Feykir


Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 25/1993 U ¥71 r|',r|1TC C A A Texti: Kristján J. Gunnarss. VJJV JLi 1 1 Iðð J\ VJ J\ Teikningar: Halldór Péturss. 73. Fundu þeir þá ekki skálann, en sáu þar ösku- hrúgu mikla, og þar í fundu þeir mannabein mörg, þótt- ust nú vita að sæluhúsið mundi hafa brunnið allt upp og þeir menn, sem þar höfðu í verið. Þeir spurðu, hvort Grettir hefði valdið þessu óhappi, og sögðu þetta hið mesta ill virki. Grettir kvað þaó nú fram komið, er hann grunaði, að þeir myndu honum illa eldsóknina launa, og segir illt ódrengjum lið að veita. Kaupmenn sögðu, hvar sem þeir koma, að Grettir hefði þessa menn inni brennt. 74. Varó Grettir nú svo fyrirlitinn, að nær engir vildu 75. Ólafur konungur mælti: „Ærið ertu gildur, en eigi veit eg, hverja gæfu þú berð til að hrinda þcssu máli af þér. En líklegra væri, aðþú hefðireigi viljandi menn- ina inni brennt“. Grettir kvaðst gjaman vilja af sér koma þessu ámæli, ef konungi þætti það vera mega. „Vil ég bjóða mig til slíkrar undanfærslu, sem yðurþykir lög til standa". Ólafur konungur mælti þá: „Unna viljum vér þér að bera jám fyrir þetta mál, ef þér verður þess auðið“. honum gott gera. Vildi hann nú fyrir iivem mun komast á konungs fund og hélt norður til I>rándheims. Það var einn dag, þá er konungur sat að málstefnu, að Grettir gekk fyrir konunginn og kvaddi hann vel. Konungur leit við honum og mælti: „Ertu Grettir hinn sterki?" Hann svaran „Kallaðurhefi ég svo verið, og erég af því hér kominn, að ég vænti af yður nokkurrar Iinunar um það illmæli, er mér hefir kennt verið, en ég þykist þessa eigi valduf‘. 76. Gretti líkaði það allvel. Tók hann nú að fasta til jámsins, og um leið til þess, er sá dagur kom, er skírsl- an skyldi fram koma. Þá gekk konungur til kirkju og biskup og fjöldi fólks, því að mörgum var forvimi á að sjá Gretti, svo mikið sem af honum var sagt. Síðan var Grettir til kirkju leiddur. Og er hann kom til kirkju, litu þeir margir til hans, er fyrir vom, og töluðu þeir, að hann væri ólíkur Ilestum mönnum sakir afls og vaxtar. Gekk Grettir nú innar eftir gólfinu. Andstreymi hjá Tindastóli Tindastóll hefur ekki átt góðu gengi að fagna í annarrar deildar- kcppninni það sem af er. Þegar ein umfcrð er eftir af fyrri hluta keppninnar er Tindastóll í næstncðsta sæti deildarinnar ásamt Boltafélagi ísafjarðar með iimm stig. Þcssi lið hafa einu stigi meira en KA, félagið sem hamp- aði Islandsmeistaratitli lyrir 3 árum cn er nú að byggja upp nýtt lið. Tindastóll tapaði mjög þýð- ingarmiklum leik vestur á Isafirði á sunnudagskvöldið. BÍ vann ör- uggan sigur á Tindastóli 3:0 og sl. miðvikudagskvöld urðu Tinda- stólsmcnn að láta sér lynda 3:5 tap lyrir Garðbæingum á Krókn- um, þar sem að skrautlcg dóm- gæsla var mest ábcrandi í annars skcmmilcgum lcik. Tindastólsmenn komu ekki nægjanlega ákveðnir til leiks fyrir vestan en voru samt betri aðilinn fyrsta korterið. Þá komu heima- menn meira inn í leikinn og tókst þeim að skora eitt mark fyrir leikhlé. Tindastólsmenn voru mun betri aðilinn í seinni hálfleiknum, en ,það sama var uppi á teningnum og í fyrri leikjum, erfiólega gekk að skapa færi. Tindastóll varð að sækja og freista þess að jafna og_ í tvígang opnaðist vömin illa og Isfirðingar náðu að bæta við mörkum og tryggja sér sigur í leiknum, 3:0. Bestu mcnn Tindastóls í leiknum þóttu Gísli Sigurðsson markvörður og nýi júgóslavneski „sóparinn“ Peter Pisanek. Tindastólsmenn fengu óskabyrj- un í leiknum gegn Stjömunni fyrir viku. Sverrir Sverrisson skallaði í markið óvaldaður af markteig strax á fyrstu mínútunni. Skömmu síðar var Sverrir að sleppa innfyrir en var haldið af vamarmanni Stjömunnar. Slakur dómari leiksins lét nægja að gefa vamarmanni Stjömunnar gula spjaldið en það rauða hefói átt þama t«tur við. Gestimir komu meira inn í leikinn og náðu aó jafna á 25. mín- útu úr mjög vafasamri vítaspymu. Þar með virtust gestimir komast á bragðið og á næstu mínútum bættu þeir við tveim mörkum, því seinna úr ævintýralcgu skoti lengst utan af kanti. Tindastólsmenn náðu samt að klóra í bakkann fyrir leikhléið, þeg- ar Steingrímur Om braust upp að endamörkum og lagði laglega á Bjöm Bjömsson sern skallaði í markió. Heimamenn byrjuðu seinni hálf- Ieikinn af krafti og þegar einum Stjömumanna var vikið að leikvelli virtist útlitið ekki slæmt. En einum færri virtust gestimir eflast en heimamenn léku ekki nægjanlega vel til að notfæra sér liðsmuninn. A 65. mínútu fékk Stjömumaður að at- hafna sig inni í miðjum vítateig Tindastóls og bæta fjórða markinu við. A næstu mínútum sóttuTinda- stólsmenn grimmt og munaði hárs- breidd að þeim tækist að skora, Það gerðist þó ekki en hinsvegar fengu Stjömumenn dæmt víti fimm mínút- um fyrir leikslok og bættu þar við fimmta markinu. Það var síðan um það bil sem leiktíminn var að renna út sem Guóbjartur Haraldsson minnkaði muninn í 3:5 eftir þunga sókn Tindastóls. Hjá Tindastóli vom Guðbjartur Haraldsson og Sigurjón Ingi Sig- urðsson bestir. Þá léku þeir Sverrir Sverrisson og Bjöm Bjömsson vel, cn sá síðamefndi hefói mátt fá meira úr að moða. Næsti leikur Tindastóls í deildinni verður hér heima gegn Reykjavíkur-I>rótti nk. miðviku- dagskvöld. Feykir fyrir 10 árum Sumarsæluvikan Feykir 13. júlí 1983 segir nt.a. frá Sumarsæluviku sem þá var haldin í fýrsta sinn á Króknum, en sumarsælumar urðu tvær talsins. Dagskrá Sumarsæluvikunnar cr ljölbreytt allt frá Drangeyjarfcrðum til tónleika með Bubba Mortens. Meöal atriða vikunnar má nefna flugdag, rokktónleika í Grænu- klauf, málverkasýningu Jónasar Guðmundssonar stýrimanns í Safnaliúsinu, sýningu götulcikhúss, jasstónleika, dansleiki fýrir alla ald- urshópa og Drangeyjarferðir alla daga vikunnar. Hátíðinni lauk síð- an með fjölskylduskemmtun í Grænuklauf seinni sunnudag vik- unnar. Ritdeilur um riðu A þessunt tíma birtust á síöunt Feykis ritdeilur miklar milli Lýting- anna Axels Gíslasonar í Miðdal og Rósntundar Ingvarssonar á Hóli. Þeir sveitungamir vom að kljást út af riðumálum. Leikur grunur á að það efni hafi notið mismikilla vin- sælda í blaðinu eins og gengur um „lokalmál“. Samt hljóta llestir aó hafa haft gaman af köflum sem þcssum: Rósmundur telur að ég geti grætt á Blönduvirkjun - ekki efa ég það, og hann gæti það líka ef hann væri ekki svona þver og þröng- sýnn. Rósmundur segir: „hið sanna er", takið eftir, að af veðurfarsá- stæðum hafi nær allt fé mnnið nið- ur að girðingu eða nióur að á, þess vegna smalaðist svona vel, samt vantaði 6-8 menn af 19. Stærsta salerni í heimi Þá er vikið að ferðum þcim sem Arinbjöm Jóhannsson á Aðalbóli stendur fyrir úr Miðfirði og upp á Amarvatnsheiði. Hafsteinn Karls- son tíðindamaður blaðsins á Hvammstanga brá sér í eina slíka ferð og birtist reynslusaga hans í blaðinu ásamt myndum. „Við höf- um aldrei áður verið í sól samfleytt í 32 klukkutíma. Hún settist og var óðara komin upp aftur. Og klósett- ið er það stærsta i hcimi, bara bak við næsta hól og endalaust í allar áttir“, segir Brian Allison frá Edin- borg í samtali við Hafstein. Neisti jafnaði á lokamínútunum Iivatarmenn halda sínu striki í Norðurlandsriðili fjórðu deildar og eru með mjög vænlega stöðu þegar keppni er hálfnuð. Hvöt hefur nú 16 stig, KS 10, Neisti og SM 9 hvert lið, Þrymur 8, HSÞ b 7 og Dagsbrún ekkert stig. Eins og sjá má er kcppnin um annað sætið hörð, en það veitir rétt til kcppni í úrslitunum í haust. Þar munu norðanliðin mæta tvcimur efstu liðum úr Austurlandsriðli, líklcga Hctti og KBS. Hvatarmenn fengu Siglfirðinga í heimsókn á föstudagskvöldið. Fremur dauft var yfir fyrri hluta lciksins og voru Hvatarmenn þar langt frá því að vera eins sannfær- andi og þeir hafa verið fyrr í sumar. Þrátt lýrir það sluppu þeir viö að Siglfirðingar refsuðu þeim og stað- an í leikhléi var 0:0. Leikur Blönduósinga var mun meira ógn- andi í seinni hálfleiknum og þá uppskám þeir þrjú mörk án þess að gestnum tækist að svara. Var hinn snöggi vængmaður Pétur Arason þar að verki í öll skiptin. Lengi vel leit ekki vel út fyrir Neistamenn í leiknum gegn HSÞ b á Laugum á laugardaginn. Þrátt fyr- ir jafnan leik tóku Þingeyingamir forustuna og skoröu tvívegis, í lok fyrri hálfleiks og byrjun þess seinni, án þess að gestunum tækist að svara í sömu mynt. Eftir þctta bakslag tóku Neistamcnn vcrulcga við sér og voru betra liðið á vellin- urn allt til leiksloka. Er sjö mínútur vom eftir tókst Guðmundi Jónssyni að ntinnka muninn með harðfylgi cftir þunga sókn Neistamanna og rctt undir lokin fylgdi síðan Ólafur Ólafsson eftir góðum skalla Magn- úsar Jóhannessonarogjafnaði mctin. Þriðji leikur umferðarinnar var er SM og Dagsbrún mættust að Melum. SM vann ömggan sigur, 7:0. Seinni hluti keppninnar hefst um næstu helgi. Þá mætast á föstu- dagskvöld Þryntur og KS á Krókn- um og á laugardeginum Hvöt og Neisti á Blönduósi. Einnig lcióa saman hesta sína HSÞ b og SM á Laugurn. Leiðréttingar Heimildir innfæddra Króksara reyndust ekki alveg traustar varð- andi texta við mynd af því er lýð- veldi var fagnað á Króknum 1944, en mynd þessi birtist í blaðinu nýlega. Þar var ranglega farið með tvö atriði. Annað er að kona Svav- ars (Dadda) Ixtrvaldar mun hafa heitið Dagrún Halldórsdóttir, cn ekki Dagbjört. Þá varhúsið til hægri á myndinni hús Ólafs Guðmunds- sonar en ekki Gíslasonar eins og sagði. Kona Ólafs Guðmundssonar hét Sigurlaug Gísladóttir. I>etta hús var að sögn Sigurlaugar Guðmunds- dóttur barnabarns þeirra hjóna, kallað Árós og áður en það reis stóð þar torlhær sem kallaður var Ólafsbær. Þá var farið bæjarvillt í Hegra- nesi í frétt af viðurkenningum fyrir úrvalsmjólk í síðasta blaði. Þar var ranglega sagt að ábúcndur í Ketu væm á myndinni, en átti að vera á Egg. Húsbændur á Egg cm þau Pálmar Jóhannesson og Sigurbjörg Valtýsdóttir. Er beðist vclvirðingar á þessum mistökum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.