Feykir


Feykir - 16.06.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 16.06.1993, Blaðsíða 3
22/1993 FEYKIR3 „ Þeir sem meta náttúruna koma aftur og aftur" segir Knútur á farfuglaheimilinu á Ósum „Vcnjulega kcinur það í ljós á fyrstu þrcm árunum hvort að grundvöllur sc fyrir þessa starf- semi. I>að kom fram strax á iyrsta ári hjá okkur, cnda er tals- vcrður fcrðamannastraumur hcr fyrir Vatnsnesið og fólk hrífst af náttúrufcgurðinni", scgir Knút- ur Levy ungur Vatnsnesingur, scm fyrir þrcmur árum hóf starf- nckslu farfuglahcimilis á Osum á Vatnsncsi, en sá bær er skammt frá náttúruundrinu Hvítserk. I>cgar Feykir sló á þráðinn til Knúts fyrir helgina var hann cinmitt að vinna að gcrð göngustígs niður að þcssum scrstæða klctti, og auðveldar það cldra fólki og þeim scm crfitt ciga með gang að komast í návígi við Hvítserk. Að sögn Knúts voru það útlend- ingar að langstærstum hluta sem nýttu scr gistingu og aðstöðu í far- fuglaheimilinu til að byrja mcð, cn því fcr sífcllt fjölgandi innlenda feróafólkinu scm kcmur við á Osum. „Þcir scnt unna íslenskri náttúm og dýralíli njóta þcss vcl að ferðast um Vatnsnesið. Stemning miðnæt- ursólarinnar cr mikil hér og þcir sem þrá að komast í návígi við fugla- og dýralíf koma hingað aftur og aftur. Héðan frá Osum er t.d. steinsnar í selalátur bcggja vegna Sandsins og í fuglalífið í bjarginu. Æðarvarp er hér líka í landareign- inni og stendur einmitt sem hæst núna. Síðan cru veiðileyfi seld í Sigríóarstaðavatni. Þar gefst fólki kostur á mjög fallegum liski, feitri og fallegri sjóbleikju til dæmis. Það virðist sem dvöl hér spyrjist vel út og fólk sem hingað kemur segist njaman vilja eiga Vatnsnesið fyrir sig, enda er talsverð umferð hér um yfir ferðamannatímann, margir fólksllutningabílar fara hér um yfir daginn. Þetta er líklega í hæfilegri akstursleió fyrir hópferðir frá Reykjavík að skoða náttúmperlur héma í nágrenninu svo sem Borg- arvirki og Hvítserk og fara Vatns- neshringinn áður en haldið er suður á bóginn aftur", segir Knútur. Talsvcrt er um að útlcndingam- ir panti gistingu í farfuglaheimilinu og geri boó á undan sér. Knútur nær þá gjaman í þá í áætlunarbílana á þjóðveg eitt og sér um að greiða götu þeirra meðan á dvöl þeirra á Vatnsnesinu stendur svo og annarra gesta sem að Osum koma. Miðhús í Blöndhlíð: Andahreiður á lóðinni I>egar heimilisfólk í Miðhúsum í Blönduhlíð var að slá lóðina kringum íbúðarhúsið fyrir stuttu, flaug allt í einu stokkönd upp úr slægjunni. I>egar að var gáð reyndist hún eiga hreiður í garðinum með fimm eggjum í. Það mun vera frcmur sjald- gæft að stokkönd vcrpi svo ná- lægt bæjunt, þó svo að þcssi fuglatcgund sé ekki ntannafælin. Að sögn Sigríðar Garöarsdóttur húsfrcyju cr þetta trúlcga sania stokköndin scm verpt hefur í skógræktarrcit kvenfélagsins undanfarin vor, en rciturinn er skammt frá Miðhúsabænum. Reiknað er með að ungamir komi úr cggjunum í þessari viku og fljótlega upp úr því fari móðirin að þjálfa suntök þeirra á vatni skurða þama í nágrenninu áður en lagt vcróur út á hafió djúpa, Héraðsvötnin. Lýðveldisdegi fagnað Á morgun, 17. júní, verður lýðveldisstofn- unarinnar 1944 minnst um allt land. Þessi skcmmtilega mynd barst Feyki úr myndasafni Rósu Jcnsdóttur en hún er einmitt frá þjóðhá- tíðardeginum 1944 og þá var talsvert öðruvísi um að litast á Króknum en í dag. Myndin er tekin frá Gamla bamskólanum og sýnir skrúð- gönguna. Þeir sem auðveldlega má þekkja á myndinni eru: Svava Steindórs, Ema Fríðu á Hesti, Guttormur og Lissý böm Jóns í Ketu, Gýja Haraldar lögreglustjórafrú í Reykjavík, Ragnhildur dóttir séra Helga Konráðs og Silla Gunna frá Víðimel. Húsin sem sjást á mynd- inni eru fyrir miðju hús Guðrúnar frá Lundi, þar scm Ingimar Pálsson og Dóra Hclgadóttir búa nú. Húsið til vinstri er hús Frissa Júll. og t. h. hús Olafs Gíslasonar en í því bjuggu lengi Daddi Þorvaldar, bróðir Búbba, ásamt Dag- björtu konu sinni. Takið eftir Sauóánni þar sem hún seitlar áfram til sjávar fyrir ofan hús- in. Yst til hægri má sjá enda vamargarðs með- fram ánni en þarna rétt við er endi stokksins yfir ánni sem gamlir Króksarar muna eftir, en skrásetjari hefur alla sína vitneskju varðandi þessa mynd frá þeirn. Vilt þú selja Skagfírðingum og Húnvetningum vöru þína og þjónustu? Þá er Feykir sá miðill sem þú þarft á að halda! Blaðið hefur mikla útbreiðslu á þessu svæði og á sér reyndar einnig marga áskrifendur í Reykjavík, og út um allt land. Á Sauðárkróki býður nánast hver bæjarbúi eftir blaðinu vikulega. í sveitum Skagafjarðar er Feykir keyptur á nánast hverjum bæ og Húnvetningar halda tryggð við Feyki. Auglýsing í Feyki er gulls í gildi!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.