Feykir


Feykir - 03.03.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 03.03.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 8/1993 Svarthol á Sauðárkróki Um marga áratugi helur sam- komuhúsió Bifröst á Sauðárkróki verið aðalsamkomustaður bæjar- búa fyrir utan kirkjuna. Kristni- hald á Króknum er nokkuð gott en gæti verið bctra. Bifröst er gott hús, þótt gamalt sé og hefur verið vel við haldið. Salurinn er nokkuð stór, við hæfi fyrir það fólk, sem þangað sækir. Með öðrum hliðarvegg eru svalir í mátulegri hæð til þess að þeir sem þar eru geti horft niður á þá sem eru í salnum. Ég reyni alltaf að ná í sæti á svölunum, því mér er það eiginlegt að horfa niður á þá sem nálægt mér eru. „I gegnum tíðina“ cins og sagt er á góðri íslensku, hafa menn verið glaóir á góðri stundu í Bifröst og þó Pétur og Páll hafí ýtt frá sér, hefur aldrei orðið mannfall. Eins og aðrir Skagfirðingar veit ég vel að ég er einn af lýðnurn og vil ekki vera alveg niður við núll. Ég ímynda mér að ég geti hitt og þetta, en þaó er ekki alltaf rétt. Mér finnst skagfirskt mont vera mildara en hið þingeyska, en það er oft betra að fara hægt og vera ekki nema hálfur upp úr jörðinni. 4. febrúar sl. bauð félagsmála- ráð Sauðárkróks bæjarbúum 67 ára og eldri til nýársfagnaðar í Bifröst. Krókurinn er löðrandi af kratisma. Ég á ekki lögheimili á Sauð- árkróki og spurði hvort ég mætti fara á þessa samkomu. Já ég mátti það, því meiningin væri að taka alla reikunarmenn upp af götunni. Þegar ég kom inn í Bifröst brá mér ónotalega. Það var búið að mála lciksvióið, senuna svarta. Veggir og loft var kolsvart, en Eldri borgarar á Sauðárkróki í „svartholinu“, eins og greinarhöfundur kallar félagsheilmilið Bifröst, í boði félagsmálaráðs Sauðárkróks. gólfið var með pínulítið ljósari lit, líklega til að benda á, að ljósglæta gæti kontið úr Neðra, en þar er þó ekki að jafnaði bjart. Ekkert ljós var á senunni, bara skíma úr salnum. Þetta var sann- kallað svarthol. Eg veit ekki hvað hefur verið yfir mönnum þcim, er stóðu fyrir þcssari framkvæmd. Aldrei áóur hefur vcrið svart- hol á Króknum. Hall rnenn þurft að sitja inni og bíða eftir úrskurði í Menn lítið ykkur nær Nokkur orð um hlutdrægni eða hlut- leysi í ritstjórn Feykis í nokkur skipti nú á síðustu tveimur árum hafa komió á síóum Feykis skrif frá ritstjóra blaðs- ins, sem hafa orðió til þess aó nokkrir menn hafa séð ástæðu til að sctja ofan í við ritstjóra og talið hann hal'a brugðist hlut- leysisstefnu blaðsins með skrifum sínum. Hlutleysi blaðs í skrifum um menn og málefni hlýtur alltaf að vera einstigi sem erfitt er að fóta sig á og jafnvcl óhugsandi að það sé hægt, því öll skrif í blað hljóta að hafa cinhverja nterkingu sem í flestum tilfellum er afstaða til einhverra mála, manna, hluta eða atvika. Einnig hefur hug- takið hlutleysi blaöa varla vcriö skýrt í hugum manna. DV skartar t.d. bæði á forsíðu og baksíðu slagorðunum l'rjálst óháð dagblað, þrátt fyrir aö leiðarar blaósins séu oftast rammpólitískir og jafnan tekin afstaða með eða móti hinum ýmsu málum sem upp koma og efst eru á baugi. Jafnvcl Mogginn hefur verið kallaður hlutlaust blað og þykir þá mörgum nóg um. Líklegast er þó að menn telji blöð hlutlaus eða óháð ef þau leyfa skrif á síðum sínum frá fólki með mismunandi skoðanir, þaðerað segja lcyfi skoðanaskipti. Nú verður varla sagt annað um Fcyki en að þar fái allir inngang, með sín mál og skoðanir sem þeir vilja kom á framfæri, svo varla er hægt að ásaka blaðið um hlutleysisbrot á því sviði. Ef lesin eru önnur landsmálablöð verður varla annaö sagt en frétta- fiutningur í Feyki sé mjög til- litssamur og mjúkur miöaö við þau og varla hægt að núa ritstjóra því um nasir að hann sé maóur öfganna í skrifum sínum. Margir cru þeir hinsvegar scm tclja aó beittari skril' ritstjóra um ýrniss málefni mundu lífga blaðió og gera það annars skemmtilegra. En erfitt er að gera öllum til hæfis eins og dæmin sanna og einstigið áðumefnda virðist mis- breitt eftir því úr hvaóa átt er á það litið. Alltaf hljóta menn að geta hnotið um misfellur á veginum og varla er hægt að ætlast til að slíkt hendi ekki hjá einum manni sem skrifar aö mestu einn 45 blöð á ári. Alltaf þurfa þó einhverjir sjálfskipaðir siðapostular og tepmrófúr að grípa tækifærið og reyna að láta ljós sitt skína í slíkum tilfellum. Svo var og nú í síðasta tölublaði Feykis er Jón F. Hjartarson skrifar opið bréf til ritstjóra og veitist hart að honum vegna fréttar um opinn stjórnmálafund er Davíð Oddsson forsætisráðhcrra var frummælandi á. Telur Jón að sem gleggstar fréttir eigi að flytja af slíkum fundum og fundarsetan hafi verið meiri en fram kom í fréttinni. Rangt sé að enginn nýr boðskapur hafi komió fram í máli ráðhcrrans og varla geti ritstjóri dregið fólk sem sæki opna póli- tíska fundi í pólitíska dilka. Jón hrópar hlutdrægni! hlutdrægni! og bendir á skrif ritstjóra um Vilhjálm Egilsson máli sínu til stuðnings. Nú er það svo að varla getur það talist dauðasynd þó ritstjóri hafi talið 50 manns á fundinum en eitthvað fleiri hafi setió hann og varla sáluhjálparatriði hjá Jóni eða Davíð hvort talan réttari er. Það sem stendur upp úr er þaó að fáir voru á fundinum miðað við þaó að forsætisráðherra var á ferð eins og fréttin frá ritstjóra segir og hlýtur það alltaf að vera hans mat hvaó honum þykir góð cða slæm fundarsókn. Hvort ritstjóra hcfur þótt citthvað nýtt í boðskap forsætisráðhcrra eóa ekki, hlýtur að vera hans mat en ekki Jóns Hjartarsonarogkannski hefur ritstjóri verið búinn aó heyra eitthvað áður sem hann heyrði á fundinum, þó Jón Hjartarson hafi ekki verið búinn að heyra þaó, eóa ritstjóri er betur lesinn á þessum sviðuni en Jón. Varla er það vafaatriði hvort sjón- armiðið á hcima í blaðinu, ef það cr mat ritstjóra að ekkert af því sé fréttnæmt sem frant kont í máli Davíðs. Hvorki Jón né forsætis- ráðherra bcnda á eitt einasta atriði í skrifum sínum í Feyki sem vert hefði verið fyrir ritstjóra að taka inn í fréttina sem nýjan boðskap ráðherra, þaó er aðeins hrópaó hlutdrægni! hlutdrægni! Ritstjóra er einnig í sjálfsvald sett hvort hann metur þaó svo að mcstur hluti fundarmanna hafi verið hliðhollir ríkisstjóminni og víst er að slíka fundi sitja alltaf langflestir úr fiokkum þcirra frum- mælenda sem fundina halda hverju sinni, enda oftast búið að smala fólki saman af fiokksklíkunni til að láta líta svo út að fiokksstarf og fylgi séu sem mest. Ekkert af þeim atrióum sem á undan eru nefnd geta því talist hlutleysis- brot ritstjóra. Varðandi innhcimtugrein rit- stjóra á hendur Vilhjálmi Egils- syni alþingismanni sem allir Kristmundar bæjarins stóóu á öndinni yfir, ntá segja að ekkert réttlæti það að Jón Hjartarson vclti sér upp úr því ntáli þar scm Vilhjálmur sjálfur svaraði þcirri grein og ritstjóri bað hann afsök- unar í sama blaði. Þó svo megi segja að húmor ritstjóra hafi gengið nokkuð kingt í það skiptiö virðist svo vcra í skrifum Vil- hjálms að hann hafi skilið hann betur cn blaðstjóm Feykis og aðrir tcprungar samfelagsins. Blaðstjóm Feykis, sem mér skilst að komi saman einu sinni á ári eða annaó hvort ár, scndi frá sér athugascmd við grcin ritstjóra unt Vilhjálm og án cfa skrifar Jón Hjartarson opið bréf sitt til ritstjóra sem einn af hinum mektugu mönnunt blaðstjórnar og tclur að nú sé hirtingar þörf, cn gleymir því jafnframt aó ritstjóri er ábyrgð- armaður blaósins og blaðstjóm aðcins stjóm eigendafélags hluta- félagsins Feykis sem kemur hvergi nálægt útgáfu blaðsins og hefur ekkert með daglegan rekstur eða skrif í blaðið aó gera, þar scm þcir lcigðu ritstjóra þaó. Fannst því mörgum sem hin ráðalausa blað- stjóm væri að sletta sér fram í hluti sem hcnni kæmi ckkcrt við og ýmsum fannst þeir kannast við rnerki útvarpsráós á þeirri olání- setningu. Varla getur það vcrið að ntenn gleynti því í hvaða fjölmiólaráðum þcir sitji l'undi í hvert eitt sinn og rcyni að beita ritskoöun viðlíka og þckkist hjá útvarpsráði í blaðstjóm Fcykis. Fyrir 10 árunt skrifaði sá cr þessar línur ritar smáfrétt í Dag á Akureyri unt það er Jón Hjartar- son ásamt Þórði Þórðarsyni þáver- andi bæjarstjóra fóru í heimavist Fjölbrautaskólans vegna gruns um aó hass væri ræktað þar. Fundu þeir torkcnnilcgt blóm sem þcir sendu til ræktunar og rcyndist þaó vcra stofublómið heimilisfriður. Út af þcssari frétt uröu hin mcstu læti. Jón þá sem nú blaðstjómar- maóur í Fcyki lagði blaöió undir sig og sínar skoðanir á málinu, sem allt var tilbúningur af hans hálfu og jós ásamt meðreiðar- svcinum sínum, fomiitnni ncmcnda- félagsinsog fleimm úrskóktnum, úr skálum reiói sinnar yfir ntig. Þá var ckkcrt talaó urn hlutlcysi blaðsins né á nokkurn hátt rcynt að hafa samband við mig út af málinu og varla að ég fcngi að koma svargrcin scinna í blaðió. Varla cr þaö slíkra manna að hrópa hlutdrægni! hlutdrægni! þó cin- hverjar línur séu ekki skrifaðar cins og þcir vilja hafa þær. Því væri vísast að segja, „mcnn lítiö ykkur nær og sá yóar scm synd- laus er kasti fyrsta stcininum". Olafur II. Jóhannsson. sínum málurn, hafa vcrið gluggar á innisctukompum.Líklega hefur ekki verið til svathol hér á landi síöan Jón Hreggviðsson var lok- aóur inni á Bessastöðum. Svartholið á Króknum er eins og dægurfluga, sem kemur og fcr. Það ntun hvcrfa jafn hljóðlega og það kom. Efnisheimurinn er á stöðugri hreyfingu. Hvort hinn andlegi hcimur er það líka, vita menn ekki. Þessi santkoma, sem félags- málaráð bauð til, var góð. Það var dansað og það var sungið og það var lesinn sögukafii eftir Þor- bcrg Þórðarson. Þorbcrgurer alltaf sami snillingurinn, þó hann sé farinn til feðra vorra. Ekki má glcyma því að kon- jakk var vcitt í staupum. Ég af- þakkaði þær veitingar því ég stend ekki undir víni. Lögreglumenn í Bifröst þurfa að vera Skagfiróingar sem þekkja sitt hcimafólk. Það var fyrir iöngu að lög- reglumcnn aö sunnan voru í Bif- röst á Sæluviku. Þcir unnu það óhappaverk að sctja inn höfuð- skáld héraðsins. Skáldið gerði þó ekki annað al' sér en lýsa því y fir hátt og snjallt í Grænasal, aó lands- stjórnin fyrir sunnan væri vond. Þctta var mcinlaust, því Hcr- mann glímukappi stóð stöðugur, þó ýtt væri við honum. Skagllrðingar vilja að þeirra skáld séu friðhelg, þó þeim verði á minniháttar mistök. Og Skag- firðingar gcta líka borið höluðið hátt. Éyrr og síóar hafa þeir átt virðulega fyrirmenn, sýslumenn, presta, hreppstjóra og skáld. A 19. öld var Grundarkots-Jón cinn þcssara fyrirmanna. Að vísu var hann ckki ríkur, en hann gat ort góóar vísur og það geta fáir. Mér líður vcl á Króknum, hcf ckki vcrið settur í Svarthol og vcrð líklcga ckki scttur inn hér cl'tir, því þrckið cr búið svo ég get ekki gert citt eða neitt af mér. Eitt cr þaö þó sem ég sakna. Goðdalakistan cr of langt í burtu. þctta fallega fjall, scm ég horl'ði á alla æskutíð mína. Skrifað í febrúar 1993 Iíjörn Egilsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.