Feykir


Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 6/1994 U |j'ir|'ir|'1TCC! \ \ Texti: Kristján J. Gunnarss. VJKij 1 1 Iðð J\ VJ /V Teikningar: Halldór Péturss. 125. Þegar þeir komu að Haffjarðará var Gísli í línklæðum einum og gerðist nú ákaflega móóur. Gísli ætlaði þegar út í ána. Grettir snaraði eítir hon- um og greip hann. Rak Grettir hann þá niður undir sig og mælti: „Ertu Gísli sá, er finna vildi Gretti Ásmundarson?“ Gísli svarar: „Ég hefi nú fundið hann, en eigi veit ég hversu vel við skiljum. Haf nú það sem þú hefur fengið, en lát mig fara lausan“. 126. Grettir mælti: „Ekki mun þér skiljast það sem ég segi þér, og verð ég nú að gera þér áminn- ing“, - rekur skyrtuna fram yfir höfúð honum og læt- ur ganga limann um bak og báðar síðumar, en Gísla íysti jafnan að snúa sér undan. Afhýðir Grettir hann með öllu og lét hann síðan lausan. Hugsaði Gísli það, að fyrr vildi hann ekki læra af Gretti en hafa slíku flenging aóra. 127. En þegar Gísli kom fótum undir sig hljóp hann út á hyl einn mikinn og svimaði þar yfir ána og kom um nóttina á þann bæ, er heitir í Hrossholti. Grettir sneri aftur og tók upp þing hans, sem Gísli hafði niður kastaó, og færði heim til sín, og fékk Gísli ekki af þeim síðan. Mörgum þótti þetta mak- lega gert við Gísla fyrir umfang sitt og raup, er hann hafði af sér gerL Engum þótti til hans koma upp frá því og er hann úr sögunni. 128. Er Grettir hafði verið tvo vetur í Fagraskóg- arfjalli, fór hann suður á Mýrar á þann bæ er í Lækj- arbug heitir, og hafði þaðan sex geldinga að óvilja þess, er átti. Þaðan fór hann ofan til Akra og rak á brott tvö naut til sláturs. En er bændur urðu varir við ferö hans, sendu þeir menn um alla byggðina, söfnuðu liði og sóttu að Gretti nær tuttugu saman. Grettir var við þriója mann og bað fylgdarmenn sína að geyma, að þeir gengju eigi að baki honum. Svo lauk þeirra fundi, að Mýrarmenn urðu frá að hverfa og höfðu þá misst tíu menn. Tveir sigrar í röð hjá Tindastóli Tindastóll hefur bætt stöðu sína í úrvalsdeUdinni með sigrum í tveim síðustu leikjum sínum, og getur með sigri í næsta leik gegn Skagamönnum í Sfkinu nk. þriðjudagskvöld nánast tryggt sæti sitt í deildinni. Tindastóll vann öruggan sigur á SnæfeUi í Síkinu sl. sunnudagskvöld, og í gærkveldi vann síðan TindastóU sinn fyrsta sigur að heiman í vetur, í mjög mikilvægum leik gegn Val á Hlíðarenda, en Vals- menn verma nú ásamt Skaga- mönnum botnsætið í deUdinni. Tindastóll tók snemma forystu í leiknum gegn Snæfelli og áttu gestimir ekki svar viö góðu spili Tindastóls og mikilli hittni, sem var ein sú besta hjá Tindastóli í vetur. Tindastóll skoraði t.d. 10 þriggja stiga körfur í leiknum, en Snæfell aðeins fjórar. Það var einungis stórleikur Bárðar Eyþórs- sonar í fyrri hálfleiknum sem hélt Snæfelli vel inni í leiknum. Tíu stiga munur skildi liðin í leikhléinu og áfram hélst munur- inn svipaður í þeim seinni, rokkaði ffá 7-13 stigum fyrir Tindastól, og lokatölur urðu 104:90 fyrir heimaliðið. Buntic, Páll og Ingvar voru bestu menn Tindastóls í leiknum. Láms Dagur var mjög góður í fyrri hálfleiknum og þeir Hinrik og Omar komust einnig vel frá leiknum. Stig Tindastóls: Ingvar Orm- arsson 30, Páll Kolbeinsson 24, Róbert Buntic 21, Láms D. Páls- son 19, Hinrik Gunnarsson 7 og Omar Sigmarsson 3. Langstiga- hæstur í liði Snæfells var Bárður Eyþórssonmeð 44stig. Tindastóll var mun betra liðið lengst af í leiknum í gærkveldi gegn Val á Hlíðarenda. Staðan í leikhléi var 56:44 fyrir Tindastól og þegar um fimm mínútur vom til leikslokahöfðu Tindastólsmenn 21 stigs forustu. Þá var það sem Valsmenn fóm í gang, sérstaklega Frank Booker, sem raðaói hverri körfunni af annarri niður og saxaði jafrit og þétt á forskot Tindastóls, sem varð minnst þrjú stig undir lokin, og síðustu eina og hálfu mínútuna var nánast um vítaskotkeppni að ræða milli Páls Kolbeinssonar og Booker. En sigurinn hafðist, 103:98 fyrir Tindastól. Tindastólsliðið í heild á heiður skilió lyrir góóan leik í gærkveldi, sem er sá mikilvægasti í deildinni í vetur.Stig Tindastóls skomðu: Buntic 33, Lárus 18, Páll 17, Ingvar 14, Ómar 11 og Hinrik 10. Peter Jelic þjálfari Tindastóls vill koma á framfæri kæm þakk- læti til allra Sauðárárkróksbúa ,4Crókí pípúl“ eins og hann kallar þá og einnig Skagfirðinga og vill gjaman sjá 1000 manns í Síkinu nk. þriðjudagskvöld til að styðja við Tindastól.. Feykir fyrir 10 árum Krydd í tilveruna Tík á Ytri-Völlum í Miðfirði gaut aðfaranótt Þorláksmessu. Slíkt væri að sjálfsögðu ekki í frá- sögur færandi ef tíkin hefði ekki drepist degi síðar. Hvolpamir fimm vom þá teknir í fóstur af eigendunum, Ásu Ólafsdóttur og Hinrik Stefánssyni, og gefið á þriggja tíma fresti úr pela. Var í þá blandað efrir kúnstarinnar reglum, sem um komaböm væri að ræða. Dafna hvolpamir vel og þykir mörgum það undur svo snemma sem þeir misstu móðurmjólkina. Egill Gunnlaugsson dýralæknir á Hvammstanga er einn þeirra. Hann segir mikla natni þurfa til að fóstra hvolpa sem svo snemma missa móður sína, og í tilvikum sem þessum sé hann fremur beð- inn að lóga þeim en um ráð til að ala þá upp. En þctta er það skemmtilega, krydd í tilvema. Skugga-Sveinn og Gullna hliðið Húnvetningar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á sviði leiklistar í vetur. Æfingar em hafriar bæði á Gullna hliðinu og Skugga-Sveini og verða bæði verkin frumsýnd í mars. Það er leikflokkurinn á Hvammstanga sem æfir Gullna hliðið. Leikstjóri er Þröstur Guð- bjartsson og er hann fólki þar á stað af góðu kunnur. Hefur sett upp verk þar fyrr. Leikendur em 20 auk fjölda annarra er koma beint eða óbeint að sýningunni. Fmmsýning er áætluð l. mars og einnig er hugmyndin að fara í leikför með sýninguna. Leikfélag Blönduóss er um þessar mundir að hefja æfingar á Skugga-Sveini. Leikstjóri er Ey- þór Amason frá Uppsölum í Skagafirði nýútskrifaður úr skól- um leiklistarinnar. Stefnt er að fmmsýningu 17. mars. Leikarar em 14, auk statista, og er talsvert af fólki í hlutverkum sem ekki hefur reynt sig á sviði áður. Félag- ar í Leikfélagi Blönduóss em nú orðnir rúmlega 100, eða um 10% af íbúum staðarins. Sýning um flugmál Flugklúbbur Sauðárkróks gengst fýrir sýningu í Safriahús- inu 17. og 18. febrúar um flug- mál. Einnig mun Jóhannes Snorrason fyrrv. flugstjóri halda minningarfyrirlestur um Alexand- er Jóhannesson, og Jóhannes kemur inn á fleira. Hann mun ræða um uppbyggingu Sauðár- króksflugvallar, en Jóhannes er formaður nefridar þeirrar sem á sínum tíma var falið að gera til- lögur um staðsetningu varaflug- vallar fyrir millilandaflugið. Nið- urstaðan var sem kunnugt er Sauðárkrókur og verður ömgg- lega fróðlegt fyrir áhugafólk um uppbyggingu fíugs á Sauöárkróki að hlýða á sjónarmið Jóhannesar. Á sýningunni verða myndir og ýmiss gögn sem tengjast fluginu, sýndar verða kvikmyndir og lit- skyggnur og kennslugögn um flug verða til sýnis. Elriiviður sýn- ingarinnar mun koma víða að: frá flugvélaverksmiðjum víða um heim, sendiráðum erlendra ríkja, NASA-geimferðastofriun Banda- ríkjanna, Flugleiðum, vamarlið- inu í Keflavík og fleirnm. Fyrirhugað er að árlega verói fenginn sérfræðingur um fiug til að halda erindi um ýmiss málefrii, og erindin verði ætíð kölluð „minningarfyrirlestur Alexanders Jóhannessonar", en þessi fmm- kvöðull flugs á Islandi var sem kunnugt er Skagfirðingur. Góð frammistaða Helga Sig. í Svíþjóð Spretthlauparinn Helgi Sig- urösson úr Tindastóli er ný- kominn heim úr keppnisferð til Svíþjóðar þar sem hann tók þátt í þremur innanhúsmótum. Árangur Helga í 60 metra hlaupi í Gautaborg var aðeins 13/100 úr sekúndu frá lág- markinu fyrir Evrópumeist- aramótið sem verður í París 11.-13. mars nk. Helgi hljóp á 7,03 sekúndum. Helgi var í miðjum hópi þátttakenda í þessu hlaupi, 12 -14 sæti. Helgi keppti á öðm móti í Gautaborg og einnig á Málm- haugum. A báðum þessum mót- um hljóp hann á 7,08 sek., en meiðsli sem hafa hrjáð Helga í hné undanfarið, settu honum stól- inn fyrir dymar í Svíþjóó. ,JÉg er nokkuð ánægður með árangurinn, en að vísu settu meiðslin strik í reikninginn. Þaó gekk mjög vel hjá mér á undir- búningstímabilinu, þar til að óhag- stætt veður kom í veg fyrir að ég gæti náð þeim sprettæfingum sem ég þarf á að halda. Síðan fór ég að finna fýrir meiðslum í hné, sem ég reyndar hélt í fýrstu að væm bara smá eymsli. En maður vonar að þetta sleppi um næstu helgi á Meistaramóti Islands. Markmiðið er góður árangur þar hjá okkar fólki“, sagói Helgi 1 samtali við Feyki. MI fer fram í Reykjavík og Hafnarfirði og á mótinu keppir Helgi m.a. í 50 metra hlaupi, en ekki er til nægjanlega stórt hús hér á landi til að keppa í 60 metra hlaupi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.