Feykir


Feykir - 16.06.1993, Side 6

Feykir - 16.06.1993, Side 6
6FEYKIR 22/1993 hagyrðingaþáttur 143 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki sem byrjar þáttinn að þessu sinni. Veðrin gerast bráðum blíð og burt er vandi. Það er að koma þjóðhátíð í þessu landi. Þegar Hjálmar cr beðinn aó tilncfna næsta hagyrðing kemur þessi vísa. Þegar opnar andans hurð orðlaus verður þjóðin. Elli á Giljá ejiir burð yrkirbestu Ijóðin. Þar með ætti að vera þokkalega séð fyrir upphafi næsta þáttar. Þá kemur næst vísa eftir Danícl Vig- fússon og mun hún vera ort um mann scm færðist mcira í fang en hann réði við. Set þig ei á háan hest. Hreykinn fellur oft til grunna. Ferskeytlunnar form er best jyrir þá sem lítið kunna. Það mun hafa verið Siguróur Norð- land sem orti næstu vísu af svipuðu til- efni. Þeir sem geta ekki ort afþví rímið þvingar œttu að stunda annað sport eða hugrcnningar. Nýlega komust á kreik tvær vísur sem Kristján Amason frá Kistufelli mun hafa ort eftir að hafa séð einn af umdeildum sjónvarpsþáttum Baldurs Hermannsson- ar. Baldur Hermannsson sté í stól, stórvirki hugðist vinna. Svarta messu þar gaurinn gól um grimmdarverkfeðra sinna. Þó að harðlíft með honum sé, hátt í túðunni lœtur, hrörnarfljótt það hola tré sem hatast við eigin rœtur. Guðmundur Kristjánsson á Akranesi yrkir svo um þá þróun sem verður í hjónabandinu þegar aldurinn færist yfir. Astarbál í elli kynt enga veitir gleði. Þegar saman þurrt og lint þarfað deila geði. Hcrmann Jóhannesson frá Kleifum orti svo á skólaárum um forfallakennara sem gekk heldur illa að ná góðu sambandi við ncmcndur. Fátt mun vera í fari hans fœrandi í letur. Eftirlíking andskotans aldrei heppnast betur. Einn skólabróðirHermanns, sem hann taldi þurfa umræddra guðsgjafa með, fékk þessa vísu. Þér ég óskirfagrarjlyt, flýi þig sorg og kvíði. Megirþú hljóta meira vit og meiri andlitsprýði. A þessum tímum krepputals og ým- issa harðræða í þjóðfélaginu er gott að hafa í huga eftirfarandi vísu sem ég held að sé eftir Sigurð Hansen á Kringlumýri í Skagafirði. Hérskal reyntað varða veginn, velta steini í skuldadíkið, svo við kannski kreditmegin komumst inn í himnaríkið. Lítill og pervisinn maður var giftur stórri og drjúgfyrirferðarmikilli konu. Vinkona þcirra hjóna sá eitt sinn ástæðu til að spyrja bónda um framgang mála í hjónabandinu. Nokkuð var bóndi hissa um slíka forvitni, en svarði þó mcð cftir- farandi vísu. Mér finnst ég verða aðfrœða yður frú, um náttúrunnar lög. Með litlum hamri lítill smiður lemur barafleiri slög. A Blönduósi er vikulega gefið út blaó sem ber nafnió Glugginn. Inniheldur hann auglýsingar og sjónvarpsdagskrá næstu viku. Hefur blað þetta það sér mest til á- gætis að í því birtist venjulega ein vísa. Eitt sinn nú í vor birtist þar eftirfarandi vísa. Höfundur er Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Skellir sér þeim skjótta á bak Skagafjarðar sonur. Elskar hesta og hófatak hálfii meira en konur. Nokkru síðar barst svar úr Skagafirð- inum. Höfundurer Stefán Guðmundsson. Una best við allskyns orðaskak og yfin’öldum neita þeir að hlýða. Húnvetningar hœtta að fara á bak og hoifa bara á Skagfirðinga ríða. Astæðulaust taldi Rúnar að fallast á slíkt og svaraði. Húnvetningar hafa á mörgu lag og hestamennska er einnig þeirra fag, þó hófsemin sem vegi þeirra varðar sé varia til í byggðum Skagafjarðar. Fyrir nokkrum dögum var Rcynir Hjartarson á Brávöllum í Eyjafirði á ferð hér í Svartárdalnum. Sá hann þá umrædd- ar vísur og varð það tilefni eftirfarandi hugleiðinga. I dagskránni þeir setja deilurnar á letur þótt dómar virðist flestir þar á reiki. Þeir œttu að spyrja konurnar hvcrjir riða bemr og kynna síðan úrslitin í Feyki. Þá vcrður ekki lengra komist í þessa áttina nú í bili. Að lokum kemur hér fal- leg vorvísa cftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu. Vekja blóm afvœrum blund vorsins hlýju nætur. Daggarskrúð um grœna grund glitra mér viðfænir. Veriði þar með sæl að sinni. Guðm. Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, s: 95-27154. Pála Pálsdóttir + frá Hofsósi ' Fædd 25. október 1912 dáln 29. maí 1993 Pála Pálsdóttir, fyrrum formaður Sambands skagfirskra kvenna (SSK) lést á Sauðárkróki 29. maí sl. Hún fæddist á Hofsósi 25. október 1912, dóttir hjónanna Halldóru Jóhanns- dóttur og Páls Amasonar í Ártúni. Pála stundaói nám viö unglinga- skólann á Hofsósi og síðan Kenn- araskóla íslands, en þar tók hún kennarapróf vorið 1933. Síðarsótti hún kennaranámskeið í Askov í Danmörku og Vadstena í Svíþjóð. Kennarastarf sitt hóf hún við Bama- skólann á Súðavík 1933 og var þar í sex ár, síðast sem skólastjóri. Árið 1939 leitaði hún aftur á æskustöðvamar og var kennari á Hofsósi allt til ársins 1977. Vorið 1940 giftist Pála Þorsteini Hjálmars- syni scm fæddur var í Hlíð í Álfta- firði. Á Hofsósi var síðan heimili þeirra Pálu og Þorsteins, en þar var hann lengstum síma- og póstaf- greiðslumaður auk þess sem hann sinnti fjölmörgum félags- og trúnað- arstörfum. Þau hjónunum varð níu bama auðið. Þau eru: Páll Reynir f. 17. maí 1941, María Hjálmdís f. 25 febrúar 1943, Þórey Jóhanna Dóra f. 31. mars 1944, Gestur f. 6. sept. 1945, Anna Pála f. 19. mars 1947, Þorsteinn f. 27. mars 1948, Broddi f. 5.jan. 1951, Snorri f. 23. júní 1956 og Rósa f. 12. ágúst 1958. Þorsteinn Hjálmarsson lést 26. mars 1981. Þrátt fyrir stóra heimilið sitt og alla kennsluna stundaði Pála marg- vísleg félagsstörf af ánægju og ósér- hlífni. Hún var organisti í Hofsós- kirkju og nokkrum nálægum kirkj- um um margra ára skeið. Þá tók hún þátt í kórsöng og leiklistarstarfsemi ásamt manni sínum, en Þorsteinn var formaður leikfélagsins. Enn- fremur starfaði Pála mikið fyrir Rauða kross íslands, enda hlaut hún heiðursmerki félagsins árið 1981. Þegar Kvenfélagið Aldan á Hofsósi var stofnað 1950 var Pála kosinn formaðurþess en ritari Sam- bands skagfirskra kvenna árið 1954. Fimm ámm scinna var hún svo kjör- in formaður SSK og var það allt til ársins 1971, er hún baðst undan cnd- urkosningu. Um þaö leyti sem Pála varð for- maður SSK var unnið að byggingu Sjúkrahúss Skagfirðinga. Beindist þá áhugi kvenna mjög að þeim framkvæmdum og var ómæld sú hjálp, sem konur innan Sambands- ins veittu mcð fjársöfnunum, happ- drætti og mcrkjasölu. Einnig var Pála formaður SSK þegar þess var minnst meó glæsi- brag, að liðin vom 100 ár frá því að boðað hafði vcrið til sérstaks kvennafundar að Ási í Hegranesi 7. júní 1869. Þar var að finna upphaf kvennahreyfingarinnar á Islandi. Pála var fróð kona og víðlesin. Hún var frjálsleg í framkomu, kappsfull og fylgin sér og henni fylgdi glaðværð og ferskur gustur. Við kvenfélagskonur í Skaga- firði vottum henni virðingu og þökk fyrir áratugastörf í okkar þágu. Sólveig Arnórsdóttir. Amma, amma, við unnum leik- inn! Aldrei kem ég hlaupandi til ömmu minnar aftur með fótboltaúr- slit, einkunnaspjaldið, gat á vettling- unum eða annað sem mér lá á hjarta. Amma mín er ekki lengur hér, hún er hjá Guði. Eg veit að þar líður henni vel og í framtíðinni mun ég örugglcga segja að það hafi í raun- inni verið ágætt að hún fékk að fara. En þannig líóur mér ekki núna. Eg sakna ömmu og ég vildi óska að ég gæti hlaupið til hcnnar faðmað hana að mér eins og ég gerói alltaf þegar við hittumst. Amma sagði oft að við værum mjög líkar, því við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál. Hún fylgdist mjög vel með íþróttunum, þckkti flesta leikmennina í enska boltanum með nöfnum og talaði um strákana í handboltalandsliðinu eins og syni sína. Með mér fylgdist hún grannt og ég varð líklega fyrst íslenskra knattspymukvenna til að fá borgað fyrir að spila, því amma borgaói mér fyrir mörkin. Amma varð 80 ára í okt. sl. og þá hittist öll fjölskyldan. Af því tilefni gáfum við bamabömin ömmu inn- rammað skjal, sem staöfesti að hún væri besta amma í heimi. Og það var hún! Hún var góð vió okkur á svo margan hátt. Hún fylgdist með okkur öllum og gat hvcrt og eitt okkar talað við ömmu um okkar hjartans mál. Hún hjálpaði okkur með skólalærdóminn, malaði okkur í Trivial, gaf okkur mjólk og jóla- köku, prjónaði handa okkur vett- linga og lopapeysurog varalltaf til í að hjálpa okkur á allan þann hátt sem hún gat. Það var svo gaman að fylgjast með þegar fjölskyldan hitt- ist. Þá flykktust bamabömin í kring- um ömmu og vom tilbúin að gera hvað sem er fyrir þessa ótrúlegu konu, sem átti virðingu allra sem hana þekktu. Amma og afi eignuðust níu böm og gjörvilegri bamtthóp er vart hægt að hugsa sér. Þau bjuggu í Páluhúsi, eða ömmuhúsi eins og ég kallaði það, vió Suðurgötu á Hofsósi. Það- an á ég mínar fyrstu minningar um ömmu. Við fómm reglulega í heim- sókn í stóra rauða húsið, sem var eins og ævintýrakastali fyrir grúskara og grallara eins og mig. Eg fór með ömmu að gefa hænunum, með afa á símstöðina, með frændsystkinum ntður í fjöm og með sjálfri mér inn í alla króka og kima í ömmuhúsi. Þar í skápnum fann ég alltaf eitthvað áhugavert og sjaldan fór ég tómhcnt heim. Þegar ég fluttist heim frá Dan- mörku 9 ára gömul og svo til ólæs á íslensku, vom það amma og afi sem vissu hvemig leysa ætti vandann. Þau fóm í stóra bókaskápinn, náðu í fullt af ævintýrabókum og sendu mér með hraði. Viti menn eftir nokkrar vikur var ég læs! Svo vel þekktu þau elsta bamabamið sitt að þau vissu að Tarsan og Tom Swift myndu halda áhuganum betur en Litla gula hænan. I>cgar afi og Anna frænka vom dáin seldi amma húsið á Hofsósi og fiuttist á Sauðárkróki. Það var erfitt fyrir ömmu að fiytjast úr húsinu, sem hafði verið hcimili hennar í 40 ár. Amma tók þó fiutn- ingnum með jafnaðargeði og sagði einu sinni: „Þetúi er bara hús”. En við vissum öll að amma saknaði hússins við Suðurgötuna og garðs- ins fína í kring. Hún var samt ánægð í íbúðinni við Víðigmnd og þangað fékk hún margar heimsóknir frá ætt- ingjum og vinum. Það var svo gott að koma til ömmu og öll fómm við þangað. Nú er amma komin til afa og ég vona að henni líði vcl. Ommu vil cg þakka fyrir mig, þau tæp 28 ár scm við áttum saman. Ekkert bam hcfði getað óskaó sér bctri ömmu. Takk fyriralltogallt. Vanda.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.