Feykir


Feykir - 05.05.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 05.05.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 16/1993 Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauóárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 120 krónur hvert tölublaó. Lausasöluveró: 130 krónur. Setning og umbrot: Feykir. Prentun; Sást sf. Feykir á aðUd að Samtökum bæja- og héraðsfiréttablaða. Léleg sala Skagfirðings Aðalíundur starfsárið 1992 veróur á Hótel Mælifelli mánudaginn 10. maí kl. 20,30. Dagskrá: I. Venjuleg aóalfundarstörf. 2. Önnur mál. Reikningar félagsins fyrir árió 1992 liggja frammi á skrifstofu Ataks frá mánudegi 3. maí. Stjórn Átaks hf. Einbýlishús á Sauðárkróki óskast tíl leigu! Svæóisskrifstofa fatlaðra óskar eftir 150 fermetra húsnæói á einni hæó, frá og meó ágúst næstkomandi, undir rekstur vistheimilis fyrir fötluð skólabörn. Upplýsingar í síma 35002. Skagfirðingur SK-4 seldi í gær- morgun og á mánudag 198 tonn í Bremerhafen fyrir 17,4 milljónir. Meðalverðið er 88 krónur fyrir kílóið og er salan sú lélegasta hjá togurum Skag- firðings í langan tíma. Að sögn Gísla Svans Einars- sonar útgerðarstjóra Skagfirðings er ástæða þessa lclega verðs miklir hitar sem nú geysa í Evr- ópu. „Fyrst cftir að hitnar svona þeysa allir út í garð að grilla, svo að vió getum alltaf átt von á svona sölum inn á milli. Sérstak- Tveir lottóvinn- ingar á Krókinn Áfram virðist heppnin með Sauðkrækingum og Skagfirð- ingum í lottóinu. I nýliðinni viku komu tveir vinningar á Krókinn. Aðalvinningurinn í íslenska lottóinu, 2,2 milljónir og bónusvinningurinn í Víkinga- lottóinu rúmlega 400 þúsund. Reyndar þurfti að auglýsa eftir vinningnum í Lottóinu þar sem konan sem átti miðann rankaði ekki við sér fyrr en hún keypti miða fyrir nýja leikviku, og stóð þá allt í einu óvænt uppi með þann stóra. Lottókassinn á Ábæ viróist búa yfir cinhvcrri sérstakri lukku, eða hefur að minnsta kosti gert það til þessa, þar sem að átta sinnum hafa mnnið í gegnum hann miðar með fyrsta vinning, þar af tvisvar sinnum þreföldum, ogl 1 bónusvinningarhafakomið á þessum sex ámm. Til saman- burðar hvað láninu er misskipt, má nefna að sölustaður einn á höfuðborgarsvæðinu með svip- aðan markað og Ábær, hefur enn sem komið er ekki skilað fyrsta vinningi á þessum tíma. Félagslegar eignaríbúðir Húsnæóisnefnd Sauóárkróks auglýsir eftirtaldar félagslegar eignaríbúðir til sölu. Útborgun er 10% af verói íbúóarinnar. 90% eru lánuó til 43ja ára hjá Byggingarsjóói verkamanna. 1. Víðimýri 6, 0101 (0202) tveggja herbergja, 76,5 fermetrar. Áætlaó verö íbúöarinnar er kr. 5.100.000.00. Bílageymsla fylgir íbúóinni, sem greióist samkvæmt reglum þar um. íbúðin er laus til afhendingar. 2. Grenihlíð 30, neðri hæð, tveggja herbergja, 77,7 fermetrar. Áætlaó veró íbúóarinnar er kr. 5.600.000.00. íbúóin veróur laus til afhendingar 1. júní 1993. Umsóknarfrestur er til 25. niaí 1993. Umsóknareyðublöó fást á bæjarskrifstofunni. Upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni og í síma 35133 milli kl. 9 - 11 frá mánudegi til föstudags. Sauóárkróki 30. apríl 1993 Húsnæðisnefnd Sauðárkróks. lega þcgar skip selja rcglulega meó mánaðar millibili eins og Skagfírðingur gerir", sagði Gísli Svan. Krían komin Krían er komin. Um það leyti sem blaðið var að fara í prentun í morgun, sást til hennar á flugi í stórum hópum inn af hafinu í átt til Skóganna, þar sem að margar tegundir vatnafugla eiga sér varpland. Það var starfsmaöur álialda- húss Sauðárkróksbæjar scm hatði samband við blaðið og lét vita af komu kríunnar. Oft cr talað um að krían komi alltaf á sama degi til landsins, upp úr 10. maí. Menn hér nyðra þykjast þó stundum hafa séð hana hér íyrr, cn ljóst cr að hún er snemma á ferðinni nú. Landsleikur á Krókinn Næstkomandi miðvikudag, eftir nákvæmlega viku, rennur upp sú langþráöa stund að landsleikur fari frarn í íþróttahúsinu á Sauð- árkróki. I>á mætast landslið ís- lands og Eistlands í körfuknatt- leik. Meðal leikmanna í íslenska liðinu er Valur Ingimundarson, og verður hann væntanlega ettir þá landsleikjahrinu sem Iramund- an er leikjahæstur með íslenska landsliðinu til þessa. Páll Kolbeinsson leikmaður Tindastóls erckki í landsliðshópn- um að þcssu sinni vegna meiðsla, cn landsliðið er skipað leikmönnum er lctu mikið að sér kveða í vetur. Þcim Jóni Kr.. Alberti, Guðjóni, Nökkva Má og Kristni frá IBK, bræðrunum Jóni Amari og Pétri úr Haukum, Magnúsi og Brynjari úr Val, Teiti og Val tir UMFN, Guðmundi frá UMFG, Henning UMFS og Herbcrti Amarssyni scnt lcikur í USA. Feykisbikarinn úrslitaleikur keppninnar KS - Hvöt fer fram á Sauðárkróksvelli n.k. laugardag og hefst kl. 16 DCRO Þráðlaus sími alveg ótrúlega þægilegur Verð krónur 31.900 stgr. SII JLII sí Horgarmýri 1 - Síini 95-36676 - 550 Sauðárkrókur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.