Feykir


Feykir - 03.03.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 03.03.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 8/1993 Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluveró: 120 krónur. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Einar Jóhanncsson t.h. veitir klukkunni góðu viðtöku úr hendi Magnúsar Sigurbjörnssonar. Einar Jóa heiðraður af Grettismönnum „I>etta er sú kærkomnasta gjöf sem ég hef nokkru sinni fengið um ævina þó svo að mér fyndist sjálfur að ég ætti hana ekki skilið. Það er gleðilegt að það skuli vera metið sem maður Stórtónleikar á Tanganum Stórtónleikar Tónlistar- félags V.-Hún. sem féllu niður vegna veðurs fyrr í vetur verða haldnir mið- vikudaginn 10. mars n.k. A tónleikunum kemur cingöngu fram heimafólk, mcó ýmiss konar tónlist og víst er aö allir fá aö heyra citthvað viö sitt hæfi á tón- leikunum. Nokkuð hcfur bæst viö af efni frá því aö halda átti tónleikana, og gerir það þá aö cnn eftir- sóknarveröari viðburði. Tón- leikar meö sama fyrir- komulagi voru haldnir fyrir ári og þóttu takast vel. EA. hefur reynt að gera“, sagði Einar Jóhannesson fyrrver- andi formaður Björgunarsveit- arinnar Grettis á Hofsósi, en hann var leystur út með gjöfúm og gerður að heiðursfélaga Grettis þegar hann lét af for- mannsstarfinu nýlega eftir langt og heilladrjúgt starf í stjórn Grettis. „Þó þeir fengju aö vita þaö í tíma aö ég hygöist draga mig í hlé, þá átti ég ekki von á svona trakteringum og þetta kom mér mjög á óvart. Þú mátt gjarnan koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem aö þessu stóðu“, sagði Einar þegar Feykir sló á þráöinn til hans fyrir helgina. Grettisfélagar gáfu Einari forláta klukku á grásteini. Á stcininn er fest gullplata meö mcrki í líki mcrkis Slysavarnafélags Islands cn þar stendur: Einar Jóhannesson, bcstu þakkir fyrir vel unnin störf. Við formennsku í Gretti af Einari tók ErlingurGarðarsson í Neöra-Ási. Þessir friðsömu bófar komu í heimsókn. Gestkvæmt á öskudegi Öskudagurinn, einn mesti hátíöisdagur bamanna, rann upp bjartur og fagur sl. miövikudag og viðraði vcl fyrir skrautbúna öskudagskarla og kerlingar að spranga um borg og bý. Rit- stjórn Feykis var einn margra vinnustaöa sem fengu fjölda heimsókna þennan dag af söng- glöðu og sætindasömu fólki. Hafiö bláa hafiö og Bjarnastaðabelj- umar viröast enn eitt árió tróna á toppi vinsældarlista götunnar. En lítil manneska sem kom ein síns liðs um miðjan daginn, var í gervi einnar sögupersónunnar í Galdrakarlinum í Oz og söng Kanntu brauð aö baka meö miklum ágætum. Þetta reyndist vera hann Fannar Þeyr Guð- mundsson og haföi hann frá mörgu aö segja enda dagurinn viðburðaríkur. „Jú ég er búinn að fara víöa en einn vinur minn fer samt á miklu fleiri staði. Eg held hann hafi ætlað á fimmtíu Þessar voru ósparar á að taka lagið. eöa sextíu staöi. Gott ef hann lendir ekki út í sveit og færi sjálfsagt saltkjöt að borða", sagöi Fannar. Búningarnir voru fjölbreyti- lcgir aö vanda, sumir mjög þjóö- legir og ckkcrt til sparaö aö gera skartið sem eólilegast. Til aö Fannar I>eyr Guðmundsson. mynda vakti athygli blaðamanns iðnaðarmaöur einn í vinnuslopp með smíöasvuntuna um mittiö og hamarinn dinglandi í hanka á hlióinni. Spekingar spjalla á Heimiskvöldi Laugardaginn 27. febrúar hélt karlakórinn Heimir sína árlegu kvöldskemmtun á Hofs- ósi, vió ákaflega góöar undir- tektir, enda mun Heimiskvöldið taliö ein besta skemmtun sem haldin er í Höföaborg næst á eftir þorrablótinu aö sjálfsögðu. Eftir ágætan kórsöng þar sem Þorvaldur varö loks aö játa sig þrotinn meö aukalögin, settust menn aö veislukaffi Heimis- kvcnna, þökk sé þeim. Síðan rak hvert skcmmtiatriðió annað. Annáll Kristjáns Stefánssonar sem kitlaði hláturtaugarnar, ágætur leikur nýstofnaörar harm- onikkuhljómsveitar, að ógleymd- urn hagyröingaþætti, þar sem fjórir snillingar sátu fyrir svörum og bar margt á góma scm vænta mátti. Meðal annars voru þcir spuröir hvaöa starf þcir teldu bcst henta Clinton forscta cf hann tæki þá ákvöröun aö flytja til Skagafjarðar. Kom aö sjálfsögöu margt til greina meöal annars var þeirri spurningu varpaö fram í salinn hvort starf myndi finnast fyrir hann á Hofs- ósi. Tvcirrosknirog löngu afdiink- aðir svcitarstjómamienn er sátu álútiryfirbollum sínum, tóku nú aö huglciða þetta mál. Báöum þótti hugmyndin góö, en annar var þó í nokkmm vafa og sagði: Vissulega vœri gaman efvild' ann biia á Hofsósi, en hvernig skildi þeim koma saman Clinton og Jóni á Oslandi? Hinn saup á bolla sínum og fékk sér kannski svolítið korn í nefið og tók síðan ákvörðun eins og sveitarstjómarmenn veröa jafnan aö gcra: Vœri Clinton kominn hér ég kysi liann sveitarstjóra, vel mundu þau sóma sér saman hann og Þóra. Kærar þakkir fyrir komuna Hcimismcnn og konur. Einbýlishús til sölu! Til sölu er húseignin vió Suöurgötu 8 á Sauðárkróki, 140 fermetra einbýlishús á tveimur hæöum. Húsiö er í ágætu standi og á góöum staö. / Nánari upplýsingar gefur Agúst Guömundsson löggiltur fasteignasali í síma 35900 eóa aö Borgarmýri 1 Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.