Feykir


Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 8

Feykir - 07.07.1993, Blaðsíða 8
Einkareikningur, framtíðarávísun á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víðtæka viðskiptaþjónustu! 7. júlí 1993, 25. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Sími35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna I»essa dagana eru að hefjast tökur fyrir næstu mynd Friðriks I>órs Friðrikssonar Bíódaga. Fara þær að mestu fram við gamla bæinn á Höfða á Höfðaströnd og nágrenni. Einnig verður citt atriði myndar- innar tekið á Blönduósi á leið kvik- myndafólksins norður. A Höfða verður um 20-30 manna hópur við tökur langt fram í mánuðinn. Hcimamenn munu koma við sögu í lcik og söng, félagar í karlakórn- um Hcimi og Leikfélagi Sauðár- króks. Að sögn Friðriks I>órs þarf enn fleiri í hópscnur og er þar einkum verið að slægjast eftir eldra fólki. Geta þeir sem vilja vera Taka Bíódaga að hefjast á Höfða Friðrik Þór Friðrksson hefur í mörgu að snúast þessa dagana. með haft samband við forráða- menn Lcikfélags Sauðárkróks. Þaó er Islenska kvikmyndasamsteyp- an hf. sem annast gerð myndarinnar Bíódaga, en hún er stærsta verkefnið sem Friðrik Þór hefur ráðist í til þessa. Handritið byggir að mestu á bcmskuminningum Friðriks Þórs sjálfs en hann var sem drengur í sveit á Höl'ða í mörg ár og á ættir sínar að rckja þangað. Var það tilefni þess að Höfði var valinn sem einn tökustaður fyrir Böm náttúrunnar á sínum tíma. Anton Jónsson fymim bóndi á Höfða er stór sögupersóna í Bíódögum og með hlutverk hans fer Jón Sigur- bjömsson. Friðrik Þór sjálfur er leik- inn af ungum pilt úr Hafnarfirði Orv- ari Jens Amarssyni. Sigrún Hjálmtýs- dóttir, betur þekkt sem Diddú söng- kona, fer með hlutverk móður Frið- riks og föður hans leikur Rúrik Har- aldsson. Það er útför föðurins frá Hofskirkju sem útheimtir mannflestu senu myndarinnar. Bíódagar eiga að gerast á einu ári, 1964, en það var einmitt fyrsta vorið sem Friðrik Þór var í sveit á Höfða. Á þessum tíma var Kanasjónvarpið á Vellinum allsráðandi, enda það ís- lenska ekki tekið til starfa. Myndin spinnur saman þann hugarheim sem lOáradrenghnokki liftrí, annarsveg- ar með því að gleypa í sig efni sjón- varpsins og síðan sá veruleiki og draumar sem birtast honum í sveitinni. Saga bæjarsvananna á Bakka öll Karlinn bar beinin á Bretlandseyjum í vetur Kristínu Lárusdóttur húsfrú á Bakka í Vatnsdal bárust í vor þau hryggilegu tíðindi að karl- svanurinn scm hefur verið tíður gcstur á Bakka síðustu fjögur sumur, hafí borið bcinin suður á Bretlandseyjum í vetur. Þá er lokið sögu svanahjónanna sem voru fastagcstir á Bakka í þrjú sumur, en kvenfuglinn flaug á steinvegg á kvöldferð sinni af Reykjavíkurtjörn í SkerjaQörð 8. mars í fyrravetur og lét þar lífið. „Karlinn kom hingað 22. mars Lítil vinkona Diddu að gefa annrri gæsinni. í fyrravetur og var hér fram í júní. Þá náði hann sér í aðra konu og það hefur líklega verió hún sem ginnti hann með sér til Bretlands. Þær eru svona þessar kerlingar, baldnar sumar“, sagði Didda á Bakka í samtali við Feyki. „Svo að hann kemur ekki meira hingað, nema þá andi hans. Annars hafa tvær álftir verið hér innan girðing- ar í sumar, ákaflega gæfar, og okk- ur dettur í hug að þetta séu tveir af ungunum fimm sem þau komu upp héma um árið og voru svo óskaplega gæfir“, bætti hún við. Álftimar, sem vom gestkom- andi á Bakka, héldu sig á Reykja- víkurtjöm að vetrinum. Þangað sótti Didda þær heim í hitteðfyrra- vetur og strax og svanimir sáu matmóður sína koma með kleinur að bakkanum héldu þeir til móts við hana og átu úr lófa líkt og í varpanum á Bakka. „Fólkið sem var þama leit mig homauga þegar ég kallaði á svanina og það hefur ábyggilega haldið að ég væri ný- sloppin út af kleppi, enda forðaði þaó sér alltsaman nema lítill drcng- ur sem spurði mig hvort ég ætti svanina. En ég sakna þess að þær koma Kristín Lárusdóttir (Didda) húsfreyja á Bakka í Vatnsdal. ekki lengur og mig dreymdi fyrir því þegar kvenfúglinn dó. Mér fannst svanimir vera komnir héma norður fyrir fjósið og annar þeirra var alblóðugur. Svo las ég það í blaði að álft hefði flogið á húsvegg og rotast í einhverju ofsaveóri sem gekk yfir landið. Þær fara víst oft suður í Skcrjafjörð af Tjöminni á nóttinni. Eg setti mig í samband við Olafur Jenssen fuglafræðing og hef fregnað hjá honum af dauða beggja fuglanna, en Olafur sér um merkingar fugla á Tjöm- inni“, sagði Didda á Bakka. Verkamannafélagið Fram ályktar: Rekstur Loðskinns verði tryggður „Við gjaldþrot íslensks skinna- iðnaðar á Akureyri vaknar sú spurning hvort komið sé að lok- um skinnaiðnaðar á Islandi. Fyr- ir atvinnulífíð á Sauðárkróki yrði það mikið áfall ef Loðskinn yrði gjaldþrota, en á því virðist hætta um þessar mundir“, segir í ályktun stjórnar Verkamanna- félagsins Fram á Sauðárkróki, sem skorar á stjórn Loðskinns, bæjaryfírvöld, stjórnvöld, banka og sjóði sem málið varðar, og aðra þá scm geta haft þar áhrif á, að gera allt sem unnt cr tif að tryggja áframhaldandi starfscmi þessa þýðingarmikla fyrirtækis á Sauðárkróki. í ályktuninni segir að gjaldþrot Loðskinns yröi enn meira áfall þcg;ir til þess er horft að verulegur árangur hafi náóst á síðustu mán- uðum í ýmsum innri málum l'yrir- tæksins, svo sem varðandi mark- aðsmál og gæói framleiðslunnar. Þá megi benda á að sútun og út- flutningur mokkaskinna sé gjald- eyrisskapandi framleiðsla, en talið er að eitt starf í slíkri grunnfram- leiðslu leiöi af sér c.a. tvö í þjón- ustu. Þá segir einnig í ályktun stjóm- ar Fram, að þó umræður hafi geng- ió í þá átt undanfama mánuði, að atvinnulíf og atvinnuástand sé í góðu horfi á Sauðárkróki og í Skagafirði, sé staóreynd að at- vinnulcysi er og hcfur verið tals- vert. Vegnafyrrihlutajúnímánaðar fengu samtals um 70 manns greiddar atvinnuleysisbætur hjá fjórum verkalýðsfélögum og frá áramótum hafa verið greiddar um 15,6 milljónir í bætur. Þetta gerist þrátt fyrir vöxt í einstökum at- vinnugreinum, einkum sjávarút- vegi. Sé þá umhugsunarefni hvað sá aflasamdráttur sem búið er að ákveða komi til með að fækka störfum mikið. Frjósamt fé af Ströndum: Gráblesa bar þrisvar a rumu arin Ekki verður annað sagt um hana Gráblesu, 3ja vetra kind á Bakka í Vatnsdal, en að hún sé frjósöm. I>egar hún bar í lok maí nú í vor, var það í þriðja skipti á rétt rúmu ári sem hún ber, og skilaði tveim sperrtum tvílembingum eins og í tvö fyrri skiptin. Er þetta stíft á spilum haldið hjá kindinni, þar sem að ær ganga með í 20 vikur. Gráblesa er af mislitum fjár- stofni sem fenginn var í fjárskipt- um frá Stóra-Fjarðarhomi á Ströndum fyrir þremur árum. Kristín Lárusdóttir húsfreyja á Bakka segir að ekki hafi liðið nema mánuóur frá því að tví- lembingamir vom teknir frá Grá- blesu á síðasta hausti og þangað til hún bar aftur. Gerðist það 8. nóvember. „Það hefur nú rcyndar verið svolítill mglingur á sauðburóinum héma. Þaó var önnur kind scm bar síðan á annan í jólum, en sú var geld núna í vor“, sagði Kristín. JtógABÚÐ BRYKTJCARS Gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.