Feykir


Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 1
9. febrúar 1994, 6. tölublað 14. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Vinnsla rækju hófst aftur í Dögun á Sauðárkróki sl. mánudagsmorgun. Innfjarðarrækjuveiðar á Skagafirði: Mjög góð veiði bátanna Gefur vonir um að hætt verði við skerðingu kvótans Veiðar á innfjarðarrækju hófust á Skagafirði að nýju fyrir helg- ina og er veiði mikil og lofar góðu, en veiðiheimildir voru skornar niður í haust og kvót- inn minkaður mikið f'rá síðasta vetri. Vinnsla rækju hófst hjá Dögun á mánudagsmorgun, en miklar breytingar og lagfær- ingar hafa undanfarið verið gerðar í vinnslusal verksmiðj- uiiiiar, m.a. komið fyrir nýjum Bóndi í Stíflu leysir heila björgunarsveit af hólmi Saknað var vélsleðamanns frá Ólafsfirði, sem lagt hafði leið sína inn í Fljót á þríðjudag í lið- inni viku, er hann lial'Oi ekki skilað sér klukkan 11 um kvöld- ið. Jón Númason bóndi á Þrasa- stöðum í Stíflu var beðinn að svipast um eftir manninum og fann Jón manninn á rangli sleðalausan um þrjú leytið um nóttína. Segja má að árangur Jóns í leit að Ólafsfirðingnum í síðustu viku hafi leyst heila björgunarsveit af hólmi. Mjög dimmt var yfir um kvöldið og nóttina og kom sér vel að Jón er gjörkunnugur í Stíflunni, enda fæddur þar og uppalinn. Ólafsfirðingurinn hafði ekki uggt að sér og lenti með sleðanum ofan í gili. Varð hann í fallinu við- skila við sleðann, fannhann ekki aftur og rammvilltisL Sleðinn kom hins vegar í leitimar daginn eftír og reyndist nánast óskemmdur. tækjum til lausf'rystingar. Að sögn Omars Þórs Gunnars- sonar framkvæmdastjóra kemur nýi lausfrystirinn til með að auka afköst vinnslunnar töluvert. Ómar kvaðst bjartsýnn á að góó veiði á innfjarðarrækjunni nú yrði til þess að heimilaðar yrðu frekari veiðar en leyfi var gefið út fyrir í haust. Aðilar frá Hafrannsóknarstofnun munu væntanlega kanna ástand miðanna á næstunni, en hún er þokkalega stór og góð til vinnslu. Fjórir bátar stunda veiðarnar á Skagafirði. Jökull fékk tæplega sex tonn í sinni fyrstu veiðiferð, Þórir ríflega þrjú og hálft, Sand- víkin tæp þrjú og Berghildur frá Hofsósi rúmlega fjögur tonn. Þrír fyrst töldu bátamir em frá Sauðár- króki. Þá var landað úthafsrækju úr Haferninum um helgina, og því útlit fyrir að næg vinna verði hjá starfsfólki Dögunar á næst- unni. Riða á Skriðulandi í Langadal: Skorið niður í þriðja sinn á sjö árum Nýlega var staðfest riða í einni kind f'rá bænum Skriðulandi í Langadal og er þetta í þriðja skipti á sjö árum sem riða kem- ur upp á Skriðulandi, en riðu- veikin þykir hafa grassarað hvað mest austan Blöndu í Engihlíðarhreppi. „Við erum ákveðin að taka fé aftur og von- um bara að þetta gangi betur næst Það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn", segir Guð- steinn Kristinsson bóndi á Skriðulandi. Það eru 540 fjár sem nú er fargað frá Skriðulandi, 1989 voru þaö 300 og um 700 1986 þegar skorið var niður í fyrsta skipti. I þriðja sinn standa þeir feðgar á Skriðulandi frammi fyrir því að leggja á sig óhemju vinnu við hreinsun peningshúsa er fylgir niðurskurðinum og því að undir- búa komu nýs fjárstofhs. Guðsteinn á Skriðulandi segir það óskaplega þreytandi að standa í þessu brasi vegna riðunnar, en það þýði ekki annað en reyna einu sinni enn, enda Skriðuland góð fjárjörð og afkoma af sauðfé góð, þegar uppbygging fjárstofns sé náð. Guðsteinn og synirhans tveir byggðu á liðnu sumri svínahús og eru með um 50 gyltur. ,J?að var heppilegt að við fórum í að byggja svínahúsið því annars hefði fjár- stofhuninn verið aukinn og skell- urinn þá orðið stærri núna", sagöi Guðsteinn. Minkabú er einnig á Skriðulandi og sagðist Guðsteinn bjartsýnn á þróun markaðsmála í loðdýraræktinni, eftir aó verö á minkaskinnum hafi hækkað um 100% síðasta árið. Að lifna yfir veiðum og vinnslu hjá ísex „Það er að birta aðeins yfir þessa dagana við batnandi tíð og maður vonar að hún haldist Gæftaleysið hefur háð okkur mikið í vetur og orðið tíl þess að erfiðlega hefur gengið að halda uppi stöðugri vinnslu. Núna eru komnir þrír bátar á veiðarnar og við erum að vonast til að þeir komi með um liálft tonn hver yfir daginn og með viðbótar- hráefhi getum við unnið um tvö tonn yfir daginn", segir Brian Thomas framkvæmdastjóri íg- ulkerjavinnslunnar ísex á Sauðárkróki. Um 20 manns vinna við yinnslu ígulkerjahrognanna hjá ísex og vonir standa til að vinnsla veröi stöðug. Hrognafyllingin virðist líka á uppleið en hún hefur verið léleg í vetur, farið niður í 5% sem er of lítið. Brian segir að mikil grisjun eigi sér stað á ígul- kerjamiðunum, þar sem stór hluti kerjanna sé ónýtur.„Þetta er enn- þá alltof stór hluti sem er ónýtan- legur. Eftirspumin eftir hrognum er mikil en Japaninn gerir miklar kröfur, það er helst í kringum stórhátíðir sem aóeins slaknar á kröfunum vegna mjög mikillar eftirspumar, en viö verðum samt alltaf að vanda okkur og fram- leiða góða vöm", sagði Brian. Vegna gæftaleysis og erfiðra aðstæðna við veiðar gekk erfið- lega að halda uppi vinnu hjá ísex í desember og janúar. Að sögn Brians hefur líklega verið unnið að meðaltali tvo daga í viku. ? -K!fcH?in h$— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIÞARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílaverkstæði ÆJLMMJM. sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviogerbir • Hjólbaroaverkstæoi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.