Feykir


Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 7/1994 Heilir og sælir lesendur góöir. Heiörún Jónsdóttir Litlu-Ásgeirsá brást vel viö málaleitan minni írá síðasta þætti. Koma hér fyrst tvær vísur eftir hana, sem hún skrifaði eitt sinn á jólakort, en á því var mynd af fjallinu Baulu í Borgarfirði. Oft því hef ég orðið fegin einmitt þegar ber mig að þar sem Baula varðar veginn, vísar mér á nœsta stað. Hvort sem ek ég götu greiða eða geristfœrðin treg. Baula hún er beggja leiða besta merki um farinn veg. Næstu vísu yrkir Heiðrún til kunn- ingja. þætti. Margrét frá Fjalli yrkir svo á þorr- anum. Þorri karlinn þeytir snjó, þankinn heldur kaldur. Öskarar, þýtur, yfir mó er sem Skuggabaldur. Flesta daga ársins heyrist talað um kvóta annað hvort til sjós eða lands. Fyr- ir skömmu heyrðist Eggert Bjömsson skipstjóri í Stykkishólmi raula iyrir munni sér cftirfarandi vísu. Okkar stjóm er œði bág, eykst nú þjóðar vandi, bráðum kemur kvóti á konuna í landi. neitt ei brostið nokkurt sinn nema mat, hey og eldivið. Ekki kann ég að segja til um hvcr hef- ur ort eftirfarandi mannlýsingu. Eftir því sem ég hefvit og athugað íflýti, hefur hann vöxt og háralit húsbóndans í víti. Á þessum vetri hefúr talsvert verið fjallað um launakjör presta. Séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholtspresta- kalli, var einn af þeim sem nokkuð lét til sín taka í þeirri umræðu. Eftir að hafa fylgst með þeirri umfjöllun orti Vigfús Pétursson í Hægindi þessa vísu. Syrtir að hjá séra Geir, sáralítið kaupið. Enginn barnar, enginn deyr og ekkert til í staupið. Að fara á heilan kvennakór er kannski heldur mikið. Talsverður gauragangur hefur verið í veðrinu nú að undanfömu. Einhverju sinni á snjóavetri orti Guðrún Benedikts- dóttir svo. En hvað tíðin er nú hörð ekki er þetta gaman. Mérfinnst helst sem himinn og jörð hangi á snjónum saman. Það mun hafa verið Guðmundur Frið- jónsson sem orti svo um dr. Helga Péturs- son. Helga sindrar öllum af eins og skini í bylgju. Gafþeim manni gull og raf guð í himnafylgju. Guðjón Magnússon yrkir svo. Vildi ég þína veröld lýsa, veitþú beiðstmín lengi einn, en ég er bara vesöl vísa, sem varla hefur bjarma neinn. Einhverju sinni er Heiðrún hafið tek- ið á móti launaumslagi varð til eftirfarandi vísa. Umslagið ég opna fús, af mér gleðin við það skín að horfa á þessa hungurlús hér sem teljast launin mín. Og þá er óskin um að vísa til Jóhann- esar Bjömssonar Laugarbakka í Miðfirði með aö hann láti heyra frá sér í næsta Ólafur Briem kom eitt sinn inn í búð á Akureyri. Heyrði hann þá að kaupmaður og undirmaður hans voru að tala um bændur, og kölluðu þá dóna. Af því tilefni var til þessi vísa. Það má kalla drottins dóna daufan Islands bœndafans, en ykkur satans œðstu þjóna óskabörn og vini hans. Önnur vísa kemur hér eftir Ólaf og mun hún gerð er hann heyrði mann segja frá búskap sínum. Allan búskap mig hefur minn, mœltiforðum karltetrið, Annar borgfirskur hagyrðingur, Sigfús Jónsson í Skrúð, hefur þetta um málið að segja. Þó sáran kveini séra Geir um sultarlauna valdið, fimar karlinn mikið meir en maðurgœti haldið. í Borgarfirði er starfandi kvennakór er ber nafnið Freyjumar. Vom þær með söngskemmtun á sl. vori þar syðra. Vai Sigfús spurður hvort hann ætlaði ekki að fara á kórinn. Hann svarði svo. Þó ekki sé ég orðinn sljór og afmér dusti rykið. Ýmsar myndir á í sjóð efég lít til baka, þó eldar folni á œvislóð, œskudraumar vaka. Það er Jón Gissurarson í Víðimýrarseli sem leggur okkur til síðustu vísuna. Nú þó látt sé lagst um svið, laufið smátt og runnar. Vorið brátt mun leggja lið lífi náttiírunnar. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Spennufall hjá Tindastóli Skagamenn áttu þægilegan dag og unnu öruggan sigur Góður árangur á MÍ í frjálsum íþrpttum Tindastólsmenn innan vallar sem utan urðu fyrir von- brigðum með leik gærkvölds- ins, þegar Skagamenn kom í heimsókn og gerðu góða ferð á Krókinn. Tindastólsliðið stóðst ekki þær væntingar sem til þess voru gerðar, eftir góða frammistöðu að undanförnu. Það kom strax í ljós í leiknum í gærkveldi að lítil stemmning var í liðinu og leikmenn náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Strax í byrjun var ljóst hvert stefndi, þegar Skagamenn skor- uðu 10 stig á móti 2 stigum Tindastóls á fyrstu mínútunum. Munurinn átti eftir að verða meira en þetta í fyrri hálf- leiknum. Eftir að Tindastóls- menn virtust vera að ná sér á strik og komust yfir, 19:17, kom af- leitur kafli og Skagamenn skor- uðu átján næstu stig og breyttu stöðunni í 19.35. Staðan í leikhléi var 28:47. Engin breyting var á gangi mála í seinni hálfleiknum. Stemmningin virtist ekki til staðar í Tindastólsliðinu og kútt- erinn af Skaganum sigldi lygnan sjó allan seinni hálfleikinn. Loka- tölur 79:98. Ingvar Ormarsson átti skástan leik í slöku Tindastólsliði sem varð þama fyrir spennufalli eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki í deildinni. Róbert Buntic var slakur í leiknum, eins og fleiri Tindatólsmenn, og réði hann ekkert við blökkumanninn Steve Greier, sem var allt í öllu hjá Skagaliðinu og var ógnandi alls staðar á vellinum. Ingi Þór Rún- arsson, sem kom inn á þegar rúm mínúta var eftir, verður þó ekki sakaður um baráttuleysi. Hann skoraði þrjár körfur á þessum smtta kafla. Það er ótrúlegt að Petar þjálfari skuli ekki telja sig hafa meiri þörf fyrir þennan lipra leikmann, sem hefur margoft sýnt að hann er góó skytta og vinnur drjúgt fyrir liðið. Stig Tindastóls: Ingvar Orm- arsson 18, Róbert Buntic 15, Hinrik Gunnarsson 14, Lárus D. Pálsson 11, Ómar Sigmarsson 10, Ingi Þór Rúnarsson 6 og Páll Kolbeinsson 5. Steve Graicr skoraði grimmt fyrir ÍA í fyrri hálfleiknum, 26 stig, en einbeitti sér að því að leika félaga sína uppi í þeim seinni. Jón Þór Þórðarson átti glymrandi fyrri hálfleik og síðan komu Einar Einarsson og ívar Ásgrímsson sterkir inn í seinni hálfleiknum. I heild áttu Skaga- ntenn þægilegan dag. Stig IA: Steve Graier 31, Jón Þór Þórðar- son 15, Ivar Ásgrímsson 15, Einar Einarsson 12, Haraldur Leifsson 9, Eggert Garðarsson 7, Pétur Sigurðsson 6, Svavar Þór Jóns- son 2 og Dagur Þórisson 1. Dómaran Kristinn Albertsson og Jón Otti Ólafsson. Mistækir. Gangur leiksins: 2:10,13:17, 19:17,19:35,24:41 (28:47) 31:54, 37:59, 44:65, 53:80, 69:89,72:96,79:98 Áhorfendur 570. Maður leiksins: Steve Graier. Næsti leikur Tindastóls í Úr- valsdeildinni verður gegn Kefl- víkingum í Síkinu á sunnu- daginn. Með góðum stuðningi áhorfenda er alls ekkert útilokað að Tindastólsliðið nái þar hag- stæðum úrslitum, en til þess þarf betri spilamennsku en liðið sýndi í gærkveldi. Tindastólslið þarf líklega að vinna tvo leik af sex sem eftir eru til að þurfa örugg- lega ekki að spila um sæti í deildinni, ef svo skyldi fara að liðunum verði ekki fjölgað. Skagfirskir frjálsíþróttamenn og Sunna Gestsdóttir USAH náðu mjög góðum árangri á Meistaramóti Islands í frjáls- um íþróttum sem fram fór um síðustu helgi. Sunna sigraði í langstökki, og Skagfirðingar náðu þrem Islandsmeistara- titlum. Jón Amar Magnússon sigraði í 50 metra grindarhlaupi og í langstökki eftir mjög harða keppni við Jón Oddsson FH. Jón Amar hljóp á 6,8 sekúndum og stökk 7,46. Helgi Sigurðsson sigraði í þrístökki án atrennu, stökk 9,92 m og varð þriðji í langstökki án atrennu. Einnig féllu silvurverðlaun Helga í hlut í 50 metra halupi. Hann fékk tímann 5,9 sek. (5,8 í undan- úrslitum). Einar Einarsson Ár- manni sigraði í hlaupinu á 5,7 sek. Hinn efnilegi Sveinn Mar- geirsson UMSS varð annar í bæði 800 og 1500 hlaupum og setti bæði sveina- og drengjamet í hlaupunum. Sveinn segir í samtali við blaðamann DV að fram að þessu hafi hann veriö að æfa frjálsar með hálfgerðu dútli en sett svo kraft í æfingamar í vetur. Stefnan hafi verið sett á lágmarkið í 800 metrum fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fer næsta haust. Sveinn er aðeins 16 ára og þykir stórefni- legur. Einnig er vert að geta ár- angurs Bjöms bróður Sveins á mótinu. Hann er aóeins 14 ára gamall og lenti í miðjum hópi í 800 og 1500 metra hlaupum, á tímunum 2:13,7 sek í 800 m og 4:33,1 í 1500 m. Um næstu helgi, 19.-20. febr- úar keppir Jón Amar Magnús- son á innanhúsmóti í sjöþraut í Montreal í Kanada og er það síðasti möguleiki hans að næla sér í punkta áður en Frjálsíþrótta- samband Evrópu ákveður hverjum skuli boðið að keppa í sjöþrautarkeppni Evrópumeist- aramótsins í París 11 .-13. mars nk. Þangað veróur boðið 15 sterkustu fjölþrautarmönnum Evrópu. Að mati Gísla Sigurós- sonar þjálfara Jóns Amars á hann góóa möguleika á að bæta íslandsmet sitt í sjöþraut á mót- inu um næstu helgi. Þá em einnig framundan Meistaramót Islands í aldurs- flokkum 15-18 ára og 14 ára og yngri, þannig að mikið er um að vera hjá frjálsíþróttafólki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.