Feykir - 05.05.1993, Blaðsíða 1
5. maí 1993, 16. tölublað 13. árgangur.
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Ósdekk flytur fyrir-
tæki til Blönduóss
Hefur þegar skapað þrjú ný störf
Skemmtun hjá leikskólanum
Laugardaginn 1. maí efhdu starfsstúlkur leik-
skólans á Hvammstanga til skemmtunar í hús-
næði félagsmiðstöðvarinnar. Höfðu þær æft
Ieikþætti með leikskólabörnunum og tók hvert
einasta barn þátt í einhverju dagskráratriða.
Kynnir á skemmtuninni var Steinunn Eðvalds-
dóttir 6 ára og vakti hún athygli fyrir góða fram-
komu og lestrarkunnáttu, sem þurfti til að geta
kynnt hvert dagskráratriði svo nákvæmlega sem
hún gerði.
Fullorðna fólkið skemmti sér virkilega vel og
virtust allir sammála um að svona tilbreyting væri
mjög þroskandi fyrir bæði bömin og foreldrana og
munu margir foreldrar hafa séð nýja hlið á böm-
um sínunt á skemmtuninni. Að lokinni dagskrá
var kökubasar til styrktar foreldrafélagi leikskól-
ans. Starfsfólks leikskólans á þakkir skyldar fyrir
framtakið og þá mikla vinnu sem það lagði á sig
endurgjaldslaust.
EA.
Bæjarsjóður Sauðárkróks eykur
skuldir til stuðnings atvinnulífinu
Framleiðsla og innflutningur
er hafin hjá Osdekki á Blöndu-
ósi á ýmsum vörum sem létta
fólki störfin og auka vellíðan á
vinnustað, svo sem ýmsuni teg-
undum vagna, hillurekka,
mottna sem fólk stendur á í
stað glerharðs gólfs og stóla
sem falla vel að líkamanum,
t.d. fyrir starfsstúlkur við
flæðilínur frystihúsa. Þeir Ós-
dekksmenn Jakop Jónsson og
Hallur Hilmarsson keyptu ný-
lega fyrirtækið Léttitæki frá
Reykjavík, en það hefúr um-
„Betur vinnur vit en strit“, er
aðalsmerki þeirrar vöru sem
Ósdekk hefur nú hafið fram-
leiðslu og innflutning á.
boð fyrir innflutning og fram-
leiðslu þessarar vöru.
Þrátt fyrir að aðeins sé mánuð-
ur síðan skrifað var undir kaup-
samning er að sögn Jakops þeg-
ar komin verkefni á annan mán-
uð, en þrír menn munu vinna að
framleiðslu til að byrja með, og
aó auki verður sölu- og umboðs-
skrifstofa starfrækt áfrant að
Bíldshöfða 18 í Reykjavík. Á
henni starfar fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Léttitækja og hefur
hann eins og áður með höndum
hönnun á ýmsuni ffamleiðsluvör-
um fyrirtækisins.
Jakop segir mikla atvinnu fel-
ast í sérsmíði ýmisskonar og í
framtíðinni sé gert ráð fyrir 4-6
störfum við framleiðslu og sölu
vamings sem fyrirtækið Léttitæki
hafði áður. Hann segir að þrátt
fyrir kaupin á fyrirtækinu og
fjölgun starfa hafi þcir Ósdekks-
menn nægjanlegt húsnæði. Nýt-
ing þess sé nú mun betri en áður.
Þá má þess geta í lokin að ekki
síst bændur geta nýtt sér hin
ýntsu hjálpartæki sem Ósdekk
hefur nú upp á að bjóða.
„Skuldastaða bæjarins er engin
óskaniðurstaða, en í ljósi ástands-
ins í þjóölclaginu er bæjarfelaginu
skylt að veita fé tif atvinnulífsins“,
sagði Snorri Björn Sigurðsson
bæjarstjóri við afgreiðslu bæjar-
stjórnar Sauðárkróks á fjárhags-
áætlun fýrir viku. Hfutafjárfram-
lög bæjar og veitna á þessu ári
verða að Ukindum tæpar 20 millj-
ónir og er áætlað að þeim verði
varið til Saumastofúnnar Vöku,
Loðskinns og hlýsjávareldis, en
ekki hefúr verið ákveðið í hvaða
lilutfóllum þessu fjármagni verð-
ur deilk Gert er ráð fýrir að fram-
lög veitna til bæjarsjóðs á þessu
ári verði 27,5 milljónir.
Helstu framkvæmdir bæjarins,
fyrir utan hafnarframkvæmdimar
sem getið hefur verið í blaðinu,
verða á sviði gatnagcrðar. Til þess
málaflokks verður varið 36 milljón-
um á þessu ári. Jarðvegsskipti veröa
gerð við Ártorg og í tveim nýjum
götum í Túnahverfinu, Brekkutúni
og Eyrartúni. Lagt verður malbik
yfir syðri hluta Skagfirðingabrautar,
líklega frá Ábæ að Bámstíg. Er áætl-
að að sú framkvæmd kosti um 8
millj. og gangstéttir verða gerðar í
syðri hluta Hlíðahverfis fyrir 8,5
milljónir, svo eitthvað sé nefnt. Þá
veróur varið 2,5 milljónum til lag-
færingar skólalóða og litlu minni
upphæð til frágangs lóðar leikskól-
ans í Fumkoti.
Af mjög fjárfrekum fram-
kvæmdaliðum má einnig nefna
framlög bæjarins til byggingar
stjómsýsluhúss, 22 milljónir, og til
byggingar bóknámshússins tæpar 11
milljónir.
Nokkrar breytingar vom gerðar á
fjárhagsáætlun milli umræðna.
Lækkun var gerð á rekstrarlið um
3,8 milljónir, og eru hclsta ástæða
þess að sálfræði- og félagsþjónustu
sem áformað er að koma á hefur
verið frestað til haustsins og sparast
þar veruleg upphæð. Áætlaður
kostnaður við snjómokstur hefur
verið lækkaöur um 1,1 milljón og
nefndarlaun verða lækkuð um 10%
frá 1. maí, og sparast þar um 400
þúsund. Nokkrir nýir liðir koma inn
í rekstur bæjarins frá síðasta ári, svo
sem nýtt starf æskulýðs- og íþrótta-
fulltrúa.
Gert er ráð fyrir að langtíma-
skuldirSauðárkróksbæjarhækki um
10,6 milljónir á árinu. Ný lán verða
tekin fyrir 65,6 milljónum.
Bæjarfulltrúar Framsóknar-
flokksins lögðu fram langa bókun
við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar
en stóðu að samþykkt hennar með
meirihlutanum. Bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins sat hinsvegar hjá
á þeim forsendum að gengiö hefði
verið framhjá tillögum hennar við
gerð fjárhagsáætlunar.
Verulegt tap á Skildi
Tap á rekstri Skjaldar var 19,5
niilljónir á siðasta ári, scm er
14p milljónum meira tap en árið
á undan. Hclsta ástæckm fýrir
þessum mikla taprekstri Skjald-
ar á síðasta ári, er gcngisfellingin
á haustdöguin en hún oUi hækk-
unum á skuklum fyrirtækisins
um 15 milljónir króna. I>etta
kom fram á aðalfundi fyrirtæk-
isins sem haldinn var lýrir
skömmu.
Rckstrartekjur jukust um 1% á
síðasta ári, voru 298,6 milljónir.
Verg hlutdeild fjármagns var 42,1
ntilljón króna eða 14% af rckstrar-
tekjum. Við lok síðasta árs voru
heildarskuldir Skjaldar 305,8 millj-
ónir króna þar af veltufjármunir
68,4 milljónir. Langtímaskuldir
vom 148 milljónir og eigið fé 45,1
milljón. Eiginfjárhlutafall var 14,75
og veltufjárhlutfall 0,61.
Sem kunnugt er rekur Skjöldur
frystihús á Sauðárkróki og gerir út
togarann Drangey SK 1. Yfirstjóm
fyrirtækisins er hinsvegar í hönd-
um aðaleigandans Þormóðs ramma
á Siglufirði, en hluthafar em 81. í
frystihúsinu voru tekin til vinnslu
1760 tonn á síðasta ári. Að jafnaði
starfa um 60 manns hjá Skildi.
—flp— Aðalgötu 24 Sauðárkrðki yftftbílaverkstæði
Æ M M rn rn sími: 95-35141
ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA
FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140
BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílavi&ge&ir • Hjólbarbaverkstæbi
SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN