Feykir


Feykir - 03.03.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 03.03.1993, Blaðsíða 3
8/1993 FEYKIR3 Geiri í norska sjónvarpið Stúdentsefnin koma nieð skólameistarann í hjólbörunum að Verknámshúsinu sl. fimmtudag. Hjólböruferð frá Hofsósi Af götunni Síminn lekur Þrátt fyrir miklar umbætur í sínia- og fjarskiptamálum á síðstu árum cru cinstakir landshlutar ckki vcl scttir hvað þctta varðar. Þannig mátti sjá það í Vest- firska fréttablaðinu á dögunum að draugagangur væri í símanum í Djúpi, síminn læki og fólk þyrfti að tala varlcga. Brögð munu vera að því að fólk ryðjist óvart inn á línur í samtöl annarra, og ekki nóg mcð það heldur kcmur stundum fyrir að símtölin yfir- taka talið í sjónvarpstækjunum. Til að mynda hafði Astþór bóndi í Múla mikinn ama af því síðasta vetur, að hafa alvöruþrungna rödd Jóns hreppstjóra á Laugarbóli í sjónvarpinu í tíma og ótíma, í stað radda frcttamanna, stjórn- málamanna og kvikmynda- leikara, eftir atvikum, að sögn Vestfirska. Læknirinn gekk yfir Trékyllisheiði Vestfirska segir cinnig frá því að Stcfáni Olafssyni héraðlækni á Hólmavík sé ekki físjað saman. Þegar hann var að sinna viðtölum í Ameshrcppi á Ströndum föstu- dag einn fyrir stuttu, tepptist hann og varð það til þess að hann var mcðal gesta á þorra- blótinu í Arnespsem var á laugardagskvöld. A sunnudeg- inum var síðan komið ágætis fcrðaveður. Gckk hann þá um 20 km yfir Trékyllisheiði í mjög þungu færi og var á fjórða tíma á gangi. Er talið að langt sé síðan læknir á Ströndum liafi gcngið Trékyllisheiði í vitjunarferðum, en Stranda- læknar munu hafa farið marga svaðilförina yfir heiðina fyrr á árum. Slapp við fréttina Litlu munaði að Magnús Olafs- son fréttaritari á Svcinsstöðum yrði að skrifa frétt af óláni sjálfs sín núna rétt á dögunum. Þannig var að vatn fraus í útihúsi hjá Magnúsi. Þýddi hann leiðsluna með kósan- gastæki og setti síðan heybagga að leiðslunni til að vcrja hana frosti. Er hann kom í húsin skömmu síðar voru hcybaggamir brunnir og komin glóó uppi í torfi í þekjunni. Kósangaskúturinn var líka orðinn ansi hcitur, cn það scm hafði bjargað málum var að glóðin í böggunum hafði brætt smá göt á vatnsleiðsl- una, scm var úr plasti, og írðist vatn úr henni þarna yfir og hélt því eldinum í skctjun. „Það hafði myndast þama sjálfvirkt slökkvi- kcrfi og þetta var mesta mildi að ekki skyldi fara vcrr'j sagði Magnús í samtali við Fcyki. Nýtt faxnúmer Feykiser 36703 Áður en vetur er liðinn mun væntanlega birtast á skjá norska sjónvarpsins þáttur m«ð leik hljómsveitar Geirmundar Valtýssonar og dansi 30 norskra danspara, félaga í dansklúbbn- um „Komið og dansið“. Upp- tökumenn norska sjónvarpsins ásamt dansáhugafólkinu komu til Reykjavíkur um síðustu helgi og þá var gerð upptaka á fjórum lögum Geirmundar. Þá hefur ein vinsælasta hljóm- sveit Noregs óskað leyfis til að leika nokkur af lögum Geir- mundar inn á hljómplötu. Upptakan fyrir norska sjón- varpið var geró sl. laugardag og tók tvo tíma. Forsaga þessa er sú að hér á landi er cinnig starfræktur dansklúbbur mcð sania nafni og sá norski, og hafa þessir klúbbar skipst á efni. Þannig fékk norski klúbburinn snældur með leik hljómsveitar Félag eldri borgara var stofnað á sl. hausti aö tilhlutan bæjar- stjórnar Sauðárkróks. Stjórn félagsins hefur verið að vinna og undirbúa þau mál, sem ætlast var til að félagið hefði að mark- miði. Fyrst skal drepið á byggingar fyrir eldri borgara á svæðinu. Var það raunar aðaltilgangur bæjarstjómar, að félagið stæði að könnun og framkvæmdum, ef áliugi væri fyrir að byggja fé- lagslegar íbúðir. Nefnd sem tilncfnd var af stjóm félagsins hefur unnið að undirbúningi þessa máls og mun hún kynna það, sem gert hefur verió á almennum fundi, sem fyrirhugað er að halda um niiðjan mars. Félagið byrjaði með tóman sjóð og að auki ekkert hús til að halda almenna fundi. Nú hefur fengist aðstaða í Dvalar- heimili Sjúkrahúss Skagfirðinga til funda og samkomuhalds. Þá hcfur verið ákveðið að árgjald hvers félaga verói kr. 1000, og mun gjaldkcri félagsins sjá um innheimtu þess. Samið hefúr verið við nokkur fyrirtæki hér í bæ um afslátt af vöru og þjónustu til handa félagsmönnum. Eru þau fyrirtæki tilgreind á félags- skírtcini. Grannt verður skoðað að fá afslátt á ferðalögum, bæði innan- lands og utan, svo og gistingu. Ferðancfnd á vegum félagsins hefur haft mcð þetta að gera og mun upplýsa félagsmenn um það, sem þegar cr fyrir hendi. Félagsncfnd mun sjá um að skipuleggja veitingar á fundum, cn ætlast cr ti! að félagsmcnn sjálfir taki þátt í og skipti með sér verkum þar að lútandi. Ætlunin er að félagsmenn komi saman og taki í spil, tefli cða finni sér eitthvað annað afþreyingarefni Geirmundar og þykir dönsumnum mjög skemmtilegt að „tjútta" við skagfirsku sveifluna. Rcyndar er svcitian sjálfsagt ekki ný fyrir Norðmennina, því mörguni þótti vinningslag Evrópusöngvakcppn- innar fyrir fáum árum, La det svinge með dúettnum Bobbey- socks, ákaflega líkt lögum Geira. Viðtökurnar sem sveiflan hefur fengið á Hótel Islandi eru ótrúlegar að sögn Olafs Lauf- dals. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er búið að panta mikið á þennan mánuð og í þeim næsta líka, þannig að mér sýnist að þctta muni standa citthvaó fram á sumar. Sýningin þykir góó og svo er fólk svo ánægt með hvað Geirmundur og hljóm- sveitin stendur sig vel að halda uppi fjörinu. Oft fer fólk að tínast út þegar vel er liðið á annan tím- ann, en þegar Geirmundur spilar eru allir til enda", sagói Olafur. við og við. Þá er fyrirhugað að vera með einhverja starfsemi á þeim sunnudögum, sem aðrir aðilar, með svipaða starfsemi, eru ekki með opið hús. Eflaust eru margir félagar orðnir langeygir eftir að heyra frá gerðum stjórnarinnar, cn eins og getið var um í upphafi, var ekki húsnæði né fjármagn fyrir hendi til fundarhalda. Stjórnin hefur kappkostað að undirbúa eftir bestu getu þau mál, sem tilgreind cru hér aó framan og vonast hún til að fundur geti orðið um miðjan mars, sem fyrr segir. Sæmundur Á. Hermannsson. Stúdentsefni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra stóðu fyrir athyglisverðri uppákomu sl. fimmtudag, er þeir „trilluðu“ hjólbörum frá Hofsósi til Sauð- árkróks á tæpum sex tínium. Tilgangur ferðarinnar var tví- þættur, annars vegar að vekja athygli á framleiðslu þessa iðn- varnings í héraðinu, og liins- vegar að safna áheitum fyrir útskriftarferðalagið til Portú- gals í vor. Að sögn Einars Einarssonar fyrirliöa hjólböruliðsins var lagt af stað frá Stuðlabergi á Hofsósi, þar sem börumar eru framlciddar, klukkan tíu á fimmtudags- morgun og komið til Sauðárkróks rétt fyrir klukkan tjögur síðdegis. Gcngið var í hús í bænum og safn- að áheitum, og sagði Einar að undirtektir hefðu verið mjög góðar og þeir kynnu bæjarbúum hinar bcstu þakkir, svo og Stuðlabergi sem gaf hjólbömmar, Sauðár- króksbæ fyrir að hafa keypt bör- urnar eftir að þær höfðu verið styrkleikaprófaðar af skólameist- ara síðasta spölinn, og ferða- skrifstofunni Úrval/Útsýn. Einar segir að minnsta kosti 25 stúdcnts- cfni fari til Portúgals í útskriftar- ferðina vor. Norðlenskir hestadagar Hestamenn á Norðurlandi og Hólaskóli halda sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal dagana 16.-18. apríl 1993. Hér með er auglýst eftir hrossum og knöpum í fjölbreytt sýningaratriði fýrir gæðinga og kynbótahross svo og í unglingasýningu. Þeir sem áhuga hafa hafi samband við fulltrúa í viðkomandi nefndum fýrir 10. mars n.k. Gæðinganefnd: Unglinganefnd: Bjarni Bragason 95-35580 Kolbrún Kristjánsdóttir 96-61610 Valdimar Andrésson 96-22243 Sigurður 1. Björnsson 95-27146 Jón Gíslason 95-24077 Alda Björnsdóttir 95-12688 Sigríkur jónsson 95-1 2988 Anna Jóhannesdóttir 95-38229 Kynbótanefnd: Ármann Ólafsson 96-31290 Páll B. Pálsson 95-38814 Víkingur Gunnarsson Hermann Ingason 95-39962 95-24365 Undirbúningsnefnd Indriði Karlsson 95-12923 Frá Félagi eldri borgara

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.