óbreyttu
fyrirkomulagi sé tryggara að
fjármunir haldist heima í byggð-
arlögunum".
Aðild að LVNV eiga Verka-
lýðsfélagið Vaka á Siglufirði,
Verkakvennafélagið Aldan á
Sauðárkróki, Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Skagastrandar, Verica-
lýðsfélag Hólmavikur og Verka-
lýðsfélag Kaldrananeshrepps.
Verkalýðsfélag Austur - Hún-
vetninga á Blönduósi hætti aðild
að LVNV um síðustu áramót og
gekk til liðs við samciginlega
sjóðinn á Norðurlandi.
Að mati bæjarstjórnar Sauð-
árkróks er eðlilegast að einn
landshlutakjarni verði í hverju
kjördæmi, en ekki tveir á
Norðurlandi vestra eins og gert
er ráð fyrir í drögum að
byggðaáætlun sem Byggða-
stofiiun hefiir látið gera. „Verði
þetta niðurstaðan þá hefur í
raun ekkert breyst. Afram
verður eilífúr ágreiningur um
það hvar velja skuli opinberri
þjónustu í kjördæminu stað“,
segir í bókun sem frani kom
á bæjarráðsfundi nýlega og
samþykkt var á bæjarstjórn-
arfundi í gær eftir talsverðar
umræður.
Bæjarstjóm Sauðáricróks telur
rökrétt að Sauðárkrókur verði
landshlutakjami fyrir kjördæmið,
en Siglufjörður, Blönduós og
Hvammstangi héraðskjarnar.
Þetta kemur fram í svari bæjar-
stjórnar við bréfi þróunarsviós
Byggðastofnunar frá því í lok
janúar, þcgar óskað var eftir
ábcndingum og nýjum hug-
myndum um mótun byggða-
stefnu.
í bókun bæjarstjórnar scgir
einnig að gerð byggðaáætlunar
til lengri tíma sé af hinu góða.
Við gcrð slíkra áætlana verði að
taka tillit til efnahagslegra og
þjóðfélagslegra staðrcynda. Stjóm-
völd verði að gera upp á milli
staða og héraða og velja úr þau
svæði sem líklcg séu til þess að
eiga framtíó fyrir sér. Mjög mikil-
vægt sé að faglega verði staðið
að vali þeirra forsendna scm
gcngið verði út frá við mat á
því hvort einstakar byggðir
skuli teljast til vaxtasvæða eða
ckki. Tilfinningar megi ekki
ráða því vali.
„Ánægjulegt að geta stutt við
atvinnulífið með þessum hætti
LVNV lánar bæjarsjóði Sauðárkróks 10 milljónir
Byggingavörudeildin flutt
Nú um helgina var unnið að flutningum á byggingavörudcild
Kaupfélags V.-Hún. í húsnæði þaó scm það keypti í fyrra af Olís
hf, að Höfóabraut 6 á Hvammstanga. Að undanfömu hafa staóið yfir
breytingar á húsnæðinu. Að sögn Hrólfs Egilssonar vcrslunar-
stjóra byggingavömdeildar cykst plássið nokkuð við fiutningir.n
og vinnuaðstaðan á lager batnar. Humyndin cr síðan að rýma til
í matvörudeildinni og fiytja vefnaðarvörudcildina í það pláss
sem byggingarvörudeildin hafði áður. Með þcssum breytingum
verður hægt að auka vöruúrval í þessum deildum og gera versl-
unina enn nicira aðlaðandi en hún hefur verið hingað til. E.A.
—CTch?5II kpl—
Aðalgötu 24 Sauðárkrðki
ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA
FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019
Æa
bílaverkstæöi
sími: 95-35141
Sæmundargata 1b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140
Bílavibger&ir • Hjólbar&averkstæ&i
RÉTTINGAR • SPRAUTUN