Feykir


Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 3
25/1993 FEYKIR3 Líf & leikur hjá Tindastóli Það er greinilegt að vatnasport og veiðiskapur er vinsælt við- fangsefhi hjá ungum þátttakendum á námskeiðunum. í sumar hefur Ungmennafélag- ið Tindastóll í samvinnu við Sauðárkróksbæ staðið fyrir íþrótta- og leikjanámskeiði sem kallast Líf & leikur. Þessi nám- skeið, sem standa í tvær vikur hvert eru fyrir krakka á aldrin- um 5-12 ára. Þátttaka hefur verið mjög góð og mikil ánægja og leikgleði ríkt hjá þátttakend- um enda boðið upp á mörg fjöl- breytileg atriði svo að nýjunga- girni barna er svalað til fulln- ustu. Nú stendur yfir næst síð- asta námskeiðið af fjórum í Líf & leik. Það síðasta hefst síðan 19. júlí og stendur til 30. júlí. Viðfangsefnin cm fyrir há- degi: sund, skólagarðar, kofaborg, siglingar og hjólaþrautir og fleira. Eftir hádegi em síðan boltaleikir, frjálsar íþróttir, veiðiferðir, heim- sóknir í fyrirtæki, skemmtilegir og fjölbreyttir leikir og fleira. Og ekki er nóg með að viófangsefnin séu mismunandi, heldur er hvert námskeið öðm frábmgðið að því leyti að ferðast er vítt og breitt um héraðið. A fyrsta námskeiðinu var t.d. haldió til Hóla í Hjaltadal. Þar var farið í sund, ratleik, dýrin heim- sótt og fiskeldið skoðað. Keppt var við krakkana á Hólanám- skeiðinu í íþróttum og nesti borð- að úti í náttúmnni. A öðm nám- skeiðinu var farið í Fljótin. Fyrst var litið við í sundi á Sólgörðum og síðan haldið að Miklavatni. Þar var skroppið til veiða á mót- orbátum á vatninu. Að veiði- skapnum loknum var farið í ýmsa leiki og umhverfisins notið til fræðslu og skemmtunar. Lýtingsstaðahreppur varð fyr- ir valinu á þriðja námskeiðinu sem hófst 5. júlí. Steinsstaðir uröu þar vettvangur leiks og starfs. Þama er ágætis sundlaug og til- valið svæði til boltaleikja bæði úti og inni í félagsheimilinu. Þá verð- ur farið í skoðunarferðir í gróður- húsin við Laugarhvamm og að Reykjafossi. Meiningin er að á fjóróa námskeiðinu verði farið til Akureyrar. Til stendur að súkkulaðiverksmiðjan Linda verði skoóuð, leikjanámskeið Þórs verði heimsótt og att kappi við þá í hinum ýmsu fmmlegu íþrótta- greinum. Farið verður í Lysti- garðinn, sund og fleira. Seinasta dag hvers námskeiðs er mikió um að vera. Þá em for- eldrar hvattir til að mæta með bömum sínum og taka þátt í leik og starfi þeirra. Grillað er úti í „góða veðrinu“ og allir fá pylsur og ávaxtadrykk. Lögreglan kem- ur í heimsókn og skoðar reiðhjól hjá þeim sem vilja. Einnig er reið- hjólaþraut á staðnum sem krakk- amir glíma við svo og rallybraut sem keppt verður á. Þá er farið á hestbak og teymt undir þeim sem ekki em vanir hestamennsku. I lok sumarstarfsins verður síðan sýning á myndum sem teknar hafa verið á námskeiðunum, bæði ljósmyndum og myndböndum. Þá vcrða einnig verðlaunaveitingar. Leiðbeinendur í Líf & leik em Lýður B. Skarphéðinsson for- stöðumaður, Stefán Öm Péturs- son íþróttakennari, Sverrir Sverr- isson íþróttakennari, Sigrún S. Skarphéðinsdóttir leiðbeinandi. Þeim til aðstoðar em þær Tinna Dögg Gunnarsdóttir og Valgerð- ur Erlingsdóttir. Stebbi Lísu kennir krökkunum hvernig á að meðhöndla hamarinn áöur en stórbyggingarnar rísa í kofaborg. „Ég held þetta hafi bara tekist vel" segir Jóhann Már í Keflavík nýkominn frá Bandaríkjunum „Við gerðum eins vel og við gát- um og ég held að þetta hafi bara tekist vel. Ferðin var ákaflcga skcmmtilcg og hreinasta ævin- týr. Við vorum kynnt sem ís- lcnskir bændur. Ég sem ómennt- aður í söng og Sísa sem stjórn- andi karlakórsins heima. Þessi kynning vakti gífurlega athygli cnda stakk hún í stúf við kynn- ingu á öðrum scm fram komu og voru hámcnntaðir í tónlistar- fræðum. Okkur var afskaplcga vel tekið og um kvöldið gerðum við ckki annað cn taka í höndina á fólki sem var þakklátt og glatt“, segir Jóhann Már Jóhannsson bóndi og söngvari í Kcflavík í Hegranesi, en hann og undirleik- ari hans Sólveig S. Einarsdóttir eru nýkomin frá sumarhátíð í New Jersey í Bandaríkjunum. Þau Jóhann og Sólveig sungu eintóm íslensk Iög þar á meðal lögin cítir skagfirsku tónskáldin. Skrifuðu þau niður höfund lags og texta og var það lesið vió kynningu á lögunum. „Ef eitthvað cr út á ferðalagið aó setja þá var það hcldur strangt enda kom ýmislegt óvænt upp á. Konan sem við bjuggum hjá cr kirkju- organisti þama og hún fékk okkur til að syngja fyrir söfnuóinn í kirkj- unni á sunnudagsmorgun. Þaó var óskaplcga gaman. Síðan var þ;ima önnur kona sem vildi fá okkur til aö syngja á Long Island í ágúst. Mér sýndist hcnni ekki lítast á blikuna þegar hún frétti að við væmm frá Islandi og þyrftum að fijúga á milli. Hún sagðist samt ætla að at- huga málið og hafa samband vió okkur. Annars fannst okkur kynningin á þjóðlöndum þátttakenda í þessari Skandinavísku sumarhátíð frekar daufleg. Okkur fannst það svolítið súrt í broti að það skyldu vera bandarísk böm, að vísu bráðfalleg, sem bám íslenska fánann. Drengur- inn var í venjulegum fötum en stúlkan í einhverjum þjóðbúningi sem ég þekkti ckki. Þá var íslenski kynningarbásinn á hátíðinni ansi fátæklegur. Þ;ir var íslenski fáninn, en auk hans lágu þama tvennir prjónaðir leistar og ein pcysa. Mér fannst þetta dapurlegt og svo virð- ist sem íslenskir landkynningarað- ilar geri sumarhátíóum sem þessum ekki gaum. Að öðm lcyti var okkur gcrt hátt undir höfði. Eg tók eftir því að íslenski fáninn var alstaðar í miðju fánaraða og það finnst mér virðingamierki", sagði Jóhann Már í Kefiavík. Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðinu Líf & leikur. Frá vinstri: Sverrir Sverrisson, Stefán Pétursson, Sigrún S. Skarphéðinsdóttir og Lýður Skarphéðinsson. Orðsending til áskrifenda! Vegna álagningar 14% virðis- aukaskatts á verð bóka og blaða, verður ekki hjá því komist að hækka áskriftargjald blaðsins lítillega, en það hefur verið 130 krónur á hvert tölublað frá 16. tölublaði, hækkaði þá uni 10 krónur eftir að áskriftarveróið hafði verið óbreytt í nokkur misseri. Áskriftarverð blaðsins verður frá og með þessu tölublaði 137 krónur fyrir hvert tölublað. Þá hækkar lausasöluverð blaðsins frá og með þcssu tölu- blaði úr 130 krónum í 150 krónur. 20% afsláttur fimmtudag, föstudag og laugardag. Mustang gallabuxur fyrir dömur og herra. Þrír litir: ljósblár, dökkblár og svartur. Athugiö einn Mustang bolur fylgir frítt meö hverjum gallabuxum á meóan byrgóir endast. Sparta fataverslun/skóbúð Alltaf í leibinni fTAPÁMKÁU

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.