Feykir


Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 25/1993 Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi Feykirhf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað meó viróisaukask.. Lausasöluveró: 150 krónur meó virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- frcttablaða. Héraðsmót UMSS í frjálsum íþróttum veróur haldió á Sauóárkróksvelli 10.-11. júlí og hefst kl. 13,00 fyrri daginn. Tekió veróur á móti skráningum í síma 35460 kl. 10-12 fimmtu- daginn 8. júlí. Hvetjum alla til aö mæta. Stjórnin. Traktorsgrafa í öll verk! Hef yfir aó ráóa traktorsgröfu í öll verk, Caterpillar 438 - 4X4. Vélaleiga Viggós sími 985-33421 og 95-37911. Veiðileyfi í Kolku og Hjaltadalsá! Til sölu veióileyfi í Kolku og Hjaltadalsá. Veiöileyfi seld í söluskálanum Sleitustöðum. Einnig er hægt að fá leigt veióihús. Upplýsingar í síma 37474. Stórleikur sumarsins! * Islandsmótið í knattspyrnu 4. deild Sauðárkróksvöllur Þrymur - KS nk. föstudagskvöld kl. 20,00 Þessi lið skildu jöfn á Siglufirði í vor. Hvað gerist nú? Komið og hvetjið Þrymara til sigurs! Knattspyrnudeildin. Svipmyndir frá Kolbrún Stella Indriðadóttir 13 ára ffá Grafarkoti í V.-Hún. fékk verðlaun Félags tamningamanna sem nú voru afhent í fyrsta skipti á fjórðungsmóti. Einar Öder Magnússon formaður félagsins afhenti verðlaunin. byrill frá Vatnsleysu sigraði í B-flokki gæðina. Eigandinn Jón Friðriksson á Vatnsleysu stendur hjá hestinum, knapi er Vignir Sigurgeirsson. FM '93 Jóhannes Ottósson á Safír frá Viðvík sem var hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn. Messað á Knapp- stöðum Hin árlega messa í Knapp- staðakirkju í Stíflu veróur sunnu- daginn 11. júlíkl. 14,00. Knapp- staðakirkja er elsta timburkirkja iandsins og var gcrð upp fyrir nokkrum árum. Messur þar eru ávallt vel sóttar og koma mcnn gjaman ríðandi til kirkju. Séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ messar. Organleikari verður Sveinn Amason. (fréttatilkynning) Vilt þú selja Skagfirðingum og Húnvetningum vöru þína og þjónustu? Þá er Feykir sá miðill sem þú þarft á að halda! Blaðið hefur mikla útbreiðslu á þessu svæði og á sér reyndar einnig marga áskrifendur í Reykjavík, og út um allt land. Á Sauðárkróki bíður nánast hver bæjarbúi eftir blaðinu vikulega. í sveitum Skagafjarðar er Feykir keyptur á nánast hverjum bæ og Húnvetningar halda tryggð við Feyki. Auglýsing í Feyki er guils í gildi!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.