Feykir - 15.09.1993, Blaðsíða 3
31/1993 FEYKIR3
Hluti safnafólksins úti fyrir dyrum Byggðasafnsins í Glaumbæ.
Farskóli safnamanna
haldinn á Löngumýri
Af götunni
Reykingar bannaðar
Reykingamenn hafa átt undir
högg að sækja hér í landi á
undanfömum árum og stöðugt er
unnið að því að koma í veg fyrir
svokallaðar óbeinar reykingar, það
er að segja að fólk þurfti að
meðtaka tóbaksreyk úr umhverfi
sínu. Þannig gerist æ algengara að
reykingar séu bannaðar á vinnu-
stöóum og t.d. hafa hjúkrunar-
stofhanir í landinu skapað fordæmi
í þessum efnum.
Svo gæti farið að starfsfólk
Blönduósbæjar taki höndum saman
og geri vinnustaði sína reyklausa.
Sigrún Zophanísdóttir bæjarfulltrúi
lagði fram tíllögu þess efhis á
dögunum að reykingar yróu
afhumdar á stofnunum bæjarins.
Samþykkt var að Ofeigur Gestsson
bæjarstjóri kannaði viðhorf starfs-
manna bæjarins við þessari tíllögu.
Lítill áhugi á
sameiningarmálunum
Enn sem komið er virðist lítill
áhugi vera fyrir sameiningarmál-
unum og þau ekki mikið rædd
manna á meðal. Trúlega á þetta þó
eftir að breytast þegar frekari
kynning verður gerð út um kjör-
dæmið á tíllögum umdæmisnefnd-
arinnar. Væntanlega verður áhuginn
fyrir sameiningarmálunum síðan
oróinn mjög mikill þegar dregur að
kosningunum 20. nóvembernk.
Eftir því sem Feykir hefur hlerað
virðast flestír vantrúaðir á að þessar
stóru sameiningar verði staðreynd.
Hinsvegar muni tíllögumar ýta undir
það að forsvarsmenn sveitarfélaga
leiti eftir samkomulagi við nágranna
sína um sameiningarmálin og sveit-
arstjómarmenn muni síðan vinna að
því að afla þeim tíllögum fylgis
innan sinna sveitarfélaga.
Minna atvinnuleysi
Atvinnuleysi minnkaði talsvert
á Norðurlandi vestra í ágústmánuði
frá mánuóinum áður, og er nú það
næst minnsta á landinu. Það er að-
eins á Vestfjörðum sem atvinnu-
ástandið er betra. Atvinnuleysi er nú
minna en 2% í kjördæminu og
munaöi mestu um að atvinnulausum
á Sauðárkróki fækkaði um helming
í ágúsL Þar eru nú 14 á skrá.
Malbik
lagt yfir
Skagfirð-
ingabraut
Um og fyrir helgina stóðu
yfir malbikunarframkvæmdir
á Sauðárkróki og er þeim nú
Iokið. Minna var malbikað
nú en áður, enda hafa nær
allar götur og helstu plön í
bænum verið bundin varan-
legu slitlagi.
Bæjarbúar urðu þó meira
varir við malbikunina nú en
oftast áður, þar sem að sett var
yfirlögn á Skagfirðingabraut-
ina frá gatnamótunum við
skólana að Bláfelli. Þá var hluti
Artorgsins malbikaður og plön
hingað og þangaó um bæinn
bundin varanlegu slitlagi. Bíla-
plön leikskólans í Furukoti í
Hlíðahverfí, Sauðárkrókskirkju
og húss Pósts og síma voru
malbikuð.
Stafnsrétt:
Veturgeng-
inn hrútur
til réttar
Heimtur voru góðar af Eyvind-
arstaðaheiði eins og annars
staðar þar sem smalamennska
fór fram um síðustu helgi, en
veður og aðrar aðstæður til
leita voru einstaklega góðar að
þessu sinni. Meðal kinda sem
komu til réttar í Stafni sl. laug-
ardag var veturgamall hrútur
frá Fossum í Svartárdal, sem
talið cr öruggt að hafi gengið
úti allan síðasta vetur.
Hrúturinn hefúr greinilega mátt
þola harðræði í rysjóttri verðr-
áttu síðasta vetrar og eru tennur
hans orðnar áberandi slitnar. Talið
er líklegra að hrússi hafi leynst á
Hraununum svokölluðu norður
af Hofsjökli síðasta vetur frekar
en í Blöndugili. Þrátt fyrir
nokkur snjóalög á hálendinu
síðasta vetur, mun hafa verið
framur snjólétt á þessu svæði.
Um síðustu helgj voru 62 helstu
safnamenn landsins saman-
komnir á Löngumýri á svoköll-
uðum „Farskóla íslenskra
safnamanna“. Þetta var í
fimmta sinn sem þessi farskóli
var haldinn, en hann er haid-
inn árlega og kappkostað að
fara með hann sem víðast um
landið. Þátttakan hefúr aldrei
verið jafh góð og að þessu sinni.
Auk fyrirlestra, umræðna og
vinnu í starfhópum ferðuðust
þátttakendur um Skagafjarð-
arhérað og fóru til Siglufjarðar.
Þeir skoðuðu Sfldamiinjasafnið
á Sigiufirði, Pakkhúsið á Hofs-
ósi, Glaumbæjarsafhið og tvö
einkasöfn í Skagafirði, nafh-
anna Kristjáns Jóhannessonar
á Reykjum í Tungusveit og
Runólfssonar á Sauðárkróki.
„Við fengum frábærar mót-
tökur á öllum þessum stöðum og
ég held að gestimir hafi verið
mjög ánægðir með komuna í
Skagafjörð. Svo skemmdi heldur
ekki að á kvöldvöku sem haldin
var í lok fyrri dagsins, á föstu-
dagskvöldi, komu þeir í heim-
sókn Alftagerðisbræður, Pétur og
Sigfús, og sungu við undirleik
Stefáns Reynis Gíslasonar. Það
upphófst mikil stemmning og
fólk byrjaði að syngja um leið og
ég held að fólk hafi sofhað syngj-
andi upp úr miðnættinu“, sagði
Sigríður Sigurðardóttír safnvörð-
ur í Glaumbæ, en hún á sæti í far-
skólanefnd ásamt þeim Olafi Ax-
elssyni í Arbæjarsafni, Ingu Láru
Baldvinsdóttur í Þjóðminjasafni
íslands og Nikulási Úlfari Más-
syni í Arbæjarsafhi.
Meðal fyrirlestra í Farskólan-
um að þessu sinni má nefna að
Magnús Pálsson viðskiptafræð-
ingur hjá Félagi íslenskra iðnrek-
enda fjallaði um ný viðhorf í
markaðsmálum. Guðný Gerður
Gunnarsdóttir kynnti nýtt flokk-
unarkerfi, rætt var um markmið
Félags íslenskra safnamanna og
þar fluttu stutt framsöguerindi
Hrefna Róbertsdóttir og Guðný
GerðurGunnarsdóttir. Þá fjölluðu
þær um söfunarstefnu Guðrún
Kristinsdóttir og Inga Lára Bald-
vinsdóttir.
Einbýlishús til sölu!
Húseignin vió Suðuigötu 8 Sauóárkróki er
til sölu. Þetta er fallegt einbýlishús á
fhósömum og grónum staó í gamla bænum.
Nánari upplýsingar gefur Agúst
Guömundsson í síma 35900 eóa aö
Borgarmýri 1 Sauðárkróki.
SKOTVOPNANAMSKEIÐ
NÁMSKEIÐ FYRIR UMSÆKJENDUR
SKOTVOPNALEYFA VERÐUR HALDIÐ '
BYRJUN OKTÓBER N.K. EF NÆG
ÞÁTTTAKA FÆST.
UMSÆKJENDUR SNÚI SÉR TIL
YFIRLÖGREGLUÞJÓNS,
LÖGREGLUSTÖÐINNI Á SAUÐÁRKRÓKI,
FYRIR LOK SEPTEMBERMÁNAÐAR
ATHUGIÐ AÐ VIÐ SKRÁNINGU BER AÐ
FRAMVÍSA SAKAVOTTORÐI
YFIRLÖGREGLUÞJÓNN
Til okkar liggur leibin //AMMU W