Feykir


Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 7
6/1994 FEYKIR7 Rúmur áratugur liðinn frá stofnun Menningarsamtaka Norðlendinga MENOR - Menningarsamtök Norölendinga- vom stoíhuð árið 1982 og hafa því starfað í rúman áratug. Samtökin vom stofnuð að tilhlutan Fjórðungssambands Norðlendinga í þeim tilgangi að efla menningu og listir á Norður- landi og sýna fram á gildi slíkrar starfsemi fyrir hinar dreifðu byggðir. Fyrsti formaður samtakanna var Kristinn G. Jóhannsson myndlistarmaður. MENOR em samtök einstaklinga og félaga, sem vilja vinna að framgangi menningar og lista á Norðurlandi. Þau em öllum opin. Markmiðum sínum hafa sam- tökin leitast við að ná með því m.a. að efla menningarstarfsemi í fjórðungnum og vekja athygli á því, sem fram fer á því sviði, en einnig að gera listafólki kleift fjár- hagslega að ferðast um með list sína og kynna hana, líka þeim sem vilja sækja okkur heim, svo aö listin fái að ná til sem flestra. Samtökin hafa annast íyrir- greiðslu við listafólk, en einnig staðið fyrir ýmiss konar listvið- burðum ein sér eða í samvinnu við aðra aðila, t.d. í skólum, á vinnustöðum o.s.frv. Mikið af starfseminni hefur beinst að öflun og miðlun hverskyns upplýsinga um menningarmál. Utgáfiistarf- semi hefur verið talsverð. Flaukur Agústsson, sem gengdi starfi form. 1986-1991, hóf útgáfu fréttabréfs MENOR, sem hann ritstýrði af miklum myndarbrag. Ut komu átta fréttabréf á ári og í þeim birtust fréttir og greinar um listir og menningarmál á Norður- landi. Árið 1992 kom út vandað af- mælisrit í tilefni 10 ára afmælis samtakanna. Þá var ákveðið að framvegis kæmu út MENOR- fréttir, aðeins einu sinni á ári í lok hvers starfsvetrar. Komu fyrstu MENOR-fréttimar út fyrir aðal- fúnd á liðnu vori. Fyrir þremur árum hófst sam- starf við dagblaðið Dag um sam- keppni í smásagnagerð og ljóólisL Síðan hefur slík samkeppni um smásögur og ljóð verið árviss við- buróur í samstarfi þessara aðila. Núna á næstu vikum mun þriðja smásagnasamkeppnin líta dagsins ljós. Þátttaka í þessum keppnum hefur verið mjög góð. I fyrstu keppnina bámst Ld. nærri hundrað sögur og álíka fjöldi í fyrstu ljóóa- samkeppni, sem sýnir vel hvílík gróska er í ritlistinni hér á Norður- landi. Þriggja manna dómnefnd hefur dæmt um efnið, en Dagur séð um útvegun verðlauna. Veitt hafa verið ein aðalverðlaun og aukaverðlaun fyrir næst bestu sögu eða ljóð. MENOR stendur nú á nokkmm tímamótum. Árið 1992 varFjórð- ungssamband Norðlendinga lagt niður, sem kunnugt er, og í kjöl- farið stofhuð tvö kjördæmasam- tök sveitarfélaga í þess stað, Ey- þing og SSNV. Bæði hin nýju samtök hafa lýst því yfir að þau sjái sér ekki fært að styrkja MEN- OR áfram með föstu árlegu fjár- framlagi, heldur beri að sækja um styrki til einstakra verkefha hverju sinni. Hér er um nokkurt áfall að ræða fyrir MENOR, sem hefur samþykkL að þrátt fyrir skiptingu fjóróungssambandsins mun sam- tökin starfa áfram sem ein heild fyrir Norðurland allL Félagssvæð- ið er stórt, allt frá Langanesi til Hrútafjaróar og skapar vissulega vandamál í starfsemi samtakanna. Engu að síður er það skoðun nú- verandi stjómar, að óbreytt fyrir- komulag sé farsælast, raunar for- senda áframhaldandi tilvistar samtakanna. MENOR hefur nú síðustu árin notið nokkurs styrks frá hinu op- inbera, og ber aó þakka þá viður- kenningu, sem samtökunum er sýnd í verki með því. Viö munum reyna að vera traustsins verð. Engu að síður má telja að fjárhag- ur samtakanna sé ekki nægjanlega tryggður. Vil ég beina orðum mínum til héraðsnefhda á Norður- landi og forsvarsmanna sveitarfé- laga, að þau láti eitthvað af hendi rakna til starfsemi MENOR. Mik- ið af starfi samtakanna hefur til þessa verið unnið í sjálfboðavinnu af áhugasömum einstaklingum. Hvað framtíðin ber í skauti sér, er óljóst en mikil þörf er á að MEN- OR eignist fastan samastað, en þurfi ekki stöðugt að flytja hreppaflutningum við hver for- mannaskipti. Samstarf við Gilfélagið á Ak- ureyri hefhr verið í deiglunni, m.a. hugmyndir um sameiginlega skrifstofuaðstöðu í Listagili og af- not af starfsmanni. Þess má geta að á liðnu sumri var MENOR að- ili að veikefhinu „Listasumar 93“ á Akureyri í samvinnu við Akur- eyrarbæ, Ferðamálafélag Eyja- fjarðar og Gilfélagið, en verkefhi þetta þótti takast vel, og em horf- ur á að framhald verði þar á. Vart fer á milli mála að mikil gróska er í menningarlífi á lands- byggðinni um þessar mundir. Fjöldi fólks nýtir frítíma sinn til skapandi menningarstarfs af ýmsu tagi. Margir leggja á sig ómælda fyrirhöfh og fara langan veg til að mæta á æfingar, þar sem er sung- ið, spilað eöa leikrit æfð. Víst er aö listsköpun og tjáning veitir mörgum manni gleði og lífsfyll- ingu. Landsbyggðin á í vök að verj- asL Hún þarf á öllu sínu að halda til að standast aðdráttarafl þéttbýl- isins við Faxaflóa. Atvinnuleysið hefur í fyrsta skipti haldið innreið sína í okkar landi með þeim alvar- legu afleiðingum sem því fylgja. Fátt mun betra andsvar við upp- gjöf og vonleysi en blómlegt menningarstarf, sem með einum eða öðmm hætti stuðlar að betra mannlífi og þar með viðhaldi byggðar út um landið. Menningarstarfsemi á lands- byggðinni er því byggðamál, sem öllum ber að efla og styðja er láta sig varða hag dreifbýlisins. Á þeim forsendum starfa Menningarsam- tök Norðlendinga. Mælifelli 27. jan. 1984 Olafur Þ. Hallgrímsson form. MENOR. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 118 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu Sega mega drive talva. Níu leikir fylgja, Aladdin, Desert strike, Jungle strike o.fl. Upplýs- ingar í síma 95-35701 eftir kl. 17,00. Til sölu Yamaha SV 440 vélsleði. Góður sleði. Upplýs- ingar í síma 95-27107. Til sölu Daihatsu Charade Zedan 1,3 I, 16 ventla árgerð 1991. Ekinn 23 þús. km. Upplýsingar í síma 95-27107. Til sölu Gustavsberg sturtu- klefi 90X90 sm, sem nýr, selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 35320. Til sölu Victor 386 CX talva, sem öll nýjustu ritvinnslu- og bók- haldsforrit fylgja. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 91- 16126. Til sölu Amstrad talva CPC 6128, með litaskjá og diskettu- drifi. Fullkominn stýripinni og 40 leikir fylgja. Upplýsingar í síma 38210. Til sölu bílasími, Mobira Talkman, nýyfirfarinn hjá Rafeindatækni. Upplýsingar í síma 38210. Herbergi til leigu! Til leigu forstofuherbergi með sérinngangi og snyrtingu. Leigist með eða án húsgagna. Upplýsingar í síma 35466. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Jóns Stefánssonar Skógargötu 19 Sauðárkróki Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 5 á Sjúkrahúsi Skagfirðinga Ámi M. Jónsson Sigríður Ö^mundsdóttir Kjartan Jónsson Ingibjörg Ámundadóttir böm og bamaböm ERT ÞÚ ÁSKRIFANDI? Tímarilið EIÐFAXI kemur út mánaðarlega uppfullt affréllum og fróðleih um liesla og heslamennsku. Með pví að gerasl áskrifandi að EIÐFAXA fylgist pú best með pví hvað er ad gerast í hinum lifandi og fjölbreylilega heimi lieslamennskunnar hverju sinni. Eldri árgangar fáanlegir. ■ mmi TÍMARIT HESTAMANNA Ármúla 38-108 Reykjavík Sími: 91 -685316 Dagur slysavarna í Skagfirðingabúð föstud. 11. februar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.