Feykir


Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 7
7/1994 FEYKIR7 Frá útimarkaði sem haldinn var á Skagaströnd á liðnu sumri. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar er ómyrkur í málu um þá félagslegu deyfð sem honum finnst ríkja í verkalýðsfélögunum: Hver á að eyða frítíma sínum í þessi mál ef fólkið nennir því ekki sjálft? „Gott dæmi um áhugaleysi hins almenna félagsmanns er að í vetur var boðað til fúndar með starfsfólki Rækjuvinnslunnar vegna þróunar mála þar. Sex stúlkur mættu, flestar ungar, og kom það á óvart því ætla mátti að þeir eldri væru meðvitaðri um þessi mál. Sláandi er að þeir sem hæst láta í kaffltímum, að sögn, mættu ekki og eftir einum starfsmanninum var haft að hann hefði annað með sinn frí- tíma að gera en að mæta á svona fúndi. Hver á að eyða sín- um frítíma í þessi mál fyrir fólkið ef það nennir því ekki sjálft?“, segir Axel Hallgríms- son formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar í leiðara fréttabréfe félagsins er nýlega kom út Axel fjallar þama um þann fé- lagslega doða sem er vaxandi vandamál í starfi margra félaga, ekki aðeins verkalýðsfélaga. Hann heldur áfram í þessum sama dúr og er ekkert að skafa af hlut- unum. ,Félagsmönnum verður að vera ljóst að slíkt áhugaleysi um félagið er ekki til þess fallið að auka áhuga þeirra til starfa, sem til þess hafa verið kjömir fyrir félag- ið. Enginn endist til að vinna fyr- ir fólk sem virðist ekki hafa áhuga á eigin vandamálum, eða tíma til að sinna þeim. En kaup og kjör fólks er vissulega þess vandamál, en ekki bara fárra forystumanna í verkalýðshreyfíngunni. Samt virð- ist sem sömu aðilar telji aðra ekki of góða að verja megninu, ef ekki öllum sínum tíma í þess þágu. Og oft skortir ekki óánægjuna ef ekki tekst til eins og vonast var. Nú situr við völd ríkisstjóm sem er flestra ríkisstjóma um ára- tugaskeið, hvað óvinveittust verkalýðnum í þessu landi, ef frá er talin ríkisstjóm Sjálfstæói- og framsóknarflokks (1983-1987) sem bannaði verkföll og afnam vísitölubindingu launa í óðaverð- bólgu. Engin ríkisstjóm hefur í annan tíma vegið eins að velferð- arkerfinu og nú er gerL Athyglis- vert er að sá flokkur sem hvað helst hefúr eignað sér tilvist þessa kerfis skuli nú tæta það niður lið fyrir lið. Kannski ekki undarlegt þegar á það er litið að forystu- menn flokksins em orðnir svo langt til hægri að Hannes Hólm- steinn eygir þá vart. Það er undarlegt að á þessum tímum versnandi kjara, skuli ekki hafa glæðs á ný áhugi meðal fólks um kaup sitt og kjör. En slíkt verður ekki merkt ef marka má fundarsóknina. Helst er að fólk létti á sér og tjái sig um þessi mál í kaffitímum eða út í homi tveir saman. Styrkurhvers verkalýðsfé- lags er þátttaka hins almenna fé- lagsmanns í baráttunni fyrir eigin kjömm. Það er ekki nóg að 8 til 9 manns, um 5% félagsmanna komi saman einu sinni á ári og kjósi fé- laginu stjóm. Oft heyrast raddir sem gagn- rýna þaó sem gert er í félaginu og er það af hinu góða svo fremi að gagnrýnin sé sanngjöm og styój- ist við staðreyndir. En því miður er það oftast svo að mesta gagn- rýnin kemur frá þeim sem ekki hafa séð sér fært að mæta á fundi, en vita upp á hár hvemig hefði átt með málin að fara. Ekki er ólík- legt að ætla aö mál hefóu þróast í átt við vilja gagnrýnandans ef hann hefði mætt og tjáð þar hug sinn fyrir afgreiðslu, en ekki á tveggja manna tali eftír fund. Þessi mál verður að taka til alvarlegrar umhugsunar", segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar. Áskrifendur og auglýsendur! Þeir sem eiga ógreidda gíróseðla eru beónir aó greióa þá sem fyrst. Feykir Auglýsið í Feyki Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu bamavagn. Upplýsingar í síma 35565. Til sölu er hjá Flugbjörgunar- sveit V.-Hún. vel með farinn Ymaha Viking VK 540 snjó- sleði ágerð 1989, ekinn þrjú þús. km. Upplýsingar hjá Rafni í síma 95-12974 eða í 985- 27576. Til sölu hey, þurrhey og rúllu- baggar. Upplýsingar í síma 38267. Til sölu Brno haglabyssa, tvíhleypa undir/yfir. Lítið notuð, góð og falleg byssa. Upplýsingar hjá Stefáni í síma 36564 efturkl. 18,00. Til sölu Mazda 4x4 E 2700, ásrgerð 1988. Bíll í góðu lagi. Upplýsingar gefur Bjami Har. í síma 35124. Til sölu Mercedes Bens O 309, sex sílindra, 25 manna rúta, ekinn 390 þúsund kílómetra. Hentar vel sem húsbíll. Undir- vagn mikið endumýjaður. Verðhugmynd 500 þúsund. Upplýsingar í símum 95- 22862 vinnusími og 95-22762 heimamsími. Til sölu Skidoo Skandic snjó- sleði, árgerð 1987. í mjög góðu ásigkomulagi. Upplýs- ingar í síma 37380 eða 37904 á kvöldin. Til sölu Ford Ranger XTX ár- gerð 1992, 6 cil., sjálfskiptur, upphækkaður með húsi yfir körfu. Upplýsingar í síma 35785. Til sölu Silver cross bama- vagn, grár með hvítum botni. Vel með farinn. Nýjar felgur fylgja. Upplýsingar í síma 36462. Til sölu Chicco barnabílstóll fyrir ungaböm undir 9 kílóum. Upplýsingar í síma 35042. Til sölu MMC Pajero disel turbo árgerð 1986, sjö manna, skoðaður 1995, upptekinn vél og gírkassi. Verð aðeins 790 þús. Staðgreitt. Upplýsingar í síma 95-36496. íbúð til leigu! Til leigu tveggja herbergja rúmgóð íbúð niður í bæ. Laus strax. Upplýsingar í síma 36607. Húsnæði óskast! Óskum eftir að kaupa eldra einbýlishús eða góða neóri hæð í tvíbýli niðri í bæ. Upplýsingar í síma 35786. Hestamenn! Til sölu þrír folar á tamninga- aldri. Upplýsingar í síma 95- 38267. Viðskiptavinir athugið! Bendum á nýja þjónustunúmerið okkar. Beint innval sími 35122. Við vonumst til að þetta verði til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar. Að sjálfsögðu verður eftir sem áður hægt að fá samband við okkur um skiptiborð KS, sími 35200. Bifreiðaverkstæði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.